Alþýðublaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 10
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. október 1966 10 L Deildarliðin í handknattleik: Nýliðarnir hyggja Nú er fari'ð að siga á seinni hlutann í heimsóknum til I. deildarliðanna og í dag sækj- um við heim nýliðana í deild- inni, Víking. Það er með Víking : * eins og Val, sem við ræddum við siðast, að það er einn maður sem i heidur uppi þjálfun þar. Þessi maður hjá Víking er Pétur ’ Bjarnason, en hann er landskunn- ; ur þjálfari. Pétur hefur m. a. í þjálfað landslið kvenna í hand- • knattleik og náð þar mjög góðum árangri. Árið 1960 varð íslenaka kvennalandsliðið í öðru sæti a ! Norðurlandameistaramótinu og svo 1964 sællar minningar í 1. sæti. í dag er Pétur þjálfari hjá , hvorki meira né minna en öllum flokkum, sem taka þátt í lceppni frá Víking. Þetta kostar Pétur mikla vinnu og liggur nærri að hann sé upptekinn að þjálfun hvert einasta kvöld vikunnar og sunnudag þar að auki, en auk þess verður það ennþá erfiðara fyrir Pétur, þar sem hann býr í Kópavogi og þarf að sækja allar æfingar inn í Reýkjavík. Pétur segir okkur a'ð hand- knattleikurinn hafi snemma rutt sór braut í Víking og orðið vin- sæll þar, ekki sízt hjá yngri ílokkunum. Eldri flokkarnir hafi alltaf átt sæmilegum og stundum góðum liðum á að skipa, en í yngri flokkunum hafi Víkingar alla tíð staðið sig mjög vel og margsinnis orðið meistarar. — Bezti árangur, sem meistaraflókk- ur karla hefur náð sl. ár var árið 1963, en þá urðu Víkingar í öðru sæti á íslandsmótinu og unnu þeir þó m. á. bæði Fram og FH. Árið 1965 duttu svo Víkingar nið- ur í II. deild eftir mikla óheppni í I. deildarkeppninni. Viðdvölin í II. deild varð aðeins eitt ár því að í fyrravor unnu þeir deildina og eru því eins og áður segir ný- liðar í deildinni. Pétur sagði að þeir hefðu haft mjög gott af- því að vera eitt ár í II. deild. — Hvernig eru æfingarnar? BORN munið regluna Björn Bjarnason komiun.í gegn og skorar. — Við æfum tvisvar í viku í 100 mín. og er önnur æfingin í Réttarholtsskólanum, en hin væntanlega í íþróttahöllinni, en þar mun ég aðallega hafa sér- æfingar fyrir liðið. Mæting hef- ur verið mjög góð og kannski alltof góð, þar sem svo margir æfa með öðrum flokk, en það hefur oft verið þröngt á þessari æfingu, sem. við hingað til höf um haft vikulega — Hvað um liðið í vetur? — Eiðið verður mjög svipað og í fyrravetur að þvi undan- skildu, að Hannes Haraldsson mun verða erlendis við nám í vetur. Liðið er skipað ungum pilt um og ég myndi segja að liðið væri mjög jafnt og það kemur til með að verða okkur stór kost- ur. — Hverjir voru í landsliði í fyrra? — Frá okkur lék aðeins Þór- arinn Ingi Ólafsson í karlalands liði, en auk þess áttum við þrjá pilta í unglingalandsliðinu. — Hvað viltu segja um vetur- inn? i - Ég er allbjartsýnn á fram- tíðina. Ég held að liðið okkar muni ekki gera stóra hluti í vet- ur, enda keppnin í I. deild afar hörð. Ég myndi segja, að tak- markið væri að halda sér í deild- inni. Sjálfsagt verða það FH og Fram, sem bítast um efsta sætið eins og undanfarið, en hin liðin fjögur verða í svipuðum flokki. Hins vegar hef ég trú á að næsta vetur muni þetta Víkingslið fara að blanda sér í baráttu um efsta sætið. Ég held að íslenzkur hand knattleikur sé að staðna og muni sitja í sama farinu nú í vetur, samhliða því, sem handknattleik erlendis muni fara fram. — Menn verða að gera sér grein fyrir því ógurlega stökki, sem er að fara úr Hálogalandi í Höllina nýju, þar mun reýna á úthald og knattleikni. Þá munu leikað- ferðir verða ríkjandi og verður hvert iið að hafa vald yfir nokkr um slíkum. Þannig lauk Pétur Bjarnason, þjálfari Víkings máli sínu. Íþróttasíðan óskar Pétri og Víkingsliðinu.gæfu og gengis á komandi vetri og vonar, að úr hinu unga liði rætist vel. — I.V. Kaupum hreinar lérettstuskur Prenismibja Alþýðublaðsins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.