Alþýðublaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 13
30. október 1966 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ ff * Hve. tiggur í gröf'm:nni? (Who is buried in my Grave?) Alveg sérstaklega spennandi og vel leikin, ný amerísk stór_ mynd með islenzkum texta. Sag an hefur verið framhaldssaga Morgunblaðsins. Bette Davis, Kárl Malden. Bönnuð börnnm innan 16. ára. Sýiid kl. 7 off 9,15. Marnie Duel beuond the Rio ,, Grande ■» eventyríig spœndende med FARVEFILM í fótspor Zorros- Sýnd kl. 5. Bönnuð börnum. SONUR ALI BABA Sýnd kl. 3. Spennandi Alfred Hitolicock lit- mynd. Aðalhlutverk: Sean Connery Fippi Hedren. ÍSLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 9. Bönnuö börnum. Skíöa-Party Sýnd-.kl.. 7. Áþessum vetri er í ráði að flytja Messu í D-dúr op. 123 „Missa Solemnis" eftir Beethoven. Nú vill svo til, að nýkomnar eru út tvœr hljómplötuútgáfur af verkinu, sem tveir heimsfrægir hljómsveitarstjórar stjórna. Má því ætla, að hljómplötuunn- endur velti því fyrir sér í hvorri útgáfunni þeir laafa í hyggju að kynnast verkinu, áð- ur en þeir heyra hinn íslenzka flutning þess því að enginn nýtur tónverks til fulls, sem hann ekki þekkir eða hefur hlustað vel eftir. Ummæli um útgáfurnar liafa birzt í enska tímaritinu Gramophone og er stuðzt við þau í þessu greinarkorni. Önnur útgáfan, sem hér verður gerð að umræðuefni, er frá His Masters Voice þar sem verkið er flutt af Elisabethu Söder- ström (sópran). Mörgu Höffgen (contralto), Waldemar Kmentt (tenor), Martti Talvela (bassi), Nýja Philharmoniukórinum (kór- stjóri Wilhelm Pitz), Nýju Philharmoniu- hljómsveitinn, Ottó Klemerer stjórnar. Hin er frá Deutche Gramophone með Gundulu Janovvitz (sópran), Christu Lud- wig (eontralto), Fritz Wunderlich (tenor), Walter Berry (bassi), Vínar-Singverein, Philharmóníuhljómsveit Berlínar, stjórnað af Herbert von Karajan. Tvær plötur hvor. Svo segir í grein Desmond Shawe-Tay- lors í Gramophone: Þótt margt sé ólikt um útgáfur þessar, eru þær báðar mjög til- komumiklar og hvor um sig einstætt tón- listarafrek. ímyndum okkur, að gagnrýn- ándi dveldist ótruflaður í heila viku og gerði ekkert annað en bera saman þessi tvö verk — hvílíkur sælutími. — En hvers yrði hannvísari? í stuttu máli sagt leggur Kara- jan meira upp úr því að gera einstök atriði áhrifamikil, en Klemperer leggur meiri á- herzlu á heildarbyggingu tónverksins. í meðferð Karajans ber meir á skærri tón- fegurð, en sú túlkun hefur bæði kost og löst. Til dæmis er upphaf Kyrie-Christe- Kyrie kaflans fullt yndisþokka og jafn- vægis hjá Karajan, en vantar hátign og stórfengleik Klemperes. í , Et incarntus est“ kæfir Karajan tenórraddirnar svo, að þær verða að hvísli — sem eru fyrir hann táknrænar öfgar á stað,' sem Beethoven. merkir einfaldlega piano diminuendo — þarna fellur mér betur í geð hrein og bein meðferð Klemperers. Á næstu síðu er hins vegar mezza voce, þar sem einsöngv ararnir fjórir koma inn, svo snilldarlega meðfarin, að hátíðlegur innblástur Bet- íiovens næst með allri sinni dulýðgi — þar sem flautuhljómurinn, sem tákna á heil- agan anda, stígur og hnígur. Þessi mismunur er mjög einkennandi fyr ir útgáfurnar. Einstaklingarnir hjá Karaj an hafa yfirburði, einsöngvararnir eru betri í heild, en það var ekki ætlun Beethov- ens, að einsöngvararnir væru sérstæð lög, sem klyfu sig út úr heildinni, heldur eru þeir gífurlega þýðingarmiklir fyrir heildar svip verksins. Einsöngsraddimar eiga að falla saman hver við aðra og kórinn í heild og tengja hinn tilfinningaríka texta skír- leika og hreinleika hljóðfæranna. Einsöng- vara Klemperers vantar hins vegar þennan nauðsynlega skírleika. Söngtækni þeirra Söderström og Höffgen er of reikandi eða óviss og hæg fyrir þessa tónlist. Þótt Kmenett sé ekki mjög hugmyndaríkur, þar sem hlutverkið býður upp á mest til- þrif, í „et homo factus est“, ber hann af þegar á allt er litið. Talvela beitir djúp um bassa sínum vel í upphafi Agnus dei, en er annars staðar holur og’mishljónui. Þetta kemur mest fram í kaflanum Bene- dictus. Þar hljómar kvartettinn harla ó- þægilega. Fiðlueinleikarans Benedictus er á hvorug um plötunum getið (ég geri ráð fyrir, að hann sé Hugh Bean hjá HMV) það er skaði, því að hans hlutur er eins mikil- vægur og hægur kafli í stórum konsert, hann er og lengri en í sambærilegum verk- um ö'ðrum. Enski fiðlarinn leikur fagurlega, en tónn Þjóðverjans er, eftir hljóðritun- inni að dæma, fyllri og mýkri; og þar sem einsöngvararnir (Janowitz, Lydwig, Wunder lich, Berry) eru svo aðdánlega samstilltir sem raun ber vitni er þessum löngu, himinfögru hugleiðingum (einhverjum al- fegurstu mannanna verkum) borgið í flutn ingi þeirra. Þá er ótalinn sá hluti verksins, yfirtakslegur vegna hreinleika einsöngvar- ans í hina hægu og dregnu. tóna Credos- ins með sínum Jakobsstigum rísandi og hnígandi. Hér, sem annars staðar í verkinu, er hinn styrki tónn og þokkafulla fram- setning Gundulu Janowitz æ til yndis, allt frá því hún kemur fyrst fram og ljómar af rödd hennar, þegar kórinn syngur undir „Kyrie“, þar til hún syngur í lokin lang- dregið háa-A í Dona nobis pacem. Karajan Karajan, en ekki Klemperer notar kór- inn, en ekki einsöngvana í Pleni sunt Coeli“ og „Osanna" þáttum Sanctus kafl- ans. Það er reyndar erfitt að hugsa sér annað en það hafi verið ætlun Beethov- ens. Ef svo var ekki, hvað var hann þá eig inlega að hugsa, þegar hann merkti leik lljómsveitarinnar og orgelsins með styrk- leikanum sf, f og ff. Bæði Lundúna- og Vínarkórinn eru svo ágætir, að ekk'i 'eitti af fullri viku til að gera upp á milll þeirra einna. Sópranar beggja ráða full- komlega við hina háu tóna, sem fyrlr þá eru lagðir án lieyranlegs erfiðis, þótt þeir hafi eflaust hljómað enn fegurr í sálareyra höfundarins. Ekki er efi á því, að því oftar, sem við leikum þessár liljómplötur þvi meir eykst þakklæti okkar fyrir stórfeng- leik og alvöruþunga Klemperers. Engu að síður hlýtur liin ljómandi tónfegurð Karaj ans upptökunnar og yfirburðir einsöngvar anna hans að vekja aðdáun okkar og vega upp á móti því sem á vantar í heildarsain- ræmi. Fjársjóðurinn í Silfurgjá Endursýnd kl. 5. KÖ.BAyioÆSBI.O Til fiskiveiða fóru (Fládens friske fyre) Bráðskemmtileg og vel gerö ný, dönsk gamanmynd af snjöl) ustu gerð. Dirch Passer — Ghita Ndrby. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síödsta sinn. Barnasýning kl. 3. ROBINSON CRUSO Próf við Há- skóla íslands I upphafi haustmisseris hafa eft irtaldir stúdentar lokið prófum við Háskóla íslands: Embættispróf í gpðfræði- Jón Eyjólfur Einarsson. Kandídatsprófi í íslenzkum fræðum.: Aðalsteinn Davíðsson. Kristinn Kristmunds- son. B. A.-próf. Unnur A Jónsdótt ir íslenzkupróf fyrir erlenda stúd enta: Lydia Lass. ALÞÝÐUBLAÐIÐ vantar blaðaburðar- fólk í eftirtalin hverfi: Miðbæ, I. og II. Hverfisgötu, éfri og neðri, Laugarneshverfi Laufásveg Laugarás Laugarteig Kleppsholt Sörlaskjól Laugaveg neðri Skjólin Lönguhlíð Hringhraut Tjarnargötu Miklubraut Laugavegur efri Seltjarnarnes I. Bfæðraborgarstíg. Alþýðuhlaðið sími 14900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.