Alþýðublaðið - 10.11.1966, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 10.11.1966, Qupperneq 2
Kosningarnar t Bandaríkjimum ■ demókratar héidu meirihluta NEW YORK, 9. nóvember (NTB- Reuter) — Repúblikanaflokkurinn vann töluverðan sigur í kosning- unum í Bandaríkjunum í dag. Sig ur repúblikana kann að stofna ýmsuni umbótamálum Johnsons forseta og sigurlíkum ihans sjálfs í forsetakosningunum 1968 í liættu. Si'gurvegarar repúblikana í rík- ísstjórakosninganna í ýmsum hlut- um landsins koma margir hverj- ir til greina sem forsetaefni flokks ins 1968. Afleiðing kosninganna er sú, að repúblikanar ihafa að miklu leyti unnið aftur það fylgi, isem þeir töpuðu í hinum gífurlega (kosningasigri demókrata fyrir 2 órijm, þegar Bawy Goldwater öld- ungadeiidarþingmaður var forseta •eíni þeirra. Talningu atkvæða var ekki end anlega lokið í kvöld, en þó er ajóst, að repúblikanar ihafa hvar- vetna aukið fylgi sitt. UNNU 44 ÞINGSÆTI í öldun'gadeildinni hafa repú- fblikanar bætt við sig þremur .þingsætum og hafa nú 36, en demókratar 64. Demókratar hafa bví misst % meirihluta sinn, sem ;þeir höfðu í deildinni, en það er ekki italið skipta máli. Kosið var um 35 sæti í öldungadeildinni að þessu sinni. í fulltrúadeildinni hafa repii- hlikanar bætt við sig a.m.k. 44 íþingsætum, en úrslit eru ekki kunn í sex kjördæmum. Demó- (kratar hafa tryggt sér 245 full- IlUUlVLl' ILLIjIiIv trúa og repúblikanar 184, en kosið var um öll þingsætin, sem eru 435. Á síðasta þingi höfðu demókratar 295 fulltrúa en repúblikanar 140. Talið er, að repúblikanar sigri í þremur þeirra sex kjördæma, iþar sem talningu er ekki lokið. í ríkisstjórakosningunum unnu repúblikanar einnig eftirtektar- verða si'gra. Kosið var um ríkis- stjóra í 35 hinna 50 ríkja, og voru úrslit kunn í 33 ríkjum í kvöld. niíauan jbbuuivw Repúblikanar höfðu þá sigrað í 22 ríkjum, en demókratar í aðeins 19. Fyrir kosningarnar áttu demó- kratar ríkisstjóra í 20 hinna 35 ríkja, þar sem ríkisstjórakjör fór fram. Repúblikanar hafa þannig sigi’að í sjö ríkisstjórakosningnm, og líkur eru á, að þeir vinni alls átta nýja ríkisstjóra. REAGAN í KALIFORNÍU Þrír sigurvegarar úr Repúblik- PERCY WALLACF. ROMNEY anaflokknum í ríkisstjórakosning- um koma sennilega til greina sem forsetaefni flokksins eftir tvö ár: George Romney ríkisstjóri í Mi- chigan, fyrrverandi „bílakóngur“, Ronald Reaigan ríkisstjóri í Kali- forníu, fyrrverandi kvikmynda- leikari, og Nelson Roekefeller rík- isstjóri í New York, sem var end- urkjörinn í annað sinn og auk þess Charles Perey, sem náði kosningu til öldungadeildarinnar fyrir Ulinois. Hann er tiltö'lulega ungur maður, sem náð befur skjót um frama í viðskiptalífinu. Richard Nixon fyrrum varafor- seti, sem margir telja að hafi enn ekki gefið upp alla von um að verða forseti, veitti frambjóðend- um repúblikana á ýmsum stöðum dyggilegt lið, þótt hann væri sjálf i ur hver'gi í kjöri og einnig hafði j hann safnað miklu fé til kosninga- I Fratnhald á 15. sígu I I f. * 0 8 Varö undir dráttarvagni ÞRIÐJUDAGINN 8. nóvember gerðist sá hörmulegi atburöur á Laugárvöllum í Reykholti, að 15 ára gamall piltur ,að nafni Bene ditít Guðmundsson, varS fyrir dráttarvagni og beið við það bana. Voru tildrög slyssins með þeim hætti, að Benedikt var að sækja mjólkurbr.úsa út við vegarbrún og 6k hann í dráttarvagni. í baka leiöinni varð lionum á að aka út af veginum og lenti dráttarvagninn út í skurði með þeim afleiðing umt að Benedikt varð undir hon- urntog mun hafa látizt samstundis. Eru orsakir slyssins enn óupplýst ar, . þar eð umferð var engin á veginum um þetta leyti. - og margur gerði góð kaup I gær hófst brunaútsala i verzlunarhúsinu Kjörgarði og mátti minna sjá. Strax og kom og Vitastígs sáust konur- og Vatnsstígs sáust .konur- hlaðnar pinklum streyma niður á Hverfisgötuna. En það var þó ekkert hjá því, sem blasti við, er komið var upp á Lauga veginn. Fílefldir lögregluþjón ar stóðu þar og vömuðu því að umferðarteppa yrði og fyrir framan Kjörgarð stóð fólk í margfaldri röð út að Vitastigs horni. Jafnvel hinum megin á gangstéttinni hafði fólk hóp ast saman. Þárna í biðröðinni voru karlmenn, konur og börn ungir og gamlir. Fólkið stóð þétt og það var'ð víst enginn undrandi þegar leið yfir eina konuna. Fólkinu var hleypt inn í um. Margir komust inn í einu enda margar verzlanir um að ræða. Greina mátti enn keim af brunalykt í loftinu. Á neðstu hæðinni stönzuðu karlmenn irnir og fóru ekki lengra Þar er Últíma og þar voru karl mannaföt og frakkar, peysur og margt fleira. Uppi á efri hæð ina hélt kvenþjóðin, en þar voru alls kyns vörur, kápur, hattar, kjólar, kjólaefni, prjóna garn og margt margt fleira. En það er óhætt að segja, að á báð um hæðum hafi verið handa- gangur í öskjunni, vinsælust virtust kjólaefnin og gardínu efnin og héldu margir föstu taki í þau efni sem kaupa átti Oft héldu 6—8 hendur í sama klæðastrangann og ein ung kona hafði keypt svo mikið af gardínuefnum, að hún gat varla borið pakkana, enda smávaxln. En bréfið utan um virtist eklci heldur geta borið efnin og sprakk utan af. Allar vörur voru á lækkuðu verði, ýmist á hálfvirði eða með 30% af- slætti og yfirleitt sér mjög lít ið á vörunum eða alls ekki neitt, svo að margir gera þarna góð kaup. Útsalan hófst kl. þrettán í gærdag og er blaða maður Alþýðublaðsins var þar um klukkan hálfþrjú, sást varla að af vörunum hefði verið tek ið, þó að mörg hundruð manns hafi þá þegar verzlað á útsöl unni. Yfirleitt hafði verið bætt við afgreiðslufólki í flestar deildirnar og kaupmennirnir voru þar margir sjálfir. Að- spurður um skemmdir á kápum, drögtum og jökkum sagði Bem hard Laxdal að vörurnar væru óskemmdar að öðru en því, að sót hefði farið um allt húsið og lagst yfir vörurnar, þó að það sæist ekki þyrfti yfirleitt að hreinsa fötin áður en þau væru tekin til notkunar. Brunaútsalan í ICjörgarði mun halda áfram þessa viku og næstu. Lokað verður fyrir há degi á morgun, þar eð þá fer fram útför Ólafs Friðbjarnar sonar, húsvarðar, er lézt í brunanum. £ t 10. nóvember 1966 --. ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.