Alþýðublaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 2
27. nóvember 1966 -• Sunnudags ALÞÝ0BLAÐIO Fullveldisfagnaður Stúd- entafélags Reykjavíkur Stúdentafélag Keykjavíkur mun gangast fyrir fullveldisfagnaði að kvöidi miðvikudagsins 30. nóv. og. verður vel til fagnaðarins vand að. Adda í Mennta- skólanum Öt er komin bók eftir Jennu og.Hreiðar Stefánsson, sem nefnist „4dda í Menntaskólanum". Er hér um að ræða sjöttu bókina í þessum bókaflokki, en þetta er i anjnað sinn, sem Öddu-bækurnar erp gefnar út. í þessum flokki era áður komnar „Adda“, „Adda og litli bróðir", „Adda kemur heim“ „Adda lærir að synda“ og „Adda í kaupavinnu. Er þá aðeins ein eft ir en sú heitir „Adda trúlofast." Öddu-bækurnar þykja í hópi vinsælustu barnabókgi og hafa þaú Jenna og Hreiðar sent frá sé| fjölda vinsælla barnabóka. Bó|kaforlag Odds Björnssonar á Alúireyri gefur út þessa bók, en teiícningar í hana hefur Halldór Péitursson gert. Fullveldisfagnaðurinn verður að þessu sinni haldinn í Súlnasal Hót el Sögu, og hefst með borðhaldi kl. 19,30 stundvíslega. Húsið verð ur opið frá kl. 19. Meðal skemmtiatriða á fullveldis fagnaðinum má nefna ræðu, sem Barði Friðriksson, hdl., mun flytja .Þá syngur Stúdentakórinn undir stjórn Jóns Þórarinssonar og jazz balletflokkur undir stjórn Báru Magnúsdóttur sýnir. Hinn lands- kunni Ómar Ragnarsson mun einn ig sjá til þess að skap manna verði sem bezt verður á kosið, Að lok um verður stiginn dans til kl. 2 eftir miðnætti. Aðgöngumiðar verða á Hótel Sögu (anddyri Súlnasals) á mánu dag kl. 5—7 e.h. og á þriðjudag kl. 6—8 e.h. Borðapantanir verða á sama stað og tíma. Fari svo ólík- lega að eitthvað af miðum verði eftir, fást þeir við innganginn. Að kvöldi 1. desember mun Stúd entafélagið eins og svo oft áður sjá um dagskrá í ríkisútvarpinu. Verður ræðumaður kvöldsins að þessu sinni Þór Vilhjálmsson, borg ardómari. — (Frá stúdentafélagi Reykjavikur.) 1. uesember verður haldin Útnesjavaka í Stapa, hinu nýja félagsheimili Suðurnesja. Vakan hefst kl. 9. Rögnvaldur Sigurjónsson leikur einleik á nýjanflygil, sem samkomuhúsið liefur eignazt. Einnig verður einsöngur og tvísöngur, Svala Nielsen og Guðmundur Guðjónsson syngja. Alda Snæhólm sýnir í Templarahöllinni Rvík, AKB. í gær var opnuð sýning í Templ- arahöllinni, þar sem sýndar eru 40 myndir eftir frú Öldu Snæ- 'hólm, bæiði olíumálverk, vatns- litamyndir og blekteikningar. Einnig eru sýndir listmunir frá Perú, og má nefna handofin teppi, útskorna hluti og leirker, sem eru yfir 500 ára gömul að minnsta kosti. — Munimir eru handgerðir af Indíánum, segir frú Alda, er við hittum hana á að máli lá sýning- unni. — Og flest er unnið á mjötg frumstæðan hátt. Leirkerin eru frá Inka-tímabilinu í Perú og hafa Framhald 14. síðu. LIF A OÐRUM hnöttum . t : 'C l'-l v ea' ENGUM BLÖÐUM er um það að fletta að það hefði gífurleg áhrif á lífsviðhorf manna ef það skyldi nú koma á daginn að líf sé á öðrum hnöttum. Fólk talar um þetta eins og sjálfsagðan flilut, og þó er vit- að að spurningunni um líf á öðrum linöttum er enn ósvar- að. En það er allt annað að gera ráð fyrir en vita fyrr víst. Fulivissa er svo afdrátlarlaus reynsla. Hvaða viðbúnað í sjálfsvarnar skyni reynir mann kynið að hafa ef einangrun lífs ins á þessum hnetti yrði allt í einu rofin? Gera menn sér almennt grein fyrir að svar við þessari miklu spumingu getur komið innan fárra ára? Gera menn sér almennt grein fyrir að sú uppgötvun að það sé eft- ir alit saman einhver vottur lífs á öðrum hnöttum er, ef til kemur, einhver mesti við- ‘burður í sögu mannkynsins? Mig grunar að fólki sjáist enn yfir mikilvægi slíkrar upp- Igötvunar. Mig grunar að það mundi láta sér fátt um finnast þó að það uppgötvaðist að það sé mosi á Mars. Það mundi bara segja: „Enn skemmtilegt" og halda svo áfram að horfa á sjónvarpið. Á hinn bóginn hrópar það og klappar er það heyrir hvaða kvenmaður er talin fyrstu-verðlaunagripur vestur á Langasandi. Við erum furðulegir fuglar. Og mig grun ar lfka að iþó að það fengi að vita það fyrir vist að það sé mosi á Mars, þá héldi það bara áfram að hugsa eins og það sé hvergi mosi nema á jörðinní. Fólk er Dialdssamt og heldur 'áfram að hugsa eins og það var vant þó að allar forsendur fyr- ir þeirri hugsun séu iöngu foknar út í veður og vind. Þó að ég sé ekki einn a£ þeim sem búast við drama- tískum heimsóknum utan úr geimnum, get ég ekki stillt mig um að minnast á draugagang nútímans, fljúgandi diska, því að nútíminn á engan drauga- gang sem því nafni mætti nefna utan þá. Samt neita ég engu né heldur trúl um fljúg- andi diska fremur en önnur ó- skýrð og umdéllanleg fyrir- bæri. En fljúgandi diskar eða UFO (Unidentified Flying Ob- jects) eins og þeir eru nú kall- aðir, hafa verið settir í sam- band við vitsmunum gæddar verur utan úr geimnum eem séu að reyna að kikja inn um okkar skráargöt. Sannast sagna eru tiltöiulega vel staðfestar fregnir af þeim farnar að ger- ast tíðar, öllu til skila haldið að maður geti srtaðið í því leng ur að llírista bara höfuðið. Meira að segja virðuleg blöð, sem síðust allra mundu vilja l'áta kenna sig við hindurvitni, hafa rofið sína háæruverðugu þögn. UFO eru eitthvað, þó að það sc fliins vegar alls ekki víst að þeir séu 'heimsóknir utan úr geimnum. Merkilegir hlutir gerast sjaid an eins og búizt er við. Einn þátturinn í mlkilvægi þeirra er einmitt það að þeir gera það ekki. Þess vegna ættu menn ekki að búast við að „visitors from the outer space" gangi fyrir þjóðhöfðingja og taki of- an fyrir gangandi fólki á göt- unni. Lítil mosakló á Mars ætti í rauninni að vera alveg nægi- legur boðskapur um líf úti i geimnum til þess að sannfæra okkur um að við og okkar m’osi séum ekki guðs útvalin ger- semi sem hvergi eigi sinn líka í eervaliri heimsbirtingunni. Það æfcti ekki að þurfa annað til að styrkja gífurlega trú manna á það að einhvers stað- ar handan hinna bláu djúpa séu vitsmunum gæddar verur — þó að þær kunni að vera svo ólikar okkur að þeim svipi meira til „rykskýs sem hugs- ar“, eins og hinn heimsfraegi stjarneðlisfræðingur Fred Hoyle setti í. eina af vísinda- skáldsögum sínum. Með einni einustu mosakló væri isinn brotinn og einangrun lífslns á færðist raunverulega um að það gæti átt von á igesti. Jafnvel þótt það yrðu bara smáir gestir gæti svo farið að mannkynið þyrfti að koma upp sameiginlegum hnattvörninn. Við gætum þurft að vera var- kár þótt við hittum ekki fyr- ir neina „menn“ úti í geimn- um eða „ský sem hugsa". Upp götvun lægri lífsbirtinga gæti eins þjappað mannkyninu sam an þannig að það öðlaðist að þessum hnetti rofin að fullu. Hvaða áhrif mundi slík vitn- eskja hafa, þegar hún væri komin inn í fólk? Fer ekki munurinn á Ástral- íunegra og Islendingi að verða lítill, ef það skyldu vera tiL „ský sem huigsa"? Væri ekki mannkynið komið ofan af sínf hásæti? Margir rithöfundar hafa bent á hve það sé erfifct að fá mannkynið eins og það er í dag — til þess að líta á sjálft sig sem eina heild af því að það er ekkert utanaðkomandi sem þjappi þeirri heild saman. Það hlyti þvi að hafa heillavænleg •áhrif á mannkynið ef það sann minnsta kosti einn sameigin- legan málstað. Ef það fyndist gerlagróður á einhverri plán- etu gæti hann þá ekki, e£ hann bærist til jarðarinnar, orðið hættulegur lífi og heilbrigði manna, dýra og jurta hér? Og getmn við ekki dreiffc banvæn- um áhrifum út í geiminn með spútnikum okkar og geimtík- um? En við hugsum samt enn eins og við séum ein í heiminum. Viff tölum um tunglið eins og það sé gömlu beitarhúsin hans afa og melnlngin sé að fara að hafa þar í seli aftur. Og sama máli virðist gegna um Mars þó aff hann sé dálitlu fjarlægari og örðugri heim að sækja.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.