Alþýðublaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 7
Sunnudags ALÞÝÐBLAÐIÐ -- 27. nóvember 1966 7 1. október 1960 var Nígería lýst sjálfstætt ríki ínnan brezka samveldisins. Þá höfðu átt sér stað umræður og deilur um væntanlega stjórnarskrá ríkisins í heik an áratug, og sú stjómarskrá sem tók gildi á sjálf- stæðisdaginn var sú fjórða sem samin hafði verið á átta árum. Og þessi stjómarskrá varð heldur ekki langlíf. Strax árið 1963 var hún numin úr gildi og ný stjórnarskrá lögleidd, og þremur síðar, í byrjun yfir- standandi árs var gerð stjómarbylting í landinu og stjórnarskráin upphafin. Af þessu sést a'S stjórn Nígeríu hlýtur að vera mörgum vand- kvæðum bundtn. En við nánari atliugun þarf það ekki að koma á óvart, því aS Nígería er að mörgu leyti mjög óeðllleg ríkisheild. Þar búa þjóðir sem eiga mjög ólíka sögu að baki og lifa við mjög mis jafna menningarhefð og eiga lítiö sem ekkert sámeiginlegt að öSru leyti. Það gefur auga leið að mjög erfitt hlýtur að vera að mynda þjóö úr jafnósamstæðum hópum og fyrirfinnast innan landamæra ríkisins. íbúar Nígeríu skiptast í fjöl marga þjóðflokka, sem tala marg vísleg tungumál, og aðhyllast ým isleg trúarbrögð. Þessum þjóð flokkum má þó skipta í höfuð- dráttum niður í þrjár meginþjóð ír: Joruba í vesturhluta landsins Hása- og Fullanimenn í norðurliér unum og Ibo austantil í landinu úti við ströndina. Öllum þessum þjóðum er það framandi hugs um að þær eigi að búa í sömu rík isheild og liinar þjóðirnar, og það er aðeins vegna þess að Bret ar réðu þessu landi öllu á ný- lendutímabiiinu, að þeim er gert að lifa saman á þennan hátt. Land það sem Joruba-þjóðin lifir á, afmarkast af Lagosflóa að sunnan, landmærum Dohomey að vestan og Níger að austan og norðan. Fyrstu Evrópumenn sem komu á þessar slóðir voru Portúgalar ,sem byrjuðu að venja komur sínar þangað á síðari hluta 15 .aldar. Þeir tóku strax upp verzlunarsambönd við lands- menn og voru einir um hituna, þar til 1553, en þá kom fyrsta enska skipið á þessar slóðir. Áhugi Evrópuþjóða á Afríku færðist mjög í vöxt á þessum tíma .Ástæðan var fyrst og fremst aukin eftirspurn eftir þrælum. Portúgalar og Spánverjar hófu að flytja blökkuþræla til Amer íku og með aukinni byggð þar vestra jókst eftirspurnin eftir þessum ódýra vinnkrafti jafnt og þétt. Á fyrri hluta sextándu aldar þyrptust evrópskir kaup menn til Afríku til að krækja sér í skerf af þessari ábatasömu verzl un. Fyrsti Englendingurinn, sem með vissu flutti þræla vestur um haf, var Sir John Hawkins sem ár ið 1562 fór með farm af „lifandi fílabeini" frá Sierra Leone til Haiti, og eftir það tóku Englend ingar síaukinn þátt í þrælaverzl uninni. Áhrif þrælaverzlunarinnar á þjóðlíf í Afríku urðu mjög djúp. Þjóðflokkar þeir, sem næst bjuggu ströndinni, urðu að sjá evrópskum kaupmönnum fyrir sí auknu þrælamagni ,ef þeir ættu að fá í staðinn þann evrópska varning, sem þá munaði sem mest í. Höfðingjar frá strandhéruðun gerðu því tíðar herferðir á nær iiggjandi þorp annarra þjóð- flokka til þess að hernema fólk er þeir gætu síðan selt i þrældóm Sumir höfðingjar gengu jafnvel svo langt að ráðast á samlanda sína í þessu skyni. Á sumum land svæðum voru íbúarnir upprættir með öllu, gamalmenni, sem litið verð var í drepin, en fullfrískir karlmenn, ungar konur og börn flutt niður að ströndinni og höfð þar í hlekkjum, þar til útskipun gat farið fram. Þúsundir manna létu lífið í þessum hrakningum, annað hvort í sjálfum árásunum og nauðungarflutningunum tll strandar eða á leiðinni vestur yf ir hafið, en aðbúnaður þrælanna um borð í flutningaskipunum var mjög slæmur. Þrælasaiarnir tróðu eins mörgum um borð og þeir frekast gátu: allt rými í skip unum var notað til hins ítrasta til þess að farmurinn gæti orð ið sem mestur og þar með ábat inn af kaupíerðinni. Afleiðingin varð þó oftast sú að meira en helmingur þrælanna, sem skipað var um borð í Afríku, komst ekki lífs á leiðarenda, en þrátt fyrir þau áföll var gróði þrælakaup mannanna geysimikill. Eins og fyrr segir kom það í hlut Afríkumanna sjálfra að afia þrælanna, og þess vegna vissu Evrópumcnn mjög lítið um land megin Nígeríu fyi'r en á 19. öld að landkönnunarferðir hvítra manna hófust fyrir alvöru. En all an tímann stóð þrælaverzlunin í miklum þlóma og sá ættbálka ófriður, sem var óhjákvæmileg afleiðing þessara viðskipta. En smám saman fór samvizka manna að vakna gagnvart þessari verzl- un með lifandi fólk, og í byrjun 19. aldar, 1808, bönnuðu Bretar þrælaverzlun , í öllum nýlendum sínum og brezkum skipum var um leið bannað að flytja þræla, þótt fyrir aðra væri. Er þrælaverzlunin hafði verið bönnuð tóku margir kaupmenn upp lögleg viðskipti við Afríku menn, létu þá hafa evrópskan varning fyrir pálmaviðarolíu , pip ar og fílabein. En eftir sem áður urðu Afríkumennirnir sjálfir að sjá um að koma varningi sínum Þrælaverzlun var gerð ólögleg í Bretaveldi 1808 og eftir það reyndu brezk herskip að hafa hendur I hári þrælaskipa. niður til strandarinnar. Það voru aðeins mjög fáir kaupmenn sem áræddu að halda skipum sínum upp eftir ánum inn í landið, og staða þeirra örfáu verzlunar- stöðva sem þar var komið á fót, var mjög ótrygg. Þrælaverzlunin hélt liins vegar áfram, þrátt fyrir bannið. Kosoko konungur í Lagos, hélt uppi um fangsmikilli þrælaverzlun um 18 45, og tók fjarri öllum tilmælum Breta um að láta af þeirri verzl un. 1851 sendu Bretar því her til Lagos og sigruðu konunginn eftir skamma orrustu. Akitoye sem áður hafði verið konungur í Lagos, var nú aftur dubbaður upp í hásætið og 1. janúar 1852 undirritaði hann samning við Breta, þar sem hann lofaði að banna þrælaverzlun en efla í staðinn löglega viðskiptahætti í landinu Þetta var hinn fyrsti fjöl margra samninga, sem smám sam an leiddu til þess að Bretar tóku að öllu stjórn landsins í sínar hendur. Eftir því sem á öldina leið færðu brezkir kaupsýslumenn út kvíarnar. Strax eftir miðja öld ina fóru þeir að halda gufuskip um upp eftir Níger, en áttu fyrst í stað iðulega við a0 stríða fjand samlega íbúa á árbökkunum. Til þess að vernda hagsmuni sína tóku kaupmennirnir þá að gera samninga við höfðingja Afríku mannanna um að þeir fengju að vera í friði, og einnig reyndu þeir með samningagerð við þá að koma í veg fyrir að kaup menn annarra ríkja tækju að venja þangað komúr sínar. Þeg ar Berlínarráðstefnan var haldin 1885 til að fjalla um skiptingu S-Afríku milli stórvelda Evrópu ,höfðu Bretar komið sér svo vel fyrir umhverfis Níger, að ráðstefn an viðurkenndi að þessi lönd skyldu vera brezk verndarsvæði. En brezka ríkisstjórnin hafði hins vegar enga iöngun fyrst í stað til að taka að sér stjórn á þessum löndum. Árið eftir ráð stefnuna, 1886, var Hinu konung lega Níger-verzlunarfélagi þess vegna veitt vald til að ráðskast með landið. Verzlunarfélagið setti landinu lög og réð yfir lögreglu og dómstólum til að framfylgja þessurn lögum, og það hélt stöð ugt áfram samningagerð við inn fædda höfðingja til að færa út yíirráðasvæði sitt. Þótt Níger verzlunarfélagið fengi mikil lönd. náði yfirráða svæði þess ekkj til landa Hésa- manna og Fullananna í norðri Hása -þjóðirnar höfðu sterkt kori ungsríki. Þá strax hafa menn af Fulanakyni tekið að flytjast til Jlásalands, og um langan aldur lifðu þess tvær þjóðir saman í friðsemd og blönduðust á marg. víslegan hátt. En 1804 gerði Oth man dan Fodio, Fulanahöfðingi, sem hafði farið í pílagrímsför til Mekka uppreisn gegn konungi ríkisins, sem auðvitað var Hása maður, og sigrað hann. 1807 var Othman húinn að leggja mestallt Hásaland undir sig. Þetta Fulanaríki blómstraði í nokkra áratugi. Ekki var hróflað við því stjórnarformi, sem Hása menn höfðu tíðkað, en með tím. anum magnaðist óstjórn og upp lausn í ríkinu, þannig að það v^r orðið fremur máttlítið í lok 19. aldar, þegar Breta komu á vett vang. Framhald á 15. síðu. Dr. Nnandi Asikiwe, núverandi forseti Nígeriu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.