Alþýðublaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 14
27. nóvember 1966 -- Sunnudags ALÞÝÐBLAÐI9 fjþróttir Frainliald af 10. síðu. ; leikstjóra í 'hverri grein hópí- þrótta. Skulu þeir sjá um fram- kvæmd keppninnar til loka. Leikstjórar þessir skulu ráðnir í samráði við landsmótsnefnd. E. Starfsíþróttir 1. Lagt á borð og blómaskreyting. 2. Þríþraut. 3. Jurtagreining. 4. Dráttarvélaakstur. 5. Gróðursetning trjáplantna. 6. Búfjárdómar: a) Nautgripadóm- ar b) Hrossadómar. 7. Netahnýting. 8. Beitning úr stokki. Almennt um landsmótið Mótið hefjist með myndarlegri skrúðgöngu íþróttamanna, fram- kvæmdastjóra mótsins og forystu manna héraðssambanda UMFÍ. Lögð verði áherzla á, að kepp- endur mæti í samstæðum íþrótta- búningum og gangi undir merki síns sambands. Mótið sé með sem mestum menn ingarblæ og sem fjölþættast, og sýni þannig störf félaganna í sem rikustum mæli og einkum aust- firzkt félagslíf og héraðs. Leiksýning fari fram og söngur. Efnt verði til kvöldvöku. Vandað sé sém mest til hátíðadagskrár seinni mótsdaginn, svo sem val ræðumanna, guðsþjónustu o. fl. Beri framkvæmdanefnd þessi atriði öll undir stjórnir UMFÍ og UÍA með a.m.k. 3ja mánaða fyrir- vara. Leitazt sé við að gera undir- búning mótsins sem víðtækastan, að það verði sem almennast átak félaganna og verði prófsteinn á starf sem allra flestra einstak- linga og gefi þeim tækifæri til þess að sýna félagslegan þroska og manndóm. No. 2. ,,15. sambandsráðsfundur samþykkir með tilliti til mjög auk ins kostnaðar við útgáfu Skinfaxa, að ársgjald ritsins hækki í kr. 90,00. Verði við það miðað að 4 hefti komi út árlega. Ennfremur að rækilega verði endurskoðað út j gáfu- og dreifingarfyrirkomulag I blaðsins.“ No. 3. 15. sambandsráðsfundur UMFÍ samþykkir að næsta sam- bandsþing UMFÍ verði haldið á Þingvöllum eða nágrenni, fyrstu helgi í september 1967 og verði að nokkru helgað 60 ára afmæli samtakanna." No. 4. „15. sambandsráðsfundur UMFÍ felur sambandsstjórn að vinna áfram að því við fjárveit- j ingarvald ríkisins í samráði við I ÍSÍ, að íþróttasjóður verði efldur og Ungmennafélagi íslands verði veittur fastur tekjustofn í svipuðu formi og veittur var ÍSÍ á sínum tíma.“ No. 5. ,,15. sambandsráðsfundur UMFÍ samþykkir að fela sambands stjórn að gera tilraun með fræðslu námskeið í dómara- og leiðbein- ingastörfum í knattleikjum, starfs íþróttum o. f.l í Bréfaskóla SÍS og ASÍ, svo fljótt sem fjárhags- geta sambandsins ieyfir.“ No. 6. ,,15 sambandsráðsfundur UMFÍ skorar á ríkisstjórn og Al- þingi að hæ'kka framlag til íþrótta.l sjóðs þannig, að áætluð vangoid- in þátttaka sjóðsins greiðist að fullu ó næstu 4-5 árum.“ No. 7. „15 sambandsráðsfundur . UMFÍ skorar á Al'þingi og ríkis- stjórn að efla félagsheimilasjóð svo að honum verði unnt að gegna hlutverki því, er honum var upn- haflega ætlað með lögum frá 1947.“ No. 8. .,15. sambandsráðsfundur UMFÍ beinir þeim tilmælum til hæstv. menntamálaráðherra, að' hann leggi fyrir Alþingi tillögur nefndar er hann skipaði 1963 tii að athuga hag íþróttasjóðs með tilliti til fjárveitinga til íþrótta- mannvirkja." No. 9. ,,15. sambandsráðsfundur UMFÍ haldinn á Sauðárkróki 25. september 1966, beinir þeirri ein- dregnu áskörun til Alþingis og ríkisstjómar, að hraða sem mest framkvæmdum við byggingar í- þróttakennaraskóla íslands, svo að skólanum verði hið fyrsta gert mögulegt að veita skólavist þeim. er þar vilja stunda nám, enda tel- ur fundurinn, að skortur á íþrótta kennurum og leiðbeinendum á sviði félagsmála standi frjálsu starfi út um landið mjög fyrir þrifum." No. 10. ,,15. sambandsráðsfund- ur UMFÍ samþykkir fyrir sitt leyti að stofnað verði til samvinnu- nefndar UMFÍ og ÍSÍ, sem í séu formenn hvors sambands og full- trúi hvors þeirra, er stjórnir sam- takanna tilnefni.“ No. 11. ,,15. sambandsráðsfund- ur UMFÍ telur eðlilegt, að héraðs- samböndin og einstök félög leysi hin ýmsu verkefni æskulýðsmála í virku sjálfstæðu félagsstarfi á- hugamanna en þau séu ekki í æ ríkara mæli fengin í hendur opin- berum eða hálfopinberum nefnd- um.“ No. 12. „Sambandsráðsfundur UMFÍ 1966 samþykkir að kjósa 5 manna milliþinganefnd, er skili áliti sínu á næsta þingi UMFÍ. Hlutverk nefndarinnar verði að gera athuganir á stöðu og hlut- verki ungmennafélaganna í ís- lenzku nútíma þjóðfélagi og gera tillögur um starfsemi UMFÍ í ná- inni framtíð." b-liður: í nefnd samkvæmt till. nr. 12. voru kjörnir: Aðalmenn: Valdimar Óskarsson, Kristján Ing ólfsson, Óskar Ágústsson, Jóhann- es Sigmundsson, Guðmundur Sig- urðsson. Varamenn: Magnús Stef- ánsson, Sveinn Jónsson, Snorri Þorsteinsson, Stetfán Jasí^iarson :og Úlfar Ármannsson. No. 13. „Sambandsriaðsíundur UMFÍ 1966 felur stjórninni að vinna að því, að gefið verði út frí- merki í tilefni af 60 ára afmæli hreyfingarinnar og jafnframt að athuga möguleika á slíkri útgáfu í framtíðinni í sambandi við lands- mót UMFÍ.“ No. 14. „Sambandsráðsfundur- inn þakkar milliþinganefnd í Þrastaskógarmálinu starf og álit og telur rétt, að nefndin leggi fyr- ir næsta sambanddþing tillögur sinar á grundvelli ábendinga þeirra, er hún nú hefur lagt fyrir fundinn, Lögð verði áherzla á, að ljúka í- þróttavallargerð sem fyrst. Verði þess gætt að framkvæmdir í Þrastaskógi fari ekki í bága við hina miklu uppbyggingarþörf ein- stakra félaga og héraðssam- banda.“ Bréf að austan Framhald af bls. 11 þær fréttir augum, sem vesa lings blaðamennirnir eru látn ir skrifa í blöðin, detta mér í þessi frægu orð í liug. „Það var hringt frá Siglufirði í morgun“. En svo ég fari að segja fréttir eins og kerlingin, þá hringdi ég til Reykjavíkur í gær. Ég fékk samband við Skólavörubúðina og það meðal annars um að senda mér lítið kennslutæki, sem er mjög hentugt handa yngstu skólabörnunum. Ég fékk. það svar, að Skólavörubúðin, sem reynir að hafa ódýrar vör ur á boðstólum, gæti ekki haj.t þetta tæki til sölu, þar sem það væri tollað sem leikfang. Segi menn svo, að tollyfir- völd vor séu sneydd hinum fína húmor, sem alltaf er verið að tala um að okkur íslendinga skorti. Þá hef ég þetta ekki lengra að sinni og kveð þig með virkt um. Sigurður Ó. Pálsson. Smásagan Framhald at 0. síðu. sólarinnar með höfuðfí hátt og beinn í baki. — Guð veri með þér Jussuf. Þótt hann heyrði sjálfur smell inn, þegar liann dró riffilinn upp vissi Jussuf ekki af því. Yfirlög regluþjónninn lyíti upp rifflinum og mðaði beint í bakið á mannin um, sem fjarlægðis hægt og hægt. — Skotinn við tilraun til að flýja, tuldraði hann um leið og hann hleypti af. — Friður sé me’ð þér. Alda Snæhólm- JFramhald af 2. siðn. varðveitzt í jörð. Það er gizkað á að þau geti jafnvel verið meira en tvö þúsund ára, og það er ör- uggt, að þau eru að minnsta kosti 500 ára. Þau eru ákaflega merki- leg menningarlega séð, þau eru brennd á sérstakan hátt og ekki er vitað með vissu, hvernig það hefur verið gert. Indíánamir liafa týnt þeirri kunnáttu niður. Leir- kerin þeirra nú eru ekki brennd, heldur þurrkuð í sólinni. Frú) Alda Snæhólm og maður hennar, Hermann Einarsson, fiski fræðingur, sem vinnur á veigum Sameinuðu þjóðanna, hafa dvalizt. fimm !ár í Perú og þau hafa sjálf grafif^ upp sum leirkerin, sem þau eiga. Flestar myndirnar hef- ur Alda málað í Perú, en einnig nokkrar í Róm, en þar dvöldust þau í fyrra. Þar stundaði hún nám í tréskurði. Á sýningunni eru eins og fyrr segir 40 myndir, 'hér um bil allar málaðar á síðustu tveim árum, og eru flestar myndirnar til sölu. FRAMIÍÐIN BYRJAR í DAG Vér óskum að ráða tvo menn til starfa við viðgerðarþjón- ustu IBM rafritvéla. Engra sérstakra prófa er krafist, en menn, sem áður hafa unnið hverskonar viðgerðarstörf, og/eða hafa undirstöðu- menntun í rafmagnsfræðum, ganga fyrir öðrum. Viðkomandi skulu vera á aldrinu 20-27 ára, liafa lokið skyldunámi, og hafa nokkra enskukunnáttu. Háttvísi, snyrti- mennska og reglusemi eru einnig skilyrði, þar sem vér leggjum áherzlu á að gefa viðskiptavinum vorum fyrsta flokks þjónustu. Þeir sem ráðnir verða munu fá fullkomna þjálfun í viðgerð um og viöhaldi IBM rafritvéla, á fullu kaupi. Ef þér hafið áliuga fyrir góðri framtíöaratvinnu, og teljið yður uppfylla ofannefnd skilyrði, þá látið ekki dragast að leggja inn umsókn. Upplýsingar verða ekki gefnar í síma, en umsóknareyðu- blöð fást á skrifstofu vorri. IBM á íslandi Ottó A. Michelsen KLAPPARSTÍG 25-27, Pósthólf 377. ÚTBOÐ Tilboð óskast um sölu á tveim stórum rafdrifn um hurðum fyrir byggingu Þvottastöðvar S.V.R. Útboðsgagna má vitja í skrifstofu vora Vonar- stræti 8, gegn 500 króna skilatryggingu- Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Bróöir okkar Kristinn Stefánsson, skipstjóri, Bergþórugötu 33, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. nóv. kl. 1.30. Systkinin. H "■'m Hjartkær faðir okkar Steindór H. Einarsson, er lézt 22. nóv. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 29. nóv. kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast liins látna er bent á líknastofnanir. Börn hins látna. ÁBYRGÐ Á HÚSGÖGNUM Athugið, að merki þetta sé á húsgögnum, sem ábyrgðarskírteini fylgir. Kaupið vönduð húsgögn. [02542 FRAMLEIÐANDI í : NO. HÚSGAGNAMEISTARA FÉLAGI 'REVKJAVÍKUR H j HÚSGAGNAMEISTARAFÉLAG REYKJAVÍKUR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.