Alþýðublaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 5
Sunnudags ALÞÝBBLAÐIÐ -- 27. nóvember 1966 5 <$u*t/u&cáiQr ÍMKIMI) Kitstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnar- fulltrúi: Eiður Guðnason. Ritstjóri Sunnudagsblaðs: Kristján Bersi Ólafsson. — Símar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906. Aðsetur Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Áskrifíartgj. kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið, GÓÐ VÍGSTADA VÍGSTAÐA Alþýðuflokksins í kom- andi alþingiskosningum er góð, sagði Emil Jónsson, er hann setti 31. þing flokksins í fyrradag. Taldi hann, að leið ir að markmiðum jafnaðarstefnunnar væru nú fleiri og greiðari en áður. Al- þýðuflokkurinn vildi ná markmiði sínu með því að fara leið velferðarríkis og leið aukinnar framleiðslu í blönduðu hagkerfi, þar sem efnahagslífið væri undir yfirstjórn almannavaldsins og starfaði í þágu heiJdarinnar. Emil ræddi nokkuð um viðhor'f jafn- aðarmanna til samstarfs við aðra flokka í tilefni af því, að núverandi stjórnar- samstarf er orðið lengra en áður hefur tíðkazt í íslenzkum þjóðmálum. Benti Emil á, að Alþýðuflokkurmn hefði fyrir fjórum áratugum hafið samstarf við Framsóknarflokkinn og hefði síðan starfað með hinum þingflokkunum í ríkisstjórn. Taldi Emil, að ekki væru líkur á að einn flokkur fengi meirihluta hér á landi á næstunni, og yrði því að koma til samsteypustjórnir. Alþýðu- flokkurinn mundi hvað snertir sam- vinnu við aðra flokka velja og hafna fordómalaust og láta málefnin ráða. Alþýðuflokkurinn hefur jafnan þokað fram einhverjum af helztu stefnumál- um sínum, er hann hefur átt stjórnar samstarf við aðra flokka- í núverandi ríkisstjórn hafa ýms slík mál náð fram að ganga og minnti Emil í ræðu sinni sér staklega á tvö. Annað er launajafnrétti kvenna við karla, en það verður algert nú um næstu áramót, og er markinu nú brátt náð. Annað veigamikið mál er undirbúningur að lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn. Hefur ríkisstjórnin fylgzt vandlega með reynslu hinna Norður- landanna á þessu sviði og er nú unnið að málinu hér, en það er eitt hið um- fangsmesta, sem fram hefur komið á sviði félagsmála. Allir flokkar vilja eigna sér sum þeirra mála, sem sprottin eru af rótum jafnaðarstefnunnar og flutt hafa verið af Alþýðuflokknum. Þó hefur reynslan sýnt, að hinir flokkarnir hafa takmark aðan áhuga, er þeir sitja í ráðuneytum og verða að fórna einhverju fyrir þessi mál. Þá vill verða minna úr fögru orð- unum, nema þegar Alþýðuflokkurinn er til staðar til að fylgja þeim eftir. Þannig er reynslan varðandi trygginga málin, hagsmuni þeirra landsmanna, sem standa höllum fæti í lífsbaráttunni Stúdentafélag Reykjavíkur , Stofnað 1871. FULLVELDISFAGNAÐUR Stúdentafélags Reykjavíkur veröur haldinn í Súlnasal Ilót- el Sögu miðvikudaginn 30. nóvember n.k. — Húsið verður opnað klukkan 19.00, en fagnaðurinn hefst me® borð stundvíslega kl. 19.30. RÆÐA: Barði Friðriksson, hdl. SÖNGUR: Stúdentakórinn. Stjórnandi: Jón Þórar- insson. GAaiANÞÁTTUR: Ómar Ragnarsson. JAZZ-BALLETT: Bára Magnúsdóttir o. fl. DANS til kl. 2. Aðgöngumiðar verða seldir í anddyri Súlnasals Hótel Sögu á mánudag kl. 5-7 og þriðjudag kl. 6-8. Borðpantanir á sama stað og tíma. Samkvæmisklæðnaður. [ STJÓRNIN. Kópavogur Blaðburðarbörn óskast til þess að bera út bláð ið í vesturbæinn. Upplýsingar í síma 40753- Hafnarfjörður! Auglýst er eftir kvenmanni til starfa við heim ilishjálp, í viðlögum, samkvæmt reglugerð nr. 19 — 1962. Nánari upplýsingar eru veittar á Bæjarskrif- stofunni. Bæjarstjórnin Hafnarfirði. Benedikt Gröndal, alþing- ismaður, ritar meðfylgj- andi grein um sjónvarpið : S’ fBp' og væntanlega eflingu * - lÉL 9 þess. ÍTn um staðnæmdist útvarpsráð sl. sumar við sex daga dag- skrá, og er það áform óbreytt. Að sjálfsögðu þýðir þetta ekki að sjónvarpað verði sex sinnum í viku dagskrám nákvæmlega eins og þeim, sem undanfarið hafa verið sendar út. íslenzka efn ið verður ekki miklu meira en 'það er, nema fréttir, þar eð fjár- ráð, starfsmannafjöldi og önnur aðstaða sníða því þröngan stakk Starfsmenn sjónvarpsins hafa sýnt kunnáttu, hugmyndaflug og dugnað við íslenzka dagskrár gerð, en um stórfellda aukningu hennar getur því miður ekki ver ið að ræða fyrst um sinn. Hins vegar mun erlendum dag skrám með íslenzkum textum fjölga verulega, og ætti þar að koma fram miklu meiri fjöl- breytni en hingað til. Hætt er við að einhverjir geti orðið leið ir á Steinaldarmönnunum eða Dýrlingnum, þótt góðir séu, og þyki betra að geta valið um. Fyrir þá, sem vilja veigameira menningarefni gæti til dæmis komið stórbrotin Shakespeare- sería frá BBC eða elikrit frá Norð urlöndum. Hugsanlegar eru fram haldssögur eins og Peyton Place og skémmtiefni er nær óþrjót andi að ekki sé minnzt á fræðslu- þætti um náttúru, fjarlæg lönd, fræga sögulega atburði og s.frv. Enda þótt f ólki f innist í dag ,að nóg sé að hafa sjónvarpið tvö kvöld í viku, mun sú skoðun án efa breytast. Þá verður unnt að velja og hafna úr einhverju á degi hverjum, fólk hættir að sitja við tækin og sjónvarp ið hefur ekki líkt því eins mik il áhrif á félagslíf og það gerir meðan það er nýtt af nálinni. (SLENZKT sjónvarp hefði byrj að fyrir mörgum árum, ef hugsanlegt hefði verið að fá leyfi fyrir lítilli tilraunastöð í Reykja vík. En það er vilji þjóðarinnar að þessi nýja tækni verði sem fyrst fyrir alla landsmenn, og því var ekki hafizt handa, fyrr en unnt var að gera áætlun um dreif ingu sjónvarps um allt landið og von um að ráða við þær fram kvæmdir. Sjónvarpsgeislinn fer eins og ljósgeisli nálega í beina línu og skilur eftir sig skugga. Þess vegna er mjög erfitt að dreifa sjónvarpsendingum um fjöllött land eins og ísland. Er ekki fyr irsjáanlegt, að tæknin muni breyta þeim staðreyndum í ná inni framtíð. Hornsteinn dreifingarkerfis' sjónvarpsins um landið verður stöð á Skálafelli, þar sem Land síminn hefur þegar reist miðstöð fyrir þráðlausa símakerfið, Það an á myndin meðal annars að berast alla leið að Björgum í Hörgárdal — yfir fjöll og firn indi. Erlendir sérfræðingar eru yfirleitt vantrúaðir á, að þetta sé hugsanlegt, en VerkA-æðingar Landssímans telja það víst eftir reynslu af þráðlausa símanum. Er mikið í húfi, að þeir hafi rétt fyrir sér. Frá smástöð á Björgum fer myndin upp á Vaðlaheiði, þar sem önnur stór stöð (5 kw) verð ur reist. Sú stöð sendir yfir Akur eyrar svæðið, en einnig austur yfir Þingeyjarsýslur og alla leið til Fjarðarheiðar, þar sem aðal stöð Austurlands á að vera. Þá verður stór stöð í Stykkishólmi undirstaða dreifingar um Breiða fjörð og til Vestfjarða. Stöð í Vestmannaeyjum mun sjá um mestallt Suðurland. Út frá þessum aðalstöðvum verður fjöldi lítilla stöðva. Er sýnilega rétt að stefna að þeim fyrsta áfanga að koma upp stóru stöðvunum og koma sjónvarpi þannig sem fyrst í alla lands- hluta. Nú er vitað, að væntanlegar tekjur sjónvarpsins muni ekki duga nema fyrir tveim stórum stöðvum og nokkrum litlum næstu tvö ár. Vaknar þá sú spurn ing, Ihvort ekki sé hugsanlegt að talca lán til að geta reist stóru stöðvarnar allar nálega samtímis og boðið þær út i ehiu lagi. Hafa þegar heyrzt um þetta tillögur og er horfur á að slík stefna muni eiga miklu fylgi að fagna. Ekki er hér um svo mikía lán töku að ræða, að það geti talizt stórátak á nútíma mælikvarða. Þetta þarf ríkisstjórnini að 1 huga vandlega og gera sér þá grein fyrir, hversu þýðingarmik ið miðlunartæki þjóðin er að eignast. Miklu máli skiptir, að þetta tæki verði notað vel og það látið sameina þjóðina en ekki aiika á sundrung hennar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.