Alþýðublaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 13
Sunnudags ALÞÝÐBLAQIÐ -- 27. nóvember 1966 13 n • —S SímJ 50184. Hver liggur í gröf minnð? Mjög spennandi amerísk stór- mynd. Framhaldssaga Morgun- blaðsins. ÍSLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. NJOSNSR^PI _______DOMINIQUE TEXriS BOSCHERO Sérlega spennandi og við- burðarík ný, ensk-frönsk njósna mynd í litum og CinemaCsope. Ein af þeim allra beztu. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7. — Geimferð Munhausea — Gamanmyndin fræga um mesta lygalaup allra tíma. Sýnd kl. 5. - Roy kemur til hjálpar - Sýnd kl. 3. Leðurbfakan Ný söngva- og gamanmynd í lit um Marika Rökk Peter Alexander. Sýnd kl. 7 ogr 9 - Pétur verður skáti - Sýnd kl. 3 og 5. Vikurplötur Einangrunarplast Seljum allar gerðir af pússningasandi heim fluttum og blásnum inn. Þurrkaðar vikurplötur og einangrunarplast Sandsalan við Elliðavog s.f- Elliðavogi 115. — Sími 30129. Brauðhúsið Laugavegi 12< SMURT BRAUÐ SNITTTtp BRAUBTERTUB SÍMi Þýzk sálumessa Brahms Með þýzkri sálumessu lilotnaðist Brahms almenn vi'ðurkenning í Evrópu sem tónskáld. Hann hóf feril sinn sem píanóleikari og samdi stór píanóverk, þar á meðal píanó konsert í d-moll, sem var hrópaður niður í frumflutningi. Schumann hafði þó hrósað Brahms og vingazt við hann. Brahms var líka í talsverðu áliti sem söngstjóri. Þeim sem heyrðu til hans og vit höfðu á tónlist ouldist ekki, að hér var tónsnillingur á ferð Eftir hneykslið við d-moll konsertinn í Leipzig 1859. helgaði hann sig um sinn ein ungis stofutónlist. Árið 1856 lézt lærifaðir og trúnaðarvinur hans, Robert Schumann og ári síðar tekur Brahms aftur til við hæga kaflann í d-moll konsertinum (sem upphaflega var ætlaður symfóníu) og endursamdi hann og gerði að kórverki með texta úr fyrsta bréfi Péturs postula. Denn alles Fleisch es ist wie Gras (Allt hold er mold.) Árið 1861 lýkur hann við samningu kantötu í fjórum þáttum í lík ingu við kantötur Sebastians Bachs, sem hann dáði mjög. Ekki er hægt að fullyrða að sálumessan eigi rætur sínar að rekja beint til dauða Sehumanns, þótt líklegt sé, að sorg Brahms og liugleiðingar um, hvað trúleysingja biðj liandan dauðans, liggi að baki hinu myrka og sorgþrungna sambandi í upphafi annars kaflans. Enn ber þess að geta, að móðir hans deyr í febrúar 1865 og víst er að sá atburður hneigði huga hans og að þessu efni. Hann mótmælti því síð ar, að sálumessan hefði sprottið af nein um sérstökum atvikum, heldur hafi hann liaft „ailt mannkynið í huga.“ Andlát móður hans hafði samt svo djúp áhrif á hann, að hann undi hvergi lengi á sama stað. Á hljómleikaferðum til Vinar Baden-Baden og Karlsruhe sannfærðist Brahms um það, sem stendur í sjötta kafla sálumessunnar ,að „enginn á sér samastað". Á þessu tímabili var ,messan‘ að þróast innra með honum og hann lauk við hana sum arið 1866, er hann dvaldist í Zúricherberg í Sviss. Karl Geiringer lætur að þvf liggja, að hið dásamlega útsýni til jöklanna og fagurblárra vatna endurspegiist í tónlist inni, einkum í sjötta kaflanum og þeim fjórða. Verkið, sem áður var fjórir kaflar, var nú í sex þáttum. Hin undirfagra sópransóló með kórnum Ihr habt nur Traurigheit (Yð ar er aðeins sorgin) er bætt við síðar. Eins og nú var komið var sálumessan mörkuð drunga og dapurleik, einsöngvarinn aðeins einn baritone. Aðeins þrír fyrstu kaflarnir voru fluttir undir stjórn Johanns von Her beek í Vín fyrsta desember 1867 á vegum Tónlistarféiagsins. Þeim var fálega tekið, menn fussuðu, einkum vegna þess, hve hátt lét í pákunum á fúgunni í þriðja þætti (Der Gerechten Seelen) Sálir hinna réttlátu), að þær drekktu öðrum hljómum. Brahms end urskoðaði þennan kafla fyrir hinn opinbera frumflutning verksins í dómkirkjunni í Bremen, þar sem hann stjórnaði sjálfur 10. apríl 1868. Brahms batt ekki miklar vonir við þessa tónleika. „Requiemið mitt er nokkuð erfitt og Bremenbúar fara ekki eins auðveldlega upp á háa A eins og Vínarbú ar“, sagði hann. Mikil hrifning ríkti þó á tónleikunum. Allir vinir hans voru viðstadd ir faðir tónskáldsins vakti þó undrun aðdá -endanna með því að láta sér fátt um finn ast og er hann var spurður álits, fékk hann sér í nefið og svaraði „Það fór ekki illa af stað.“ Brahms sjálfum fannst, að þrátt fyrir hið Ijóðræna innskot fjórða kaflans, vant aði verkið eitthvað á í innileik ,því samdi hann „Ihir habt nur Taurikeit", til minn- ingar um móður sína. í sinni endanlegu gjörð áttu sálumessan miklum vinsældum að fagna og var oft leikin. Sálumessan er ekki samin í hinum hefð bundna kirkjulega stfl. Brahms var ekki trúaður maður í venjulegum skilningi, all ar líkur benda til þess, að hann hafi alls ekki verið kristinn. Það er t.d. varla til- viljun, að Kristur er ekki nefndur á nafn i öllu verkinu. Þó er augljóst, hve mikla huggun hann hefur sótt í lestur Ritningar innar. Mikill hluti tónlistarinnar er dapur og þunglyndislegur, en hverjum kafla lýk ur með bjartsýni. Verkið nær hámarki sínu með lofgjörð til guðs og í upphafi þriðja þáttar lætur hann skaparann segja sér „að lífið hljóti enda að taka“. Hvorki hér né annars staðar í verkinu eru neinar harma tölur raktar né bænir beðnar fyrir sálum liinna dauðu. Þvert á móti er um að ræða huggunarorð til þeirra sem lifa, von um, að enginn þurfi að kvíða dauðanum. Höfuð þáttur hinnar kaþólsku sálumessu er Dies Irae (Dagur reiðinnar), dómsdagur, þegar allir verðir af guði mældir og vegnir. Hann fellur ekki undir hugmyndir þýzkrar sálu messu um endalokin. Að vísu heyrist þar lúðraþytur (í básúnum) en ekki aðskilnað ur sauða og hafra né harmagrátur og gnístr an tanna. Dauði líkamans var Brahms næg lega viss og nógu mikið hryggðarefni til að semja þetta verk — og okkur nægileg á- stæða til að hlusta á það. Reqiemið er ætlað fyrir meðalstóra hljómsveit að viðbættu piccaloi og hörpu. Ætla mætti að meistari kontrapunktsins hefði notað tvöfaldan kór eða að minnsta kosti fimm raddir, en kórinn er aðeins fjórar raddir. Nú hefur mönnum gefizt kostur á að heyra Symfóníuhljómsveit íslands með söngvurunum Hönnu Bjarnadóttur og Gqð mundi Jónssyni ásamt Fílharmóníukórnum undir stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar ílytja þetta verk.. En þeir, sem aðgang hafa að grammófóni geta enn notið þess og kynnzt hetur í a.m.k. þrem hljómplötuút- gáfum: Frá Columbia í flutningi Elizabetar Schwarzkopf og Dietrich Ficher-Dieskau, Philharmóníukórnum og Philharmóníu- hljómsveitinni undir stjórn Ottó Klemper ers og fá Deuasche Gramt- #>phon með Gundulu Janowitz og Eberhard Waechter, Wiener Singvein og Berliner Philharmon- iker undir stjórn Herbert von Karajans. Ennfremur syngja Elisabet Grúmmer og Di etrich Fischer-Dieskau og St. Hedvigsdóm kirkjukórinn með undirleik Berlínar Phil harmóníuhljómsveitarinnar undir stjórn Rudolfs Kempe á plötum frá Electrola (His Masters Voice). — G.P. Ný sending hollenzkar RÚSKINNSKÁPUR eru komnar. Einnig hollenzkar TERYLENE KÁPUR með kuldafóðri og enskir nælon PELSAR með loðkrögum. Kápu- og dömubúðin Laugavegi 46. Auglýsiö í Alþýðublððinui

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.