Alþýðublaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 16
Hljómsveitarstjórinn
Það er líkt og' felllbylur fari
um frakkalöfin stjórnandans og makka;
hárið þyrlast þvers og krnss um skallann
og þeytist sífellt ennis milli og hnakka.
Kór og hljómsveit reka upp miklar rokur,
er reiðir hann upp prikið sitt og heggrur
svo ótt með því að ótal hendur sýnast
í einu á lofti og rok um salinn Ieggrur.
Og til þess að hann staöizt fái storminn
stendur hann í vari bak við grindur,
þvi fárviðrið er ekki bara hið ytra;
í honum er líka mikill vindur.
SÍRA SIGMUNDUR.
Orðabók háðskólans
ALÞÝÐUSAM8AND: Sel frá Selárdal.
ALÞÝÐUSAMBANDSÞING: Samkoma þar sem ekkert gerist nema í
fundarhléum.
HAFMEY: Ekki nógur fiskur til a5 steikja og ekki nóg kona til aS
elska.
NÁTTÚRUNAFNAKENNING: Hugmyndaflug.
ÚRVALSLIÐ: Misritun fyrir ÖRKASTSLIÐ.
Breytileg átt og hægviðri
daga. í Þýzkalandi skall á kulda
næðingur frá hægri, og í Dan
mörku gerði strekking frá vinstri
og er svo að sjá að hvort tveggja
hafi komið jafnmikiö á óvart og
margir kunna báðu heldur illa
því að í pólitíkinni eins og fleiru
er vinsælasta veðráttan breytileg
átt og hægviðri.
Breytileg átt og hægviðri virð-
ist hafa verið ríkjandi veðurlag
á alþýðusambandsþingi því sem
nú er nýlokið, að minnsta kosti
breytileg átt. Er helzt að skilja
af frétt.um af þinginu, að þar hafi
vindkviðum slegið sitt á hvað, svo
að stundum hafi menn samein
ast í eina breiðfylkingu, en þess
á milli hafi þeir dreifzt í and
stæðar fylkingar. Og útkoman
varð auðvitað sú ,að þar ríkti sam
staða að vissu marki, en þó ekki
samstaða að öllu leyti, og hinn
breiði grundvöllur, sem menn
voru að gera sig breiða með, varð
ekki eins breiður og til stóð og þó
kannski breiðari en stundum áð
ur; grundvöllurinn varð sem sagt
misbreiður.
En hvað sem breiddinni líður,
þá eru allir sammála um að al
þýðusamtökin séu og eigi að vera
sterk. Styrkleiki er nefnilega eig
inleiki, sem mikið er lagt upp úr
nú á dögum. Menn vilja fá sterk
ar endurvarpsstöðvar fyrir sjón
varp, sterkt benzín og sterkan
bjór. Sterka benzínið hefur verið
alveg ófáanlegt hér til þessa, en
kvað vera á næsta leiti, en hins
vegar bólar ekkert á sterka bjórn
um.enda hefur allt flotið hér af
honum um margra ára skeið.
Og það er fleira sem flýtur.
Vestur í Háskóla er nú á hverj
um hvíldardegi verið að boða
kenningar, sem sumum finnst að
fljóti dálítið eða svífi jafnvel í
lau*u lofti. Sá málatilbúnaður
virðist stefna í þá átt að sanna
að hingað til lands hafi eiginlega
aldrei komið neinir menn, sagnir
um það séu raunverulega tilbún
ingur gerður til að skýra örnefni
sem voru hætt að skiljast. Af
þessu hlýtur þá auðvitað að leiða
að öll íslandssagan sé blekking
og lygasaga, enda hefur ihún líka
satt að segja stundum verið dá
lítið lygileg.
Sá spaki
SGQÍi...
Hamiibal sagð'i í
sjónvarpinu ætla að
sækja styrk í búskap-
inn. En aðrir bændur
sækija hins vegar
styrk í ríkiskassann!
Skopmynd
vikunnar
Bandaríkin hafa' nú
fallizt á að sérstök
nefnd fjalli um aðild
Kína aS Sameinuðu
þjóðunum. Af því til
efni birtist þessi mynd
nýlega í brezka stór
blaðinu The Guardian,
og er textinn með
myndinni á þessa leið:
„Jú annars, kannski
að hann sé til“.
Veðráttan hefur
verið þannig
liðna viku, að ó
gerlegt hefur
verið að segja
fyrir að morgni
hvernig veðrið
yrði að kvöldi.
Þótt menn hafi
búið sig út í hörkufrosti snemma
morguns, farið í kuldaúlpur og
sett upp loðhúfur, hefur stund
um verið komin ausandi rigning
og frostleysa upp úr hádeginu og
snjókoma þegar líður á nóttina
þannig að vilji menn vera klædd
ir í samræmi við veðrið allan
daginn hafa þeir þurft að taka
með sér fataskápinn í vinnuna.
Veðrabrigði hafa líka orðið í
útlöndum, en þar hafa farið fram
hörkukosningar í tveimur ná
grannalöndum okkar undanfarna
Frétta-
yfirlit
vikunnar
JaMAeu&er IMIX