Alþýðublaðið - 29.11.1966, Page 3

Alþýðublaðið - 29.11.1966, Page 3
HINN NÝI ambassador Tékkóslóvakíu lierra Frantis :k Malik, afhenti í dag forseta íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, að' viðstödd um utaiiríkisráðherra. RÚSSAR KAUPA AF OKKUR 40 ÞÚS. 1UNNUR AF SlLD Samningar voru undirritaðir í gær um sölu á fjörutíu þúsund tunnum af síld til Sovétríkjanna, en samningaviðræður um síldar- sölu þangað hafa sem kunnugt er lengi verið á döfinni. Blaðinu barst í gær svohljóð- andi fréttatilkynning frá Síldarút vegsnefnd: „í dag voru undirrit- aðir samningar um sölu á 40.000 tunnum af síld til Sovétríkjanna, þar af er helmingur saltsíld og helmingur kryddsíld. Síld sú sem seld hefur verið, er aðallega haust- og vetrarsíld, en búizt er við að aðalmagnið verði verkað í desembermánuði." Af þessu tilefni sneri Alþýðu blaðið sér í gær til Erlends Þor- steinssonar formanns Síldarút- vegsnefndar og innti hann nánari frétta af þessum samningum. Erlendur sagðist fagna því, að samningar hefðu nú tekizt við Sovétríkin um kaup á síld, eftir um það bil eins og hálfs árs hlé. í þessum samningum, sagði liann, að ráð yrði gert fyrir ven.iulegum skilmálum um stærð og gæði síld arinnar og verðið er iviðunanlegt. Erlendur gat þess aá lokum, að þegar dr. Oddur Guðjónsson var í Moskvu nýlega vegna olíusamn inga, þá hefði honufn tekizt að koma af stað verðsamningum í Framhald á 15. síðu. Stórkostlegt svikamál? Rvík. — OTJ. HIMINHÁÁR upphæðir eru nefnd ar í sambandi við rannsókn svika máls þess sem danska rannsóknar lögreglan er að kanna hér í sam vinnu við hina íslenzku kollega sína. Hins vegar verjast þessir aðilar allra frétta og segja málið vera á byrjunarstigi. Samkvæmt þeim upplýsingum sem tekizt hef ur að afla mun forstjóri Hoved- stadens Möbelfabrik, grunaður um að hafa kveikt í húsi fyrirtækisins til þess að eyðileggja bókhald og skýrslur þess, sem hefur sannað á hann ýmiskonar misferli. Því er einnig haldið fram að íslenzkir aðilar séu viðriðnir þetta mál. En meðan lögreglan neitar að gefa upplýsingar er ekkert hægt að fullyrða — og sögusagn irnar verða að nægja. MMMWWMMMWMWMWMWHMMWWVmwwmmmwmMWWMWMWWMMWVMW Vegir ófærir og símalínur slitnar Rvik, — OÓ. Stórhríð geisaði á Norður- og Austurlandi um helgina og olli víða skaða. Vegir teDptust og símalínur slitnuðu. Unnið var í allan gærdag við að ryðja vegi og koma á símasambandi við svæði sem sambandslaus urðu. Veðrinu slotaði í gær- morgun en umferð llá að mestu niðri á fyrrgreindu svæði vegna fannfergis. Verst var veðrið í Grímsey. Þar komst vindhraði upp í 11 stig og frostið var 9 gráður. Á Akureyri fór fólk varla út úr húsum þegar verst lét. Skip lögðu þar frá bryggju og lágu á Pollinum. Erfitt hefur verið að fá fregnir af sköðum vegna veðursins vegna símasambands leysis. Á Húsavik rak tvær trill ur á land. Á Seyðisfirði urðu nokkrar skemmdir vegna veð- urs og eins víða í Eyjafirði. Togarinn Ilrímbakur, sem lá á Framhald á 15. síffu. MHmUMtWVmMWAtMWHHIMMVMMMMMmHVtWUMMMHMMMIVWMHMMHmWVMM Margar fágætar bækur á uppboði 1 Sigurður Benediktsson heldur bókauppboð í Þjóðleikhúskjallar- anum i dag. Sjaldan hafa verið jafnmargar fágætar bækur á einu uppboði og að þessu sinni, en bæk urnar eru allar úr safni þjóðkunns bókasafnara, en hann vill ekki ■liáta nafns síns getið í sambándi við uppboðið. Næsta bókauppboð Sigurðai- verður um miðjan næsta mánuð og verða þá einnig seldar bækur úr sama safni. Svo margar fágætar bækur eru á þessu uppboði að ógjörningur er að telja þær allar upp, en hér skulu gefin nokkur sýnishorn. Geta má þess að alls eru 167 núm- er á uppboðsskrá,- Safn til sögu íslands 1.—6. bindi. Fundation for det Arna-Magnæanske Legat, K- höfn 1813. Islands Opkomst eftir Pál Vídalín, Soröe 1786. Norður- fari. Livserindringer eftir Barden fleth, Khöfn 1890. Ökonomisk Reise igjenem Island eftir Olavius Khöfn 1780. Sunnanfari. Fimm af iritum Magnúsar StepbensenS. Feðgaævir Boga Benediktssonar. Eftir Þoirvald orarenjsen eru eftirtaldar bækur: Ferðabók 1 — 4, Lýsing íslands 1 —4 og Landfræði- saga íslands 1—4. Þá eru á upp- boðinu Útilegumennirnir eftir Matthías Jotíhumsson, gefnir út í Reykjavík 1864. Búnáðarrit Suð- uramtsins, Viðey 1839 — 1843. Om Nordens gamle Diktekonst eftir Jón Ólafsson, Khöfn 1786, en höf- undurinn var bróðir Eggerts Ól- afssonar. Series regum Daniae eft ir Þormóð Torfason, Khöfn 1702. Geta má þess að á næsta upp- boði verða seldar bækur úr sama safni, eins og fyrr er sagt eru Fór heila veltu Rvik. — ÓTJ. LÖGREGLUÞJÓNN brákaðist á hrygg sl. laugardag þegar Volks wagenbifreið sem hann ók fór út af Ilafnarfjarðarveginum og heila veltu. Kastaðist ökumaðurinn út úr bifreiðinni sem hann var í. Hann mun hafa misst stjórn á farartækinu vegna hálku. einnig margar mjög fágætar bæk- ur. Meðal þeirra nokkrar bækur prentaðar í Skálholti. t, . , Peningaskápur- inn ófundinn • Rvík, — ÓTJ. PENINGASKÁPURINN sém stoliö var úr Kaupfélagi Áriies inga í Hveragerði fyrir nokkr um dögum, er enn ófundihn. Svo sem Alþýðublaðið skýrði frá á sínum tíma höfðu þjófarnir brotizt inn í kaupfélagið og haft hann á brott með sér. Skápurinn vegur um 200 kíló. í honum var allmikið af peningum, ávísunum og öðrum verðmætum hlutum. Óvenjulegt bílslys Rvík. — ÓTJ. UNGUR maður slasaðist í Kópa- vogi í fyrradag, þar sem hann var að gera við Daf bifreið ásamt bróður sínum. Þetta skeði Við Auðbrekku 53, þar sem Bflaþjón ustan er til húsa. Benzíngjöf bifreiðarinnar var frosin í botni og stóð annar brpð irinn fyrir framan, með vélar- hlífina opna og var að reyna pð liðka liana til, þegar hinn ræsti vélina. Bifreiðin tók þegar yið sér, skaust áfram og klemnjdi þann sem fyrir framan var upp við steinvegg Spólaði svo l»f- reiðin þar til sá sem í henni var drap á henni. Hinn slasaði var þegar fluttur í sjúkrahús og þar kom í ljós að hann hafði a. m. k. fótbrotnað á vinstra fæti. Bruni í Elliheimilinu Grund Kl. 10,55 var Slökkviliðinu til- kynnt um, að reyk lægi út, um fyrstu álmu á Elliheimilinu Grund og var beðið um aðstoð. Sendi slökkviliðið þegar allt sitt lið út, bæði slökkviliðs- og sjúkrabifreið ar. Einnig var kallað á lögregl- una, cf aðstoðar hennar þyrfti við. Er koinið' var á vettvang, var starfsfólk Elliheimilisins þeg- ar búið að ráða niðurlögum elds ins að miklu leyti með þeim slökkvitækjum, er þar voru til staðar. Talsverðan reyk Iagði samt út um glugga álmunnar. F.ngiþn slys urðu á mönnum og var fólk hiff rólegasta. Má þakka góéri stjórn starfsfólks Elliheimilisins hve vel tókst til. Kom eldurihn upp í leguhekk í einu herbergi álmunnar. Ein kona var í her- bergi þessu; var hún ferðafær og tókst því að komast út úr her- berginu, hjálparlaust. Talið er, að kviknað hafi í legubekknum vegna óvarkárni með eld. 29. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.