Alþýðublaðið - 29.11.1966, Side 11

Alþýðublaðið - 29.11.1966, Side 11
I Margir landsleikir í knattspyrnu í sumar Björgvin Schram endur- kjörinn formaður KSÍ Tuttugasta og fyrsta ársþing Knattspymusambands íslands var haldið um helgina í Slysavarna- félagshúsinu við Grandagárð í Reykjavík. Fjórtán aðilar sendu fulltrúa til þingsins og fóru þeir með annað hundrað atkvæði. Her mann Guðmundsson var kjörinn forseti þingsins, og Sveinn Zoega varaforseti, þá var Einar Björns- son kjörinn ritari þingsins Björg vin Schram, formaður Knatt- spyrnusambandsins flutti setning arræðu, og minntist í upphafi fjögurra íþróttafrömuða, sem lát- izt hafa nýlega, og vottuðu þing fulltrúar hinum látnu virðingu sina, með því að rísa úr sætum. Björgvin Schram kom víða við í setningarræðu sinni. Gísli Hall- dórsson, forseti íþróttasambands- ins flutti ávarp og færði kveðjur og árnaðaróskir frá framkvæmda stjórn íþróttasambandsins, og þakkaði stjóm Knattspyrnusam- bandsins gott samstarf á liðnu ari. í skýrslu sambandsstjórnarinnar kennir ýmissa grasa, þar' kemur m. a. fram að áhorfendur að lands mótum og öðmm knattspyrnu- mótum í sumar hafa verið ná- lægt 100.000 og heildaveltan í sambandi við mótin nam um þrem milljónum króna. Halli varð á rekstri sambandsins síðasta starfs ár, alls rúmlega 180.000 krónur. en í sumar vora leiknir þrír lands leikir hér á landi, og skilaði að- eins einn þeirra hagnaði. Rúm- lega 150 þúsund króna hagnað ur varð af unglingalandsleiknum við Dani. 45 þúsund króna halli var á landsleiknum við Velsmenn og 119 búsund króna halli á lands leiknum við Frakka. Þátttaka í landsmótunum var óvenju góð. Tuttugu og þrír aðilar sendu samtals 99 flokka til þátt töku, og má því gera ráð fyrir að nálægt 1500 knattspyrnumenn hafi tekið þátt í landsmótum í sumar, og er þet.ta ekki svo lítið, þegar á bað er litið, að ekki nema liluti þeirra, sem æfingar sækja, komast í kapplið. Næsta sumar munu knattspyrnu menn hafa í miklu að snúast. Þeg ar liafa verið ákveðnir nokkrir landsleikir og ber þá fvrst að nefna bnð, að Austur-Þjóðverjar hafa boðizt til að leika hér lands- leik 20. maí, en lið beirra mun leika við Svía í Stokkhólmi þrem dögum áður. Þjóðverjarnir bjóð ast til að greiða ferðakostnaðinn sjálfir, sem er mjög óvenjulegt, og má því líklegt telja að þessu boði verði tekið, þó tíminn sé ekki hentugur. Þá verða leiknir hér þrír landsleikir í sambandi við 20 ára afmæli knattspyrnu- sambandsins, og hefur Norðmönn um og Svíum verið boðið hingað til afmælismótsins, og er ætlunin að liðsmenn verði yngri en tutt- ugu og fjögurra ára. Gert er ráð fyrir að þessir leikir verði háðir 3. 4. og 5. júlí. Þá hefur Færey- ingum verið boðið að senda lands lið til keppni við B-landsiið ís- lendinga, og verður sá leikur síð ari hluta júlímánaðar. Danska knattspyrnusambandið hefur boð- ið íslendingum til landsleiks í Kaupmannahöfn 23. ágúst, ag hef ur því boði verið tekið. Svo er bað loks þátttakan í undankeppni knattspy rnukeppni Olympíul eik j - anna. en íslendingar eiga að leika tvo leiki við Sþánverja í fyrstu umferð og þarf þessum leikjum að vera lokið fyrir 1. júlí. Þar sem íslendingar eiga mjög erfitt um vik að ljúka þessum leikjum fvrir tilsettan tíma, er bugsan- legt að þeir hætti við þátttöku, en ekki er útilokað að leikirnir geti farið fram síðar. það er undir ^tölum komið, sem eiga að leika við Spánverja í annarri umferð. St.ióm Knattspyrnusambandsins var endurkjörin: Formaður Björgv in Sehram, var endurkosinn með lófataki, svo og þeir stiórnarmenn, «em ganga áttu úr stjórn og auk formanns skipa þessir menn stjórn Knattspyrnusambandsins næst.a ár. Guðmundur Sveinbiörnsson, Ragn ar Lárusson, Ingvar N. Pálsson. Sveinn Znega. Jón Magnússon og AvpI Finnrsson. í varastiórn voru kjörnir Haraldur Snorrason, Hall- dór Sigurðsson og Sveinn Jóns- son. Þingið afgreiddi ýmis mál, og samþykkti m. a. að skipa milli þinganefnd, sem geri athugun á því, á hvern hátt heppilegast sé að tryggja K. S. í fastar tekjur og á nefndin að skila áliti til stjórnar knattspyrnusambandsins eigi síðar en 1. september 1967. Þá var ákveðið að stjórn sam- bandsins ákveði fjölda landsliðs- nefndarmanna hverju sinni og kosin var þriggja manna nefnd til að endurskoða lög Knattspvi’nu- sambandsins. Nefndin skal skila áliti til stjórnarinnar 1. septem- ber 1967, og verða tillögurnar síð an lagðar fyrir næsta ársþing K.S.Í.. í nefndina voru kjörnir þeir Axel Ein. Ell. Schram og Hannes Þ. Sigurðsson. Ennfrem ur var samþykkt að ársþing Knatt spyrnusambandsins verði haldið íi febrúarmánuði ár hvert, en hing að til hafa knattspyrnuþing verið haldin í nóvembermánuði. Þá var ákveðið að reikningsár sambands ins skyldi vera aimanaksárið. Endursamþykkt var tillaga frá fyrra ársþingi, um árlegan leik milli úrvalsliða úr fyrstu og ann arri deild, en leikur þessi fórst fyrir á síðasta keppnistímabili. Loks var ákveðið að fela ekki öðrum framkvæmd leikja í lands- mótunum, einkum annarri og þriðju deild, en þeim, sem hafa aðstöðu til að taka aðgangseyri. Við þingslit lýsti Björgvin Schram því yfir, að hann myndi ekki oftar gefa kost á sér til for mennsku sambandsins, að loknu þessu kjörtímabili, en hann hef ur setið í stjórn sambandsins frá stofnun, lengst af sem formaður. y Landsleikurinn háður í kvðld Landsleikur íslands og Vest- ur-Þýzkalands jer frarn í kvöld og annað kvöld og hefjast kl. 20.15 bæði kvöldin. Þýzka lands liðið var væntanlegt til Reykja víkur í nótt. Vestur-Þjóðverjar eru meðal fremstu handknattleiksþjóða heims og eru í úrslitum heims meistarakeppninnar í Svíþjóp,f vetur. Á myndinni sést einn af þýzjcu landsliðsmönnunum, Schmitt, slcora í landsleik. i- Bogi Þorsteinsson formaður KKÍ: Ágætt starf KKÍ á s.l. starfsári ÁRSÞING KKÍ var haldið laug ardaginn 19. nóv. sl. í félagsheim ili Vals. Formaður KKÍ, Bogi Þorsteins son, setti þingið. í uppliafi minnt- ist hann tveggja látinna íþrótta frömuða, Erlings Pálssonar, for- manns Sundssambands íslands og Benedikts G. Waage, heiðursfor seta ÍSÍ, en hann var ævifélagi KKÍ og aðalhvatamaður að stofn un sambandsins. Vottuðu þingfull trúar hinum látna virðingu sína með því að rísa úr sætum. Forseti þingsins var kjörinn Gunnar Torfason, formaður KK RR. Forseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson sat þingið og flutti körfuknattleiks mönnum kveðju ÍSÍ og árnaðarósk ir. Þakkaði hann stjórn KKÍ fyrir mikil og gifturík störf. Bogi Þorsteinsson flutti ítar- lega skýrslu um störf Körfuknatt leikssambandsins, sem hann kvað aldrei hafa verið meiri en á liðnu starfsári. Hefðu m.a. verið leiknir 8 landsleikir, og auk þess hefðu 3 bandarísk skólalið keppt hér heima við úrvalslið KKÍ. Mörg mál komu fram á þinginu og meðal tillagna sem samþykktar voru, voru eftirfarandi: „Ársþing KKÍ telur að rétt sé að leikir í íslandsmóti 1967 fari fram í íþróttahöllinni í Laugardal, þ.e. leikir I. deildar og II. deildar, leikir II. fl. karla, svo og úrslita- leikir annarra flokka.” „Ársþing KKÍ telur æskilegt að úrslitaleikir Bikarkeppni KKÍ 1967 fari fram á Akureyri, ef aðstæður leyfa.“ Þá var samþykkt tillaga þess efnis að liðum skuli fjölgað í 1. deild úr 5 í 6. Einnig var sam þykkt að það lið, sem félli niður ur I. deild á íslandsmóti 1966 og lið ið, sem varð annað í röðinni í II. deild á sama móti skuli leika sam an til úrslita um sæti i I. deild á íslandsmóti 1967. Stjórnarkjör fór sem hér segir: Bogi Þorsteinsson var einróma endurkjörinn formaður sambands ins en hann hefir verið formaður KKÍ frá stofnun þess. Með honum í stjórn voru kosnir: Magnús Björnsson Gunnar Pedersen Helgi Sigurðsson Þráinn Scheving Agnar Friðriksson Ilallgrímur Gunnarsson í varastjórn: Sigurður E. Gíslason Þorsteinn Ólafsson Ásgeir Guðmundsson 29. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.