Alþýðublaðið - 06.12.1966, Síða 6

Alþýðublaðið - 06.12.1966, Síða 6
.1 Samkeppni skólabarna um auglýsingaspjöld i Barnavcrndarnefnd Reykjavik- í ur efnir til samkeppni meðal : skólabarna í Ileykjavík um 60 aug ■ lýsingaspjöld til birtingar í stræt- • isvögnum í Reykjavík. Þessi sam- ; keppni er þáttur í áróðri fyrir því, ! að teglunum um útivist barna í : Reykjavík sé framfylgt. Reglur samkeppninnar eru eft- irfarandi: Þátttaka er Iheimil öllum börn- um á skólaskyldualdri (7—12 ára). Stærð myndanna skal vera: Hæð 60 sm, brcidd 50 sm og leggur hver skóli þátttakendum til efnið. Myndirnar skulu vera í litum •og koma til greina m.a. eftirtald- ar iaðfer<5ir við verkefnið: Vax- krít: og olíukrít, vatnslitir og lita- papþír, eða þessar aðferðir bland aðar. CXrðin ,,Börn iheima kl. átta“ skulu standa :á hverju spjaldi og myúdirnar gerðar í samræmi við þau: Hlyer mynd skal merkt í hægra liorni að neðan með nafni þátt- takandans, bekk og skóla. Skilafrestur er til 15. des. nJk. og veita teiknikennarar skólannna myndunum viðtöku. 60 beztu myndirnar úr þessari samkeppni verða sýndar í stræt- isvögnunum í ReykjaTÍlc dagana 19. —31 desember, eömuleiðis verða veitt verðlaun fyrir beztu mynd úr hverjum skóla og einn- ig fyrir 3 — 5 beztu myndir keppn- innar. — Nánari upplýsingar um verðlaunaveitingu verða birtar síðar. Sérstaklega ber að geta þess, að hin eftirsóttu auglýsingastæði í strætisvögnunum eru lánuð Framhald á bls. 10. Jónas St. Lúðvíksson. Ný bók eftir Jónas St. Lúðvíksson út er komin hjá Ægisútgáfunni ný bók er ber heitið „Sjóslys og svaðilfarir“. Er þar bæði að finna íslenzkar og erlendar frásagnir, sem Jónas St. Lúðvíksson hefur skráð og þýtt. íslenzku frásagnirn ar bera heitin Þegar vélbáturinn Farsæll fórst, Sjóslys í Vestmanna eyjum, Þegar „ÍSLAND" týndist 'iieð manni og mús, Sjóslys við Langanes 26. september 1927, og Skipsstrand á Skeiðarársandi. Þýddu greinarnar eru Þegar segl báturinn Leif Eiríksson sigldi til Ameríku. Síðbúið neyðarkall. Dauðadæmda skipalestin í íshafinu Einn um borð í brennandi olíu- skipi og Ég sökk með „Albatross." Jónas St. Lúðvíksson er fæddur í Vestmannaeyjum og alinn þar upp við brimrót og veðragný, þar Framhald á 10. síðu. Operan Martha verður jóla- sýningin hjá Þjóðleikhúsinu Jólasýning Þjóðleikhússins að þessu sinni verður óperan Martha eftir Flotow. Hljóm- sveitarstjóri verður Bohdan Wodicjsio, en þjtðandi óper- unnar er Guðmundur Jónsson óperusöngvari. Aðalhlutverk- ið verðix fyrst sungið af hinni heimskLnnu óperusöngkonu, Maítiwi d Dobbs, en síðar mun Svala Nilsen taka við hlutverk- inu. Þe r sem fara með önnur hlutverk í óperunni eru Guð- mundur Jónsson, Guð- mundur Guðjónsson, Kristinn Hallsson, Sigurveig Hjalte- sted og Hjáimar Kjartansson. , Leikstjóri er Erik Schack og hefur hann nýverið sett þessa sömu óperu upp í Berlín. Æf- ingar s.anda nú yfir í Þjóð- leikhúsinu á þessari óperu og hefur Carl Biliioh æft meS kór og einsöngvurum í undan- farnar sex vikur. 1 TónsJráldið Friedrich Flo- tow er fætt árið 1812 og dáið 1883 og er þýzkt að uppruna. Flotow fór ungur til Parísar ög dvaldist meirihluta ævinn- ar þar og hlaut þar tónlistar- menntui sína. Hann samdi rhargar óperur og er Martha og Ales sandro Stradella þekkt- astar a! óperum hans. Martha er gamanópera og gerist í Myndin er af Mattiwilda Dobbs, ópcrusöngkonu. Englandi á stjórnarárum Önnu drottningar 1702—1714. Mar- tha var fyrst sýnd í Vínarborg árið 1847. Margar af „arium" í þessari óperu eru mjög vel þekktar og munu margir kann- ast við þær. Óperusöngkonan Mattiwilda Dobbs er blökkukona, og er fædd í Atlanta í Bandaríkj- unum. Að loknu fháskólanámi við Columbía háskólann (en þar tók hún Master of Arts próf) hóf hún söngnám hjá söngkonunni frægu Lotte Leo- nard og hlaut einnig á þess- um órum námsstyrk sem kenndur er við Marían Ander- son. Stundaði einnig söngnám í París í tvö ár. Hún var fyrsti negrasöngvariinn, sem sungið 'hefur á hinu fræga óperuhúsi ,,La Scala“ í Mílano. Margoft hefur hún sungið við Clynde- bourne óperuna í Englandi, á Covent Garden óperunni og við Metropolitan óperuna í New York. Mattiwilda Dobbs hefur sungið á konsertum í flest- um löndum Evrópu og var fyrir skömmu í söngleikaferð í Rússlandi. Auk þess hefur hún sungið á konsertum bæði í Astralíu og flestum stórborg- um JSjoiÖuftAmeríku. Nú er hún búsett í Svíþjóð og er maður hennar sænskur blaða- maður. Á síðari árum hefur hún oft sungið við óperuna í Stokkhólmi. Óperan Martha verður frum sýnd í Þjóðleikhúsinu annan í jólum. Leikmyndir og bún- ingateikningar eru gerðar af Lárusi Ingólfssyni. Um 35 fé- lagair úr Þjdðleikhúskórnum' taka þátt í sýningunni. 0 6. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Niðurstöður gæðamats- rannsókna birtar Neýtendasamtökin munu nú taka upp þá nýbreytni að birta niður stöður gæðamatsrannsókna, er syst ursamtök þeirra erlendis hafa fram kvæmt. Hér er um mikið hagsmunamál að ræða fyrir neytendur, sem þann ig geta kynnt sér eiginleika var- andi þær vörur sem teknar eru til rannsóknar, sem eru það flóknar að gei-ð, að þær verði eigi dæmd ar án sérfræðilegrar athugunar. Ástæðan til þess, að þetta hefur ekki verið kleift hingað til, er sú, regla sem gildir innan Alþjóða sambands Neytendasamtaka að slík ar greinar séu birtar í heild. Sam kvæmt sérstakri heimild verða nið urstöðurnar einar birtar í Neyt enda blaðinu, en forsendurnar og lýsingar á rannsóknunum sjálfum 6 þotum grandað yfir N-Víetnam Saigon 3. 12. (NTB-Reuter-AFP) Sex bandarískar flugvélar voru skotnar niöur yfir Norður-Vietnam í gær, þegar 'meðal annars var ráð izt á skotmörk í aðeins átta kíló metra ffarlægð frá miðborg Hanoi að sögn bandaríslcs talsmanns í Sai gon. Bandaríkjamenn hafa sjald an misst jafnmargar flugvélar yf ir norður-Vietnam á einum degi. í Hanoi hermdi hin opinbera fréttastofa Norður-Vietnam að 11 bandarískar flugvélar hefðu verið skotnar niður. Að minnsta kosti 200 flugvélar tóku þátt í árásunum sem gerðar voru á Norður-Vietnam í gær, að því er sagt er í Saigon. Langt er síðan Bandaríkjamenn hafa gert jafnvíðtækar loftárásir á Norður Vietnam. munu liggja frammi á skrifstofu Neytendasamlakanna. Sjálfvirkar þvottavélar fyrstar. Fyrstar fyrir valinu verða sjálf virkar þvottavélar, sem hér eru á markaði, að þessu sinni 9 tegundir þeirra, og hafa rannsóknirnar far ið fram á þessu ári. Mikill fjöldi. fyrirspurna berast samtökunum vegna þeirra. Þessar upplýsingar verða birtar í næsta tölublaði Neyt endablaðsins, sem kemur út í þess um mánuði. Vegna mikilla anna hjá Neytendasamtökunum undan farið hefur útgáfan tafizt um 2 vikur. Eftirprentun á þessum upplýsing um Neytendablaðsins er stranglega bönnuð sem og öll notkun þeirra í auglýsingaskyni. Er þetta algild regla Neytendasamtakanna. Inn- ritunarsími samtakanna er 19722, og verður svarað í símann allan laugardaginn og sunnudaginn 3. og 4. desember. Til að tryggja sér blaðið, um leið og það kemur út ættu menn að innrita sig sem fyrst. Ásgeir Jakobsson. Bók ym togveiða á Isl „Kastað í Flóanum" nefnist bók eftir Ásgeir Jakobsson um upphaf togveiða við ísland. Er hér sögð saga botnvörpunnar frá upphafi og síðan rakin áfram og sagt frá því þegar hún kom hingað fyrst til landsins, hörmungunum sem fylgdu komu Bretans 1 Flóann, fyrstu tilraunum útlendinga hér- lendis og loks er sögð sagan af útgerð fyrsta íslenzka togarans og fyrsta íslenzka togaraskipstjórans. Höfundurinn Ásgeir Jakobsson er Vestfirðingur að ætt, alinn upp við sjó og stundaði sjómennsku fram á fullorðinsár. Skrif hans um sjómannalíf og sjómennsku bera þess órækt vitni, að hann gjörþekkir viðfangsefnið. Á sl. ári kom út bók eftir hann, er nefndist „Sigling fyrir Núpa“ og fékk mjög góða dóma. Ægisútgáfan gefur bók þessa út, sem er í alla staði hin vandaðasta. Hún er prentuð hjá Prentverki Akraness hf. og er 240 bls. að stærð. Biskupinn mess- ar í London Biskup íslands og kona hans fóru utan í gærmorgun og verða næstu daga gestir ensku þjóðkirkj unnar. Munu þau fyrst dveljast hjá erkibiskupnum af Kantaraborg, dr. Michael Ramsey og konu hans í Lambert-höll í London, og síðan heimsækja tvo háskóla, Háskólann í Birmingham og Notthingham, en þeir hafa boðið biskupi til fyrir lestrahalds. Þá verða þau hjónin gestir biskupanna í Birmingham og Southwell. Biskup íslands mun predika í London og fleiri borgum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.