Alþýðublaðið - 09.12.1966, Síða 9

Alþýðublaðið - 09.12.1966, Síða 9
föll, seinust allra í bekknum, að fþví er hún segir, og vill nú ekki verða síðust bekkjarsystkina sinna til kynmaka. í því skyni leitar hún samfara við Helmer, sem vill ekki þekkjast hana. Edit gerir þá tilraun til sjálfsmorðs, sem hún verður aldrei fær um að fram- kvæma. Þær mæðgur reka Helm- er á dyr og ákveða að njóta ham- ingjunnar, einar sér. Kvikmynd þessi er vönduð að gei'ð, en eittihvaið virðjtst hafa dofnað yfir áhrifum Sjömans. Það vandamál, sem hann tekur fyrir í þessari mynd, örðugleikar ungr- ar óframfærinnar stúlku á gelgju skeiði, verður manni ekki eins hugstætt sem fyrri myndir hans skópu. Sjöman sannar þó enn ,að hann er góður leikstjóri og er á- stæða til að vænta markverðra verka frá hans hendi í framtíð- inni. Kijóllinn er betur gerð fram- an af, en í síðari hluta ver Sjö- man helzti miklum tíma í að lýsa sambúð þeirra mæðgna, hvernig Helen ávinnur sér aftur traust dóttur sinnar og hvernig hún tek- ur gleði sína aftur. í þessum sam- skiptum þeirra er líkast því, sem kvikmyndin rambi á mörkum of mikillar tilfinningasemi og væmni. Lok myndarinnar virðast nokkuð endaslepp, þar sem Edit hefur skyndilega eignazt ,,kunningja“, sem móðirin er aftur á móti ekki alls kostar ánægð með. Einstök atriði ,,hrífa“ mann ekki beint, nema þá ef vera skyldi, er Edit horfir löngunarfullum augum á hamingjusama elskendurna njóta kvöldlífsins. Þrátt fyrir, að það vandamál, er kvikmyndin tekur til meðíerðar sé ekki beinlínis svo mjög eftirsóknarvert til áhorfun- ar, er samt ærin ástæða fyrir því, að mynd þessi sé skoðuð. Kemur þar einkum til vönduð leikstjórn Sjömans, sem áður segir, svo og góð kvikmyndun Sven Nykvists, sem mikið og gott starf hefur unnið með Bergmanni. Leikur er einng góður hjá þeim Tinu Hed- ström í hlutverki Edit og Gunn Wállgren sem Helen. Sá frábæri leikandi Gunnar Björnstrand í hlutverki Helmers, stendur sig vel að vanda, þó oft hafi hann gert betur áður. Þeir sem ætla sér að sjá þessa mynd, með það eitt í huga að sjá „djörf atriði“ og ann- ars konar „klúrheit“, skulu held- ur leggja lykkju á leið sína c/g .staldra við í KópavojJsbíói, en þeim sem vilja sjá vandaða mynd og kynnast mannlegum vandam'ál- um samtímans, ráðlegg ég eindreg ið að sjá umrædda kvikmynd, þó með þeim fyrirvara, sem áður er getið. Já, það var víst sannarlega kom- inn tími til, að Bæjarbíó rétti úr kútnum. Sigurður Jón Ólafsson Barn Michel del Castello: LJÓS í MYRKRINU Sigríður Einars frá Munaðarnesi þýddi Prentsmiðjan Leiftur, Reykjavík 1966. 223 bls. „Það er mjög erfitt að drepa barn“, segir á einum stað í þess ari sögu; sjálf segir sagan af því livresu erfitt það raunyerulega er. Það má ráða af æviatriðum höf undarins að hann segi sína eigin sögu í þessari bók, frásögn hans, sem þ'ætti ótrúlegur skáldskapur, hafi að minnsta kosti kjölfestu sannleika. Tanguy litli, sem sögu hetjan nefnist, er fæddur á Spáni, móðirin spænsk en faðirinn fransk ur; móðirin berst gegn Franco og vérður að flýja land í stríðslok in; þau mæðgin lenda í fangabúð um á yfirráðasvæði Vichy-stjórn arlnnar eftir að faðir drengsins hefur brugðizt þeim; þaðan tekst þeim að flýja en verða viðskila á flóttanum; móðirin kemst undan en drengurinn er framseldur Þjóð ' verjum og situr í þýzkum fanga búðum til stríðsloka, pólitískur fangi, tíu til tólf ára gamall. Tang ' uy litli er sannarlega barn okkar tíma. Eftir stríðið ,sem hann hef ur lifað af með einhverjum ó- skiljanlegum hætti, er hann send ur heirn aftur til Spánar. Og það heyrir til öfugmælunum í sögu okkar hans að þar hefst hans versta þrautastríð á uppeldisstofnun handa munaðarleysingjum; munk arnir, sem þar ráða húsum, yfir stíga jafnvel böðla fangabúðanna í grimmd og siðleysi. Þjóðverjarn ir liöfðu allténd sér til afsökunar að þeir áttu í stríði; mannvonzka munkanna á sér hinsvegar enga minnstu afbötun. En það er erf itt að drepa barn: hvar sem Tang uy fer og flækist kynnist hann einnig mannlegri hlýju og vináttu Einkennilegust er lýsing Giinthers, ungs Þjóðverja í fangabúðum naz isla sem er kærleikurinn og mild in persóngerð, einskonar krist mynd í guðlausum heimi. Hann verður drengnum bæði faðir og móðir þar til eina nótt að hann er leiddur út og skotinn. Á munaðar leysingjahælinu öðlast hann vin áttu ungs sakamanns, föðurbana; saman tekst þeim að lokum að flvja hæiið. Og þá fer að lokum að birta yfir hag Tanguys. Hann kemst á skóla hjá Jesúítum, eign ast þar föðurlegan vin og kennara sem hjálpar lionum til manns; vinn ur síðan um skeið í verksmiðju, óbreyttur verkamaður við aumleg kjör; kemst að lokum til Frakk lands sem alla tíð hefur verið hon um mynd frelsisins; þar hitti liann íöður sinn að nýju þótt þeir tveir eigi ekki margt sameiginlegt frem tíma ur en áður. Það er annað af öfug mælum sögunnar að þessi lokaþátt ur hennar er þrátt fyrir allt ótrú legastur. í þeim heimi sem hún lýsir er mannvonzka og hatur eðli legt; skóli pater Pardos, hefur hins vegar smekk af einhverjum ókennilegum sælustað, göfgi jesú ítans, mildi Gunthers, kærleiki Sebastíönu, verkakonurnar á Spáni sem Tanguy býr hjá um skeið, er eins og andsvar við ómannlegum, óbærilegum veruleikanum sem sag an lýsir. Úr þeim heimi sleppur Tanguy litli lieill á húfi — en óhjákvæmi lega mótaður af honum til ævi loka. Heimspeki hans er lýst í niðurlagi sögunnar þar sem segir af fundum þeirra móður hans að lokum: „Þau skildu ekki hvort annað. Hún var ennþá halursfull. Hún trúði alltaf á réttmæti síns mál staðar. Fyrir hennar sjónum skipt ist allt í tvö hólf: hinir venjulegu annars vegar og hennar banda menn hins vegar. — Tanguy trúði því hinsvegar ekki að hægt v.æri að skipta heiminum þannig í tvö hólf. Hann var alveg andstæður öllu hatri, kannski var hann skýja glópur og ef til vill var hann skyggn maður. En hann þreyttist aldrei á að bera næstum örvænting Framhald á bls. 10. úrog rymingar- KLUKKUR 15 4Q% y ' vÍl ÚR OG KLUKKUR afsláttur af öllum vörum verzlunarinnar vegna breytinga. Verzlun Sigurðar Jónassonar úrsmiðs LAUGAVEGI 10, SÍMI 10897. P ó s t s e n d u m Vandláíir velja Michelsen Jólaskreytingar og skraut. Blóm og gjafavörur í miklu úr- vali. Innlend og erlend kerti. NÆG BÍLASTÆÐI. Blómaverzlun MICHELSEN Suðurlandsbraut 10 — Sími 31099. Peysur - Prjónakjólar Fjölbreytt úrval af: Dömu Herra Barna P E Y S U M Prjónakjólar — Ullarfatnaður — Ullarsokkar. — PÓSTSENDUM. Ullarvöruverzlunin Framtðin Laugavegi 45. — Sími 13061. Jól ahreingerningar Kústar, burstar, þveglar, fötur balar, þvottaföt, þvottakörfur, hreinlætisvörur, strauborð, tröppur. SENDUM HEIM. isnœesa Hafnarstræti 21. Sími 1-33-36. 9. desember 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ £

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.