Alþýðublaðið - 11.12.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.12.1966, Blaðsíða 3
Sunnudágs ALÞÝÐUBLAÐIÐ -11. desember 19G6 100 ár frá stofnun Sameinaða í dag í dag eru liðin 100 ár frá stofn un Sameinaða gufuskipafélagsins. Aðalhvatamaður að stofnun félags ins var kaupsýslumaðurinn Carl Frederik Tietgen. Nær öll árin frá stofnun félagsins hefur það haldið uppi siglingum milli íslands og Danmerkur og nú undanfarið með farþegaskipinu „Kronprins Frederik“. Þrjú skipafélög stóðu að stofnun Sameinaða, þau H. P. Prior með 9 skip, Koeh og Hend erson með 8 skip, og Almenna j danska gufuskipafélagið með 3 skip. í dag eru í flota félagsins C4 skip og 16 ný skip í smíðum Sameinaða hafði í fyrradag boð Loftleiðir kaupa Vesturgötu 2 í gærmorgun 10. des voru undirritaðir samningar milli Verzl unarbankans hf. og Loftleiða um kaup á eigninni númer 2 við Vest urgötu i Reykjavík. Er ætlunin að Loftleiðir hafi þar söluskrifstofur í framtíðinni. Stærð lóðar er 1299 fermetrar. Þar stendur nú svonefnt Bryggju liús ásamt vörugeymslum sem snúa að Tryggvag. Stærð Bryggjuhúss- ins er um 450 fermetrar. Þar eru nú til húsa Heildverzlun Nathan og Ólsens, heiidverzlun Einars Rar etsveite, verzlunin Cic og Raforka. Upp úr næstu áramótum munu Loftleiðir flytja farmiða sölu sína úr Lækjargötu 2 í húsnæði það, sem verzlunin Cic hefur nú að Vesturgötu 2. Kveikt á jála- trénu í dag í dag sunnudag kl. 16.00 verður kveikt á jólatrénu frá Oslóborg lá' Austurvelli. Tor Myklebost, sendiherra Noregs á islandi mun afhenda tréð og tendra ljósin, en Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, tekur við trénu fyrir Reykvíkinga. Þá mun dómkórinn syngja. Lúðra- sveit Reykjavíkur mun leika í 15 mínútur fyrir athöfnina, sem verð ur með sama sniði og undanfarin ár, og verður hehni útvarpað. fyrir blaðamenn um borð í Kron- prins Frederik og var þar sagt frá sögu félagsins síðan siglingar til íslands hófust. Framhald á 14. síðu. Smith óttast ekki olíubann NEW YORK, 10. des. (NTB-Reu- ter) — Utanríkisráðherra Breta, George Brown, sneri aftur til Lundúna í dag eftir fundi Örygg- isráðsins um Rhodesíudeiluna. Fulltrúar hjá SÞ ræðast við1 um helgina um tilmæli Breta um bind andi refsiaðgerðir gegn Rhodesíu. Brown gefur Wilson forsætisráð herra skýrslu um undirtektir þær, sem ályktunartillaga Breta fékk í Öryggisráðinu. Eftir helgina munu fulltrúar Afríkuríkja væntanlega beita sér fyrir olíubanni á Rlipd- esíu. Bretar hafa sagt, að þeir muni ekki leggjast gegn olíubanni ef það verður ekki látið ná til Suður-Afriku. Ian Smith, forsætisráðherra Rhodesíu, sagði í viðtali við brezka sjónvarpið ITV í gær, að hann óttaðist ekki olíubann. Hann lagði áherzlu á, að hann gæti ekki lýst yfir stofnun lýðveldis í Rhodesíu fyrr en rhodesíska þjóðin veitti honum umboð til þess. ÍTALSKIR KARLMANNASKÓR ÚR BOXCALF MEÐ LEÐURSÓLUM VERÐ AÐEINS KR. 497.00. Austurstræti 6 og 10 — Laugavegi 116 Ti f 0 jJ ÍTALSKAR TÖFLUR NYTT URVAL Austurstræti 6 og 10 — Laugavegi 116 Jack Ruhy í sjúkrahúsi DALLAS, 10. des. (NTB-Reuter) — Jack Ruby, sem myrti Lee Har- vey Oswald, liinn meinta morð- ingja Kennedys forseta, hefur ver- ið fluttur úr l'angelsi á sjúkraliús í Dallas vegna alvarlegra veik- inda. Hann þjáist af lungnabólgu. : Ruby var fluttur á Parkland- sjúkráhúsið, þar sem Kennedy lézt 22. nóvember 1963. Til jólagjafa, tækifærisgjafa og vinagjafa INNSKOTSBORÐ * ÍSLENZK VALIN * DÖNSK * NORSK SAUMABORÐ SKATTHOL HÚSGÖGN Á 2 HÆÐUM GREIÐSLU- SKILMÁLAR BÓLSTRUN HARÐAR PÉTURSSONAR Laugavegi 58. — Sím 13896.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.