Alþýðublaðið - 11.12.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.12.1966, Blaðsíða 6
11. desember 1966 - Sunnudags ALÞÝDUBLAÐID 6 V allt saman af því að einhver blaðasnáp ur hefur soðið saman einhverja vitleysu sem hann kaliar stjörnuspá? Harry tók kipp. — En þú veizt eins vel og ég að örlög manna standa skráð í stjörnunum. — Einmitt það. Og hver ætti að hafa skráð þau þar? Þér getur ekki verið al- vara að halda að einhver forsjón haldi verndarhendi yfir mönnum eins og okkur Ég blæs á allt yfirnáttúrulegt og held mér við veruleikann. Húsið bókstaflega bíður eftir okkur í kvöld. Þjónustufólk ið er í fríi, fjölskyldan en öll í ferða lagi til útlanda; þarna liggur tugþúsunda virði af skartgripum. Lykillinn sem geng ur að skápnum er á eldhúsborðinu og á neðstu hæð er illa lokaður gluggi. Hvað viltu hafa það betra? En þú ætlar að hætta við allt saman af því að þú þorir ekki vegna stjarnanna. Harry var greinilega orðið órótt. Hann sneri sér við, svo brakaði í stólnum og þurrkaði svita af enni sér. — — Mér verður sérstaklega hugsað til Roberts Jacksons, lögregluþjóns, £em kemur upp um flest afbrot, sagði hann — Ég held að hann sé mín illu örlög. Bert stundi og tók um höfuð sér. — Ertu nú kominn með hann á heilann, rétt einu sinni. Ég held að þú sért kominn með mikilmennskubrjálæði Harry. Held urðu raunverulega að lögreglan hafi gert út ákveðinn mann til að hafa gætur á þér? En þetta er annars ekkert óskemmti leg hugmynd. Harry yppti öxlum. — Kallaðu það hvað sem þú vilt; ég kalla það örlög Jackson er og verður bölvun mín og óhamingja. Við vorum bekkjarbræður í skóla, og þar var hann alltaf að gera mér eitthvað til meins. Hann var sterkari en ég og barði mig, þótt ég hefði ekkert gert á hans hlut. Og ég varð oft og tíð um að athlægi í bekknum af hans völd um. — En skólatíminn er löngu liðinn, skaut Bert inn í. — Já að vísu en ég er þó ekki alveg sloppinn við Jackson. Hann skaut upp kollinum rétt eftir að ég kynntist Daisy Reid. Hún og ég vorum trúlofuð og ætl uðum að fara að gifta okkur, en þá rák umst við á Robert Jackson og átta dög um síðar var það orðið. Hann tók Daisy frá mér. Kannski til að hefna mín gekk ég í afbrotaflokk ungra manna, og hver heldur þú að hafi komið upp um okkur? Jackson. Ég fekk sex mánuði þá. Og síð an hef ég iðulega orðið fyrir barðinu á honum. Þess vegna held ég að hann blandi sér í málið, ef ég hjálpa þér í kvöld. Það var farið að síga í Bert. — Þú um það, sagði hann, — en ef þú hjálpar mér ekki í kvöld, þá kann svo að fara að þú verðir fyrir annars konar óþægindum og þeim engu betri en því sem þú kannt að eiga von á hjá Jackson. Við erum bún ir að binda þetta fastmælum ,og þú verð ur að standa við orð þín. — • Ég þori það ekki fyrir Jackson, hálfkjökraði Harry. —Hættu nú þessari vitleysu, sagði Bert. — Ég hef munað eftir Jackson. Hann átti vakt frá klukkan 1 í dag til klukkan 6 í kvöld. Það kemur alveg í veg fyrir að hann geti verið í Landsdale Road um miðnætti. Þarftu að vita meira? Gustmikil framreiðslustúlka kom að borðinu til þeirra í þessu: — Ég verð að biðja herrana að fara, sagði hún. — Ég þarf að teka til hérna. Það er búið að loka. —Hefuru staðið á hleri fyrir aftan okkur, hálfhvæsti Bert. —Hvers vegna ætti ég að standa á hleri Haldið þið að ég hafi ekki annað að gera? Bert bölvaði ofurlítið og síðan gengu þeir félagar út í dimma nóttina. HÁLFTÍMA SÍÐAR voru þeir aftur komn ir undir þak. Þeir voru þá staddir í gömlu einbýlishúsi við Landsdale Road eign Knights verksmiðjueiganda. — Finnst þér þetta ekki laglegt skart gripasafn ,sem við höfum tínt hérna saman? spurði Bert. — Ég gizka á að það séu alltaf komin tíu þúsund sterlings pund í þennan poka. Það eru þokkaleg laun fyrir stundarfjórðungsvinnu. —Jú, þetta er miklu meira en ég hefði haldið, svaraði Harry. — En nú skulum við koma okkur héðan strax. Það er eng in ástæða til að slóra fyrst þessu er lokið. En Bert var hinn rólegasti: —- Hvaða æðibunugangur er þetta í þér? Ertu hræddur eða hvað? —Já, ég er alltaf að hugsa um stjörnu spána. —Svona, hertu þig upp, maður. — Hvað var þetta? Var ekki bíll að hemla hinum megin við húsið? —Jú svaraði Harry — Ég þekki hljóð ið í honum. Það er lögreglubíll. Þeir eru komnir. r — Bölvuð stelpan, ég fann það á mér að hún stóð á hleri. En við skulum flýta okkur út um þennan glugga. Réttu mér pokann. Bert hvarf eins og skugg* um gluggann, og lét myrkrið skýla sér. Harry skalf af hræðslu og var ekki eins snar í snúningum og Bert en þó komst hann von bráðar út líka Um leið og hann kom niður á grasblett BERT BROWN kramdi sígarettustubbinn á yfirfullum öskubakkanum og leit á armbandsúrið sitt. — Viltu kaffibolla, við þurfum ekki að fara fyrr en eftir tíu mínútur? sagði hann. Harry Dov/ling, sem sat andspænis hon um við frernur óhreint borð í kaffihús inu, var svo niðursokkinn í að lesa dag blað, að hann svaraði ekki strax. Hann hreyfði varirnar eins og hann væri að lesa með s.álfum sér. Það leið drykk löng stund, þar til hann svaraði. — Taktu nú eftir Bert. Nú skal ég lesa stjörnu spána þína í dag: Fyrri hluta dagsins er þér hagstæður, en gættu þín vel í kvöld. Ólánið vofir yfir þér, og ef þú ert ekki vel á verði, þá kemur eitthvað óþægi legt fyrir þtg. Þetta stendur nú hérna, Bert. i -j- Vertu ekki að þessari vitleysu. Ég skil ekkert í þér að eyða tímanum í að lesá þessar stjörnuspár. Þetta er ekkert að mabka, svaraði Bert. ~r Segðu það ekki, Bert, sagði Harry. — ;Ég hef sjálfur tekið eftir því að það er jtryggara að taka mark á þessum spá dómum. T. d. stóð í spádómnum mínum á fpstudaginn: Þú skalt ekki spila í kvöld Égi spilaði nú samt og tapaði tíu pund um á tíu mínútum, áður en ég áttaði mig og hætti. Nei, aðvaranir stjrnanna eru ekl ert gamanefni. Ég held að við ættum að hætta við þetta í kvöld, eða þá slá því á i rest. 1 íert starði andartak orðlaus á féiaga sinn, síðan hallaði hann sér í átt til hans og sagði: — Heyrðu nú, góði, ertu alveg að !tapa glórunni? Eigum við að hætta við inn fyrir neðan gluggann, sá hann gegn um myrkrið, að einhver kom fyrir hús hornið. — Jackson, hálfhrópaði Harry og flúði síðan út í dimman garðinn, eins og lirædd kanína. Garðurinn umhverfis húsið var all stór með runnum og limgerðum hér og þar. Þar var einnig lítil tjörn og skúr undir garðyrkjuverkfæri. Harry sá tjörn ina um leið og hann hljóp út í hana. Hon um varð fótaskortur og mikið skvamp heyrðist þegar hann brölti aftur upp úr vatninu. — Þetta hlýtur hann að hafa heyrt, stundi Harry. Hann leit um öxl og sýnd ist maðurinn sem elti hann vera að fara yfir endann á tjörninni. Harry fór bak við verkfæraskúrinn og kom þar auga á iijólbörur, sem voru reistar upp við vegginn. Án þess að hugsa sig um skreið hann bak við börurnar og húkti þar rennvotur og skjálfandi. Hann heyrði fótatak utan úr garðinum, en sá engin leit arljós og fótatakið virtist fjarlægjast. FIMMTÁN MÍNÚTUM síðar skreið Harry undan börunum og stökk út yfir steingarð inn umhverfis lóðina. Hann var kunnugur á þessum slóðum og vissi um gamlan götuslóða, sem lá þvert á þjóðveginn til borgarinnar. Harry ákvað að fara þessa leið, en hann komst ekki lijá því að fara smáspöl eftir akveginum. Hann fór að hugsa um hvort Bert hefði komizt undan á gamla bílskrjóðnum sín um, sem þeir höfðu farið á til Landsdale Road fyrr um kvöldið. í þeim svifum heyrði hann í bíl og viti menn, þetta var bill Berts. Bíllinn nam staðar rétt hjá Harry. Hliðarrúðan var dregin niður, og andlit sem Harry kannaðist alltof vel við gægðist út: — Gott kvöld, Harry. Ég er búinn að leita þín í talsverðan tíma. Má ég ekki bjóða þér í dálítinn ökutúr. Þetta var Robert Jackson. Harry var sem lamaður. Mótspyrnulaust lét hann leiða sig inn í bílinn. Þar var fyrir ann ar lögregluþjónn, og síðan óku þeir á- leiðis til borgarinnar. Þegar Harry hafði jafnað sig örlítið á- ræddi hann að spyrja: — Hvað eruð þið að gera hér? Og hvar fenguð þið þenn an bíl? — Við skiptum á bílum við Bert Brown félaga þinn, svaraði Jackson. — Hann er nú á leið til borgarinnar sem farþegi í annars konar bíl. —Já, en hvers vegna eruð þið hér úti í Landsdale á þessum tíma sólarhrings? spurði Harry. Varst þú ekki á vakt í dag og ættir þess vegna að vera heima núna Jaekson? — Jú með réttu lagi hefði ég auðvit- að átt að vera heima í kvöld. En mér datt allt í einu í hug að heimsækja gamlan kunningja, sem býr hérna skammt frá Á leiðinni kom ég auga á þennan bíl hans Berts og mér fannst ég þurfa að athuga það nánar, hvers vegna hann stæði þarna Og svo veiztu framhaldið. En raunveruleg ástæða þess að ég fór að heimsækja kunn ingja minn í kvöld, var sú að ég las í blaði stjörnuspá dagsins: — Heimsæktu gaml an kunningja í kvöld. Það færir þér skemmtun, spenning og dálítil laun. Þú hlærð auðvitað að mér fyrir þetta, Harry eða trúir þú líka á það sem stendur skráð í stjörnunum?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.