Alþýðublaðið - 11.12.1966, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.12.1966, Blaðsíða 1
Telja Vínlands- kortið ófalsað Mikið er búið að deila í ræðu og riti um Vínlandskortið fræga sem fannst fyrir nokkrum árum í Ge- nua. Kortið er gert eins og kunn- ugt er, 52 árum áður en Kólum- bus sigldi sírta fyrstu ferð til nýja heimsins í vestri. Ma^gir hafa dregið í efa að kortið sé eins gam alt og látið er í veðri vaka og telja jafnvel að <það sé falsað á síðari árum. Nú á að sannprófa þetta með C-14 aðferðinni, en (hún er mikið notuð til að ákveða tíma sétningu fornmuna. Er það gert með að mæla geislavirkni kolefn- is í mununum. Nýlega var haldin ráðstefna vís indamanna um kortið til að sanna eða afsanna að það væri ófalsað. í ljós kom að ormagötin í Vín- landskortinu sem mjög voru um- deild, passa nákvæmlega við orma- göt í öðru handriti frá árinu 1440. Hafa því þessi plögg legið saman í bunka sem bókaormarnir átu sig gegnum. Þykir gamga krafta- verki næst að bókaormarnir hafi þannig unnið í þágu vísindanna. Eftir þessu að dæma hafa menn þegar á miðöldum þekkt land- svæðin umhverfis Vínland svo vel Framhald á 15. síðu. Milljónirnar dregnar út í gær var drcgið í 12. flokki Happdrættis Háskóla íslands, og var myndin hér að ofan tek- in, er verið var að draga út númer þeirra, sem heppnina höfðu með sér. Aldrei fyrr hef- ur verið dregið um jafnmarga vinninga og jafnháa fjárupp- hæð í einum drætti sem í þess- um, svo að þess er von að menn séu óþreyjufullir að bíða eftir útkomunni. En vinninga- skráin verður ekki birt fyrr en á þriðjudag, vegna þess hve ó- hemjumikið verk er að ganga frá henní. Alls voru að þessu sinni út dregnir 6.500 vinningar að fjár hæð 24 milljónir og 20 þúsund krónur. Hæstu vinningarnir eru tveir, á eina milljón krón- ur hvor, tveir vinningar eru á 100 þúsund krónur, 968 vinn- ingar á 10 þúsund, 1044 vinn- ingar á 5 þúsund krónur og 4.800 vinningar á 1500 kr. hver. Auk þess eru fjórir auka vinningar á 50 þúsund krónur hver. Það benda þvi allar iík- ur til, að einhverjir fái óvænt- an jólaglaðning eftir helgina, þótt hitt sé raunar líka viðbú-. ið að einhverjir aðrir verði fyr ir vonbrigðum. Jólablær á Reykjavík Það' er orðið jólalegt um að litast í höfuðborginni, eins og s,;á má á þessari mynd, sem ljósriiyndai lun ckkar, hann Bjarnleifur, tók í gær morgun niður eftir Skóla- vörffustígnum. Jólaverzlun- in er líka farin að færast í aukana, í gær voru sölubúff- ir opnar til klukkan 6 síff- degis, næsta laugardag verffa þær opnar til klukkan 10 um kvöldiff og á Þorláks- messu til miðnættis. Alþýffublaffiff minnist jól anna aff venju meff því að senda út sérstakt jólablað. Þaff kemur í fernu lagi í ár cins og í fyrra, og hafa tveir fyrstu hlutar þess þegar veriff bornir út til kaup- enda. Mflð' blaffinu í dag fylgir 3. hluti jólablaðsins, og birtist þar meðal ann- ars kafli úr bók Guðmund- ar G. Hagalín, er hann skráði eftir Adam Hoffritz; smásaga eftir Guðrúnu Jakobssen og viðtal við Þor gcir Þorgeirsson kvikmynda gerffarmann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.