Alþýðublaðið - 11.12.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 11.12.1966, Blaðsíða 16
 Að múra upp í gluggana Veðráttan hef- u r \<ei!ið söm við sig liðna viku og aldrei verið fljótari að fara aíian hring inn frá norðan átt til norðan- áttar aftur. Það gerir æfingin, og með aukinni þjálfun má búast við að veðr ið fari að geta farið marga hringi á einum og sama sólarhringnum. Þá verður nú fyrst gaman að lifa ,þegar hringrás veðursins verður orðin svo ör að auga verð nr hætt að festa á henni; þá verð ur veðráttan nefnilega óbreytan leg, en auðvitað skiptir þá dálítið miklu hvar í hringnum maður lendir, þegar hamagangurinn byrjar. Það er mikill munur á því að eiga fyrir iiöndum sí fellda norðanátt með sækulda eða eilíf útsynningsél, og er þó hvort tveggja illt. í Ijós kom í vikunni að liöfuð fangelsi landsins er eins og fleira í þjóðfélaginu rammgert og ábúð armikið að framanverðu, eri op Ki og illa hirt á bakhliðinni. Þetta notfærðu sér innisetumenn á staðnum og brugðu sér út bak dyramegin til þess að draga sér björg í bú í nærliggjandi kaup félagi. Líklegast hafa mennirn ir ekki lesið Tímann i fangelsinu, og því ekki fengið fregnir um stöðu kaupfélaga landsins, sem nú eru sem óðast að fara í megr unarkúr, því að þá hefði þeim auðvitað aldrei dottið í hug að fara í kaupfélag í fjárleit. En ^hvað sem því líður, þá fóru þeir í kaupfélagið og varð talsvert á- gengt, áður en þeir skutust aft ur til sín í tukthúsið. En viðhrögð kaupfélagsins eft ir þjófnaðinn voru mjög vitur leg. Það kallaði undir eins á iðn aðarmenn og lét múra upp í gluggann sem þjófarnir höfðu farið inn um. Þetta minnir örlítið á atvik, sem kom fyrir í kaup stað einum fyrir allmörgum ár um. Þar var brotist inn í opin- bera skrifstofu og stolið allhárri peningaupphæð. Eitthvað mun þjófunum þó liafa verið órótt vegna verks síns því að þeir fengu samvizkubit á eftir og skil uðu þýfinu. Það gerðu þeir með því að slá utan um það umslagi og senda það í pósti til stofnun arinnar sem um var að ræða. Tveimur vikum síðar var aftur brotist inn í sömu stofnun, og stol ið ekki lægri uphæð en í hið fyrra sinni. Og þá lét forstjóri Frétta- yfirlit vikunnar stofnunarinnar það auðvitað verða sitt fyrsta verk, þegar vitnaðist um innbrotið, að fara á pósthús staðarins og spyrja, hvort það hafi ekki komið til sín pakki. Annars' væri það kannski ekki óeðlilega að fangelsið hefði brugðið á sama ráð og kaupfélag. í og látið múra upp í gluggana hjá sér. Þegar útbrot og inn brot fara saman hlýtur að vera álitamál hvort afbrotið er stór brotnari glæpur. Alþingismennirnir tóku við sér undir vikulokin, nærri því eins og minkur hefði komizt í þingsal inn eða bjór tekið að ylja hug ann. Það var líka ekkert minna en sjálfur kx-istindómurinn í land inu, sem var á dagskrá, eða að minnsta kosti sú stofnun, sem við hann er kennd, kirkjan. Nú á að fara að spara í rekstri kirkjunn ar, og eins og alltaf þegar farið er að spara þá eykur það allan tilkostnað til mikilla muna, og eins mundi hér: sparnaðurinn verður til þess að gera kirkjuna enn dýrari í rekstri en áður. Nú á kirkjan að koma sér upp sjóði til að liggja á eins og ormur á gulli, og virðast henni þá alveg vera gleymd hin fornu orð: „Safn ið yður ekki fjársjóðum á jörðu.” Mér er kalt á klónum í kuldanepju og hríð; árans illsku tíð er nú snemma og' síð. Ösla ég úti í snjónum einn og frostbitinn; beilur á blárri kinn bylurinn. Svíður sárt í kaunum, svellar andi á vör, frjósa skegg og skör, skerðist afl og fjör. En í öllum raunum ein er huggun fín, sem bræðir bæði og skín: baugalín! SÍRA SIGMUNDUR. Orððbók háðskóidns FRYSTIHÚS: Gera ýsuna kalda, en eigendurna heita. KJÓLLINN: Rangnefnd bíómynd, ætti að heita KLÆÐLEYSI. NORÐURSTJARNAN; Niðurlögð niðurlagningarverksmiðja. PÓSTMENN: Verða með jólapóstinn fram á sumar. SIGURVIN: Hefur einhverja sigurvon. Ródesíumálið hefur verið á dag- skrá að undanfömu Stjórn Ian Smiths hefur traustan hak lijall í Suður-Afr- íku eins og sézt á þessari mynd. Þar segir Smith, þegar Sameinuðu þjóðirn ar ætla að fara að bcita hann liöröu: „Ég læt bara hann pabba minn taka í þig.‘‘ Sá spaki segif... Auðvitað verður að kenna nýjxi bókaverð- launin við ljós, sam- anber Silfurlampann. Og þá liggur beinast við að kalla þau Menningarvita. Skopmynd vikunnar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.