Alþýðublaðið - 11.12.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 11.12.1966, Blaðsíða 13
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ -11. desember 1966 13 Kjóliinn Sænsk kvikmynd byggð á hinni diörfn skáldsögn Ullii Tsaksson. Leikstjóri Vilgot Sjöman arf- taki Bergmans í sænskri kvik- myndagerð Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum. — Maðurinn lir vestrinu — Spennandi amerísk kvikmynd í litnm og CinemaScope Gary Cooper Sýnd kl. 5. Bönnuð börnum. — Nýtt teiknimyndasafn — Sýnd kl S. DSrcli og sjóEiðarmgr. Ðönsk músik og gamanmynd í litum. Direh Passer Elisabet Oden. Sýnd kl. 5, 7 og 9. •— Pétur verður skáti — Barnasýning kl. 3. T r úlof unar hringar Fljót afgreiðsla. Senduni gegn póstkröfn. Guðm. Þorsteinssom irsllsmiður Bankastræíi 12. Vinnuvélar TIL LEIGU. Leigjum út pússningra-steypu- hrærivélar og hjólbörur. Eafknúnir grjót- og múrhamrar með borum og fleygum. Steinborar — Vibratorar. Vatnsdælur o. m. fl. LEIGAN S.F. Sími 23480. í í JOHANNES BRAHMSII. ínnri maður tónskáldsins kemur bezt fram í söngvum iians. Þeir endurspegla líf hans óg huga — lýsa inn í leyndustu hugar. fylgsni hans. Þeir fjalla margir um ein manakennd, ástarsorg og dauðaþrá. Hér fet ar Brahms í fótspor hinna ljóðrænu tón- skálda, fyrirrennara sinna, Schumanns og Schuberts. Gáfaður samtíðarmaður hans vitnaði eitt sinn í þunglyndisleg lög hans og sagði: „Þegar Bralims er í góðu skapi, semur hann verk eins og „Gröfin er mín gleði‘‘! Lítum af handahófi á nokkur feg urstu sönglaga hans, þar sem sorg og hryggð eru grunntónninn. O wússt’ich docli den Weg zurúck (Vissi ég aðeins veginn hcim — Klaus Groth), Der Tod das ist die kúhlen Nacht (Danðinn, hann er nætursval inn — Heine), Mainacht (Maínótt — Lud- wig Holty), An die Naclitigall (Til nætur- galans — Lndwig Holty), Sappischen Ode (Óður til Saffó — Hans Schmidt). Ástar- þráin er einkennandi í Von ewiger Liebe (Um eilífa ást — samið við vinsælt slav- neskt ljóð.) og Liebestreu (Ástartryggð — Robert Reinick). Náttúrudýrkun og ró- semi langt frá veraldarvafstri ríkja í Feld einsamkeit (Einsemd í óbyggðum — Karl Lemcke). Viðkvæmni kemur fram í hinu kunna Wiegenlied (Vögguljóð — Carl Sim rock). Sem dæmi um kýmnigáfu má nefna Dcr Jáger (Veiðimaðurinn — Friedrich Halm) og Vergebliches Stándchen (Árang urlaus aftanóður — við vinsælt Rínarljóð. Ef menn kynna sér sönglög Brahms, kynnast þeir ekki aðeins manninum af tónlistinni einni saman, lieldur og vali hans á textum við lögin. Ljóðskáldanna er getið. Mörg þeirra eru ef til vill gleymd í dag, en lifa þó í hinum ódauðlegu lög- um tónskáldsins. Hljómsveitarverk Brahms eru miklu ó- aðgengilegri en sönglögin. Eftir hann liggja fjórar sinfóníur kunnáttusamlega byggðar í hvivetna. Brahms var samtíðarmaður Bruckners —■ en hvílíkur mismunur Þeir gengu sömu götur í sömu borg, en sömdu tónverk svo gjörólík sem mest má verða. Höfð eru eft ir þeim ummæli um Bruckner: RABBUM TONLISI hvorn annan. Hann er Brahms — ég ber djúpa virð- ingu fyrir honum. Ég er Bruckner og ég lief meiri mætur á mínum verkum en lians. Brahms: Verk Bruckners eru grunnfærin, sinfón- íur hans eru himmhrópanai blekking. Þess skal getið, að báðir voru einkar gæfir menn og báru engan kala hvor til annars. Konsertar Brahms eru ef til vill hvað strembnastir. Píanókonsei-tarnir tveir gera miklar kröfur til einleikarans, en geta líka veitt ríkulega ánægju. Eftir hann liggur einn fiðlukonsert, sem er eins og fiðlukon sert Beethovens í D-dúr, enn fremur tvö faldur konsert fyrir fíðlu og selló. Þýzk sálumessa, sem var gerð að um- ræðuefni í þessum þætti fyrir skömmu, er sérstæð fyrir þá sök, að hún er samin á öðru máli en latinu og til handa þeim sem lifa. í henni og Fjórum alvaiiegum sönprvum, svanasöng hans, kemur dýpt Brahms sem tónskálds gleggst fram, en þunglyndið, sem hann reynir á stundum að bægja frá sér, setur svip sinn á öll verk hans, jafnvel þegar hann virðist hrósa sigri yfir því Stofutónverk Brahms eru undantekningar lítið talin hrein snilldarverk. Þetta tónlistar form leiðir í ljós helztu eiginleika skap- ara síns, hagsýni og einbeitni traustleika í byggingu og hugkvæmni í stefjavali. Dæmi um snilldarverk af þessu tagi mætti telja Hornatríóið opus 40, Klarinettukvintett opus 115, Fiðlusónötu í d-moll opus 108, þrjá kvartetta fyrir píanó og strengjahljóð færi. Auk konsertanna samdi Brahms margt fyrir píanó, bæði einleik og tvíleik. Af ein leiksverkum eru nafntoguðust Sónata nr. 2 í f-moll, Sónata nr. 3 í f-moll og Til- brigðinu um stef eftir Schumann. Ekki má heldur gleyma hinum þokkafullu völzum og ungversku dönsum. Er tímar liðu fram, var Brahms sér- stæður persónuleiki í Vínarborg. Hnellújn og höfuðstór með sítt hár og skegg sást hann oft á feiii í kringum kaffiliúsin. sem voru helztu samkomustaðir lista- og menntamanna í borginni. Fáir vina hans vissu, að hann pipar- sveinninn, sem aldrei átti sér raunverulegt heimili, bar í innstu hjartans leynum djúpa, en dulda ástarþrá — ást til Klöru Schumann, ekkju tónskáldsins mikla, sem hann dáði svo mjög. Hún var fjórtán ár- um eldri en hann og hafði frá dauða eiE inmanns síns helgað líf sitt minninngunrú um hann og kynningu verka haris, en húá var afburða píanóleikari. Svo virðist serti Brahms hafi elskað hana hartnær hálft öld óendurgoldinni ást, sem þó kulnat? aldrei. Árið 1896 stóð hann við gröf henn ar og fann, að hans eigið líf var að fjara út. Barátta Wagnerssinna og andstæðinga þeirra, sem hafði árum saman eitratS andrúmsloftið í Vín, var nú að dvína. Brahms hafði verið dreginn inn í hana gegn vilja sínum. Hanslick hafði att honum fram sem dæmigerðri andstæðu Wagners (og það ekki að ófyrirsynju) gegn Bi-uckn er og Wolf, sem héldu fram málstað Wagn ers. Deilurnar hjöðnuðu, engir stóðu uppi sigurvegarar né lágu í valnum, það eitt sæmir, er andans jöfrar leiða saman hesta sína. Að vísu virðist andi Bayreuth hafa hrósað sigri, en verk Brahms standa enn óhögguð. Hann lifði Bruckner og Klöru aðeins eitt ár, andaðist úr krabbameini 3. aprfl 1897. í sumar kom á markaðinn á tveim liljóm plötum frá His Masters Voice fjörtíu og tvö þýzk þjóðlög í útsetningu Brahms. Síð- ustu árin, sem hann lifði samdi hann lítið, en vann að útsetningu og útgáfu þýzkra þjóðlaga, sem hann hafði safnað alla sína ævi. Fjölmargar vísurnar fjalla um ást og óþreyju, raunir og þjáningu ungs fólks og syn'gjast tveir fremstu ljóðsöngvarar heims Elisabeth Schwar-kopf og Ðeitrich Fischer- Ðieskau á við undirleik liins vandaða lista- manns Geralds Moore. Enginn ætfci að verða verri maður af því að hlusta á þessi id síður væri. G. P-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.