Alþýðublaðið - 11.12.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 11.12.1966, Blaðsíða 11
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. desember 1966 1£ Kínverjum fleygt á dyr í SOFIA, 8. des. (NTB-Reuter) — Kínverskmn fulltrúum á fundi al- I Jjjóffasambands kommúnistískra verkalýffsfélaga í Sofia var fleygt á dyr í dag. Samþykkt var að vísa kínversku fulltrúunum á dyr gegn atkvæð- um fulltrúa Albaníu, Norður-Kór- eru, Rumeníu, Kúbu, Venezúela, Norður-Vietnam og Vietcong. Fulltrúar Mongólíu, Líbýu, ítalíu og Indlands kröfðust þess, að kín- versku fulltrúarnir yrðu reknir á dyr, og sama gerði fulltrúi Uru- guay fyrir hönd margra fulltrúa frá öðrum suður-amerískum ríkj- um. Kínverjunum var fleygt á dyr eftir mikið orðaskak milli þeirra FRÉTTIR I STUTTU MÁLI og annarra fulltrúa. Deilurnar hóf ust í gær með því, að kínversk- ur fulltrúi hélt uppi m'álþófi gegn ákvörðunum formanns ráðktefn- unnar. Hans Warncke frá Austur- Þýzkalandi. Þegar kínverski full- trúinn tók að gagnrýna sovézka endurskoðunarstefnu urðu mikil !hróp í salnum. Þegar ákveðið hafði verið að visa Kínverjunum á dyr hrópuðu Kínverjarnir ókvæðisorð í mót- mælaskyni og albanskur fulltrúi steig í ræðustólinn án leyfis for- manns, og þráttaði lengi við Warnck’e og fulltrúa Uruguay um leyfi til að tala. Upphófust mikil handalögmál og margir fundar- menn hlupu upp í ræðustólinn til að hjálpa formanninum. Kínverj- arnir hlupu einnig upp í ræðu- stólinn til að hjálpa sínum manni. GENÉVE SINCE 1737, FROM FATHER TO.SON, EIGHT GENERATIONS OF WATCHMAKERS GLÆSILEG JÓLAGJÖF! FAVRE — LEURA dömu- og herraúr í fjölbreyttu úrvali. Heígi Guðmundssasi ÚRSMIÐUR. — Laugavegi 85. □ TOKIO: Japanska frétta- | stofan Jiji hefur það eftir heimildum í japönsku stjórn- inni að Kínverjar geri næstu kjarnorkutilraun sína eftir ör- fáa daga og að þeir muni nota eldflaug til tilraunarinnar að þessu sinni. ) □ NOTTINGHAM: Ronald „Buster“ Edwards, sem grunað ur er um að hafa skipulagt lestarránið meistaralega í Eng- landi 1963 sem gaf ræningjun- um 2,5 milljónir punda í aðra hönd, var í gær dæmdur í 15 ára fangelsi. Hann 'gaf sig fram j við lðgregluna í september eft-1 ir að hans hafði verið leitað um allan heim. □RÓM: Blaðamenn og frétta- menn útvarps og sjónvarps á ítalíu hófu í gær 48 tíma verk- fall til stuðnings kröfum sín- um um fimm daga vinnuviku. □ WASHINGTON: Mannfall í Vietnam er helmingi minna en búizt hefur verið við á grund- velli tölfræðilegra rannsókna er byggðust á athugunum á mannfalii Bandaríkjamanna í heimsstyrjöldinni síðari og Kóreustríðinu. Síðustu 11 mán- uði hafa 4.639 Bandaríkjamenn fallið og 30.000 særzt í Viet- nam, en búizt var við að töl- urnar yrðu 10.000 fallnir og 50.000 særðir. BtfrsiSse^endiir K>rautum og réttuna Fljfft afgreiffsla BifreiflaverkstœðiS ▼esturAs H.F. 80. sfrai 85700. JÓLABÆ AR Steinafdarþjóð Þar er lýst dvöl mannfræðings hjá frum- stæðustu mönnum þessarar jarðar: frum- hyggjum Nýju Gíneu, háttum þeirra og siðum, átrúnaði og híbýlakosti, af sam- úð og skilningi, og skýrt með miklum fjölda litmynda. Himneskt er að lifa ævisaga Sigurbjarnar í Vísi. Þetta er ekki þurr upptalning æviatriða. Frá- sögnin gneistar af lífshamingju og frá- sagnargleði, sem smitar þann sem les og hálfgleymdir atburðir koma hér fram sem gamlir vinir í nýju ljósi. í svipmyndum Steinunn S. Briem talar við 55 menn um allt milli himins og jarðar. Viðtölin verða alls 100 og er þar bæði sama dreginn mikill fróðleikur og margt ber á góma sem forvitnilegt er að kynnast. Ljés í myrkrinu Fagurt mannlíf í myrkviði hörmunganna. Sigríður Einars frá Munaðarnesi þýddi bókina. Leiðsögn til lífshamingju II. Hin stórmerka bók eftir Martinus. Spakmæli Yogananda eftir höfund bókarinnar „Hvað er hak við myrkur lokaðra augna?“ Kemur út um miðjan mánuðinn. Bók Guðrúnar frá Lundi, en hókin verður eins og endranæir upp- seld fyrir jól. Þetta eru jólabækurnar- Kynnið yður þessar bækur og verð þeirra áður en þér veljið jólagjöfina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.