Alþýðublaðið - 30.12.1966, Síða 2

Alþýðublaðið - 30.12.1966, Síða 2
Saigon og ná Islðnd kynnt í útvarpi í Austurríki Útvarpið í Vínarborg hefir um alllangt skeið kynnt hin ýmsu flugfélög í sérstökum útvarps- þáttum, svo og heimalönd við- komandi flugfélaga. Útvarpsþátturinn, sem er ein klukkustund hverju sinni og er útvarpað beint úr sal sem rúm- ar um 350 áhorfendur, nefn- ist „Flieg mit uns“. Fyrir nokkru var Flugfélag íslands gestur þáttarins og í dagskránni, sem samanstóð 'af viðtölum, samfelldri dagskrá og söng, var land og þjöð svo og starfsemi Flugfélags íslands kynnt. í dagskránni söng Guð- mundur Jónsson óperusöngv- ari íslenzk lög og ennfremur ein af flugfreyjum félagsins, Elísabet Erlingsdóttir sem í vet ur stundar söngnám í Þýzka- landi. Viðtöl voru við tvo austur- ríska menn, sem hafa dvalið hér á landi og við tvo starfs- menn Flugfélagsins, þá Dieter H. Wendler fulltrúa í Austur- ríki og Þýzkalandi og Svein Sæmundsson blaðafulltrúa. Myndin er frá úvsendingu dagskrárinnar er Elísabet Er- lingsdó'ttir söng íslenzk lög. Stórar áramótabrennur á 54 stöðum í borginni Stórar áramótabrennur á 54 stöðum í borginni. Áramótabrennur verða í Reykja- vík á 54 stöðum auk ýmissa smærri brenna, sem ekki hefur verið til- kynnt um til lögreglunnar eða slökkviliðsins. Kveikt verður í stærstu brennunni, borgarbrenn- unni á Miklatúni kl. 23.15 á gaml- árskvöld og á sama tíma verður kveikt í brennunum við Faxaskjól og Ægissíðu. Við Álfheima- Suð- urlandsbraut er stór brenna og verður kveikt í þar kl. 22.00. Það eru vinsamleg tilmæli frá lögreglunni, að borgarbúar sýni ii?réttir í stuttu máli □ BONN: Erliard fyrrum kanzl ari er fús til að láta af for- mennsku í Kristilega demó- krataflokknum samkvæmt góð- ,um heimildum og vill að leið- togi flokksins í Westfalen, Jo- sef Dufhues, taki við starfinu. Qj RÓM: Markaðsmál Evrópu verða rædd á fundi sem Al- þjóðasamband jafnaðarmanna heldur í Róm 4. og 5. janúar. Meðal þátttakenda verða ’ Trygve Bratteli, George Brown Willy Brandt, Jens Otto Krag 1 og Tage Erlander. < ... 0] AMMAN: Vopnaður varð- flokkur frá ’Sýrlandi fór inn fyr ’ir Iandamæri Jórdaníu í gær og myrti starfsmann jórdönsku öryggisþjónustunnar. □ VESTUR-BERLÍN: Höfð hafa verið skipti á 61 árs göml- um lögregluforingja í Vestur- Berlín, Hans Weiss, sem í haust var dæmdur í- fimm ára fang- elsi fyrir njósnir, og fjórum Vestur-Þjóðverjum, sem hafð- ir hafa vcrið í haldi i Austur- Berlín. □ MADRID: Sækjandi (hefur krafizt þess að spánskur rit- höfundur, sem ákærður hefur verið að honum fjarstöddum fyrir ólöglega áróðursstarf- semi, verði dæmdur í 18 ára fangelsi. jlipurð í umferðinni og fari eftir þeim reglum, sem settar verða í ! sambandi við umferð á þeim göt- : um, sem liggja að stærstu brenn- unum. Enn fremur að fara var- lega með flugelda og blys, en af meðferð þeirra hafa oft hlotizt alvarleg slys á gamlárskvöld vegna óvarkárni og kunnáttuleys- is. Áramótabrennur í Reykjavík verða sem hér segir: 1. Borgarbrenna á Miklatúni. 2. Brenna austan Álftamýrar. 3. Brenna móts við Ármúla 22. 4. Brenna v/ íþróttasvæði Þrótt- ar við Sæviðarsund. 5. Brenna móts við Kleppsveg 28. 6. Brenna móts við Laugarnes- veg 108. 7. Brenna austan Reykjavegar móts við Sigtún. 8. Brenna við Skeiðarvog og Elliðárvog. 9. Brenna á auðu svæði við Grundargerði og Akurgerði. 10. Brenna við Suðurlandsbraut við Álfheima. 11. Brenna sunnan Baugsvegs. 12. Brenna við Skipholt, nærri íþróttasvæöi Fram. 13. Brenna móts við Sörlaskjól 44. 14. Brenna móts við Faxaskjól 4. Framhald á bls 14. SAIGON, 29. deseinber (NTB■ Reuter) — Verkalýðssamtökin í 'Suöur-Vietnam jyrirskipuðu í dag 12 stunda allsherjarverkjall á Saigon-svæðinu frá kl. 6 að stað- artíma á morgun í samxiðarskyni við verkfall hafnarverkamanna í Éaigon. Hafnarverkamenn hafa veriö i verkjalli síðan á mánudag þar sem bandarískir hermenn hafa verið látnir leysa 600 úr þeirra hópi af hólmi. Bandaríska herstjórnin tilkynn- ir, að 6.516 bandarískir hermenn liafi fallið í Suður-Vietnam á und anförnum fimm árum. í síðustu viku féllu 109 Bandaríkjamenn í bardögum í Suður-Vietnam. Alls eru nú 376.000 bandarískir her- menn í landinu. í dag fóru bandarískar flugvél- ar 70 árásarferðir gegn samgöngu leiðum og öðrum hernaðalegum skotmörkum í' Norður-Vietnam- Þotur frá flugvélaskipinu „Kitty Hawk“ réðust á járnbrautarmann- virki í vefnaðarbænum Nam Dinh. í Suður-Vietnam hafa bandarískar þyrlur eyðilagt 193 Vietcong- pramma undanfarna þrjá daga. Á árinu hafa þyrlurnar sökkt yfir 2.000 prömmum í Mekongósunum. Ilin opinbera fréttastofa í Suð- ur-Vietnam hermir, að samtök andkommúnista í Bandaríkjunum Ixafi í hyggju að koma á laggirn- ar alþjóðlegri sveit sjálfboðaliða, sem sendir verði til Suðui--Vict- nam. í London gerðu vinstrisinnaðir Verkamannaflokksmenn harða hríð að George Brown utanrikis- ráðherra í dag þar sem hann lét svo um mælt nýlega, að sennilega hefði engan óbreyttan borgara sakað í loftárásum Bandarikja- manna á Norður-Vietnam. Þeir vitnuðu í fréttaskeyti eins af rit- stjórum „The New York Times“, ^ Harrison Salisbury, frá Hanoi, sem benda til hins gagnstæða. Þegar þing kemur saman eftir jólaleyfi vei-ður Brown krafinn Framhald á 14. síðu. TOKIO, 29. desember (NTB- Reuter) — Bandarískir flugmenn vörpuðu sprengjum og skutu úr vélbyssum á litla eyðiey á Kyrra- hafi án þess að vita að 10 jap- anskir skipbrotsmenn dvcldust á eynni, að því er skýrt var frá { Tolcio í dag. Mennirnir, sém dvaU izt höfðti á eynni síðan á annan jóladag eftir að fiskibátur þeirra, „Takuyo Maru“, fórst, meiddust allir nokkuð. Þeim var bjargað í dag. Sama daginn og skipsbrotsmenn irnir stigu á land á eynni hófw bandarískar herflugvélar æfingar, sem stóðu í þrjá daga. Fiskimenn- irnir grófu sig í sandinn þegar flugvélai-nar komu. Flugvélarnar gerðu yfir 100 „árásir“, að söga eins fiskimannsins. Japanirnir unni eru allar skýrlegar og lifandi að sézt hefði til þeirra. í morgun sáust þeir úr japönskum varðbát og bandarísk þyrla flutti þá á sjiíkrahús á Okinawa. Westmoreland. 2 30. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.