Alþýðublaðið - 30.12.1966, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 30.12.1966, Qupperneq 3
íelur líkur fyrir líf sé á tunglinu MOSKVU, 29. desember (NTB- — Sovézkur geirnvísindamaður, prófessor Alexei Oparin, sem stjórnar hinum líffræðilega þætti geimvísindaathugana Riissa, sagði í dag að ekki væri loku fyrir það skotið að líf fyrirfyndist á tungl- inu. Hann sagði, að ef til vill Konungur Lesothe settur af? MASERU, 29. desember fNTB- Rauter) — Lögfræðilegur ráðu- ngutur konungsins í Lesotho (áð- nr Basuoland) var rekinn í út- legð til Suður-Afríku í dag, stund- arfjórðungi eftir að dómstóll hafði úrskurðað, að stjórnin hefði ekki rétt til að gera hann landrækan. Samtímis tilkynnti forsætisráðherr ann, Leabua Jonathan, að hann og aðrir meðlimir höfðingjasamkundu landsins mundu halda fund með Moshoesoe konungi 11, sem setið liefur í stofuvarðhaldi síðan í gær, Tilkynning forsætisráðherrans varð til þess að sú spurning vakn- aði hvort konungur vrði neyddur til að leggja niður völd, en höfð- ingjasamkundan hefur rétt til þess undir sérstökum kringumstæðum og méirihluti höfðingjanna styður Jonathan forsætiráðherra í deilu ahns við konung. Konungur og Btjórnarandstæðingar, sem efnt toafa til uppþota, eru sakaðir um áform um að steypa stjórninni imeð valdi. væru hér um að ræða lífverur lik- ar þeim sem uppi voru á forsögu- tímabili jarðarinnar. Hann sagði, að hæfni lífvera til að laga sig á ytri aðstæðum væri lítil takmörk sett. Ef lífverur fyr- irfinnist á tunglinu kunni þær að hafa grafið sig undir yfirborðið, þar sem hitabreytingar séu minni og þar sé að finna eðlilega vernd gegn geislavirkni og ef til vill vatn í einhverri mynd. Það sé stór spurning hvort þetta líf hafi staðnað á frumstigi eða þróazt. Yfirmaður Jodrell Bank-athug- unarstöðvarinnar í Bretlandi. Sir Bernard Lovell, sagði í dag, að sovézk yfirvöld hefðu veitt hon- um leyfi til að birta myndir, sem athugunarstöðin hefði náð frá tunglflauginni ,,Lúnu-13“ Rússar segja, að myndirnar verði mikil- væg viðbót Við myndir þær, sem Framhald á bls 14. Sukarno hótar aö fara frá - DJAKARTA, 29. desember -NTB Reuter) — Sukarno forseti hótaði að draga sig í hlé þegar hann lenti i hörðu orðaskaki við her- foring ja í forsetahöllinni fyrir tveim dögum, að þvi er frá hef- ur verið skýrt í Djákarta. Forsetinn mun í reiðikasti hafa hótað að segja af sér ef gagn- rýni í hans garð héldi áfram. Hann hefur áður neitað að gefa skýringu á atburðum þeim sem leiddu til byltingartilraunarinnar í fyrra. Forsetinn neitar því, að kommúnistar hafi verið viðriðn- ir byltingartilraunina. Hann skellti skuldinni á CIA, ban^a- rísku leyniþjónustuna. Ungur þingeyskur bóndi, Jón Helgi Jóhannsson fékk annan af tveim 1. millj. kr. vinningum í Happdrætti Haskólans, sem dregið var um í þessum mánuði. .4 myndinni sést hann ásamt unnustu sinni, Unni Káradóttur. Me.ð þeim eru Páll H. Pálsson framkv æmdastjóri happdrættisins, Ármann Snævarr hásiiola rektor og - Árni Jónsson umboðsmaður happdrættis ins á Húsavík. HHIHEFUR ALLRA HÆSIA VINNINGSHLUIEALLID HÉR — Þeir sem skipta við Happ- drætti Háskóla íslands eru þátttakendur í stórkostlegri vís indauppbyggingu og ég held að almenningur hér á landi geri sér fulla grein fyrir þeim þungu lóðum, sem hann legg- ur á þessar metaskálar, sagði Ármann Snævarr háskólarekt- or í stuttri ræðu sem hann flutti á fundi með blaðamönn- um í fyrrakvöld í tilefni þess að nú er að hefjast nýtt starfs- ár hjá happdrættinu. Rektor gat þess til gamans í upphafi ræðu sinnar, að árið 1894 hefði „Hið íslenzka kvenn félag“ efnt til „lotterís“ til efl- ingar stofnun háskóla á ís- landi. Kostaði þá miðinn 25 aura og meðal vinninga var gipsmynd og kvensöðull, ensk- ur að gerð. Það hefðu því ekki Milljónin breytir engu — Þetta kemur ekki til með að breyta miklu hjá manni, sagði Jón Helgi Jóhannesson frá'Víðiholti í Reykjahverfi, en hann ihlaut milljónina, sem dregið var um í Happdrætti Háskóla íslands 10. desember síðastliðinn. — Ég ætla að byrja að byggja íbúðarhús næsta vor, sagði hann er hann var að því spurður hvort milljónin færi í þeningshús, Ég var búinn að ákveöa það áður en þetta kom til, en vinningurinn gerir þetta fiáttúrlega allt talsvert auðveld- ará. Fréttamenn blaða og útvarps áttu þess kost að spjalla stutta stund við Jón og konuefnið ihans, Unni Káradóttur, ásamt stjórn Happdrættis Háskólans síðastliðið miðvikudaigskvöld. Jón kvaðst hafa átt þennan miða í Happdrætti Háskólans, sem milljónin kom á, síðastlið- in þrjú ár og aldrei fengið vinn ing fyrr en núna. Að auki ætti hann svo tvo hálfmiða, sem ekkert hefði heldur unnizt á enn sem komið væri. ^ Jón er alráðinn í að verða bóndi að Víðiholti í Reykja- hverfi í Suður-Þingeyjarsýslu, en þar býr nú faðir hans. Jón er 22 ára gamall og hefur und- anfarna þrjá vetur starfað hjá jarðborunum ríkisins víðsveg- ar um land. en er nú að fara að lielga sig búskapnum og reka kúabú, að því hann tjáði frétta mönnum. — Og hvernig varð þér við þegar þú fréttir að þú hefðir unnið stóra vínninginn? — Ég varð að sjálfsögðu af- skaplega glaður, sagði Jón. Ég frétti lauslega af þessu að kveldi til, það var mjólkurbíl- stjórinn þarna í sveitinni, sem hafði orð á þessu við mig, nú og svo var hringt daginn eftir, og þá var ekki lengur neinum blöðum um þetta að flettá. Þetta kemur sér að sjálfsögðu vel, sagði Jón Helgi og ítrekaði að engu breytti þetta samt um framtíðaráætlanir þeirra hjóna leysanna. verið hvað sízt íslenzkar kor- ur, sem átt hefðu þátt í að hér var stofnaður háskóli sagði rektor. Hann minnti á, að orð- ið happdrætti mundi fyrst hafa verið notað í íslenzku máli ár- ið 1912 og þá í umræðum á þingi af Bjarna frá Vogi. Þá var til umræðu í þinginu frurn varp til laga um „peningalott- erí fyrir ísland". Voru allir þingmenn hlynntir því fyrir- tæki, nema Bjarni. Hann kvaðst ekki vilja ljá atkvæði sitt slíku orðskripi, sem lotterí væri. heldur vildi hann kalla slík fyr irtæki happdrætti. Um frum- varpið er svo það að segja að það var samþykkt, en Hannes Hafstein ráffherra bar þaff aldrei upp við konung svo aldrei varð neitt úr neinu. Happdrætti Háskóla íslands var svo sett á stofn 1934 og dregið var fyrst 10. marz það ár. Einn aðalhvatamaðurinn að stofnun þess var dr. Alexand- er Jóhannesson. Rektor sagði, að með happdrættinu hefðu verið unnin stórvirki og iheilt háskólahverfi væri nú í raun- inni risið fyrir tilstilli þess. En betur má, ef duga skal, sa'gði hann og minnti á að húsnæðis- kreppa hamlar nú kennslu og rannsóknarstarfsemi í Háskól-; anum, auk þess sem húsnæði fyrir lestrarsali stúdenta og bókasafn skólans væri mjög af skornum skammti, þótt nokk- uð myndi úr rætast með til- komu byggingar Ilandritastofn unarinnar og Háskólans, sem væntanlega verður byrjað á strax næsta vor. Mun Háskól- inn fá til sinna þarfa um tvo þriðju hluta þeirrar byggingar. Þá sagði rektor að öflun hús- næðis fyrir kennslu í læknis- fræði væri brýnt verkefni og mesta byggingarframkvæmd, sem nú væri fyrirhuguð við Háskóla íslands, en síðasta stórframkvæmdin á vegum skólans var bygging húss fyrir Raunvísindastofnun Háskólans, en það hefði kostað um tuttugu milljónir króna og hefði rúm- lega þriðjungur þess fjár kom- ið frá happdrættinu. í fréttatilkynningu um starf semi Happdrættis Háskóla ís- lands segir á síðastliðnu ári muni hafa verið seldir hluta- miðar fyrir um það bil 110 milljónir króna, en happdrætt- ið greiðir 70% veltunnar í vinn iruga og mun það vera hæsta vinningshlutfall, sem þekkist hér á landi og jafnvel hærra en algengast er erlendis. - Allir vinningar HHÍ eru greiddir í peningum, en það hefur einkaleyfi á sliku happ- drættisformi hér á landi. Á árinu 1966 voru miðar í happdrættinu nær ófáanlegir og miðaraðir algjörlega ófáan- legar. Verð miðanna verður ó- breytt á næsta ári, en heild-j arfjárhæð vinninga verður sú hæsta sem nokkurt ihappdrætti hefur boðið hér á landi. Vinn-I ingar verða alls 30 þúsund tals ins og heildarupphæð þeirra verður níutíu milljónir og sjö hundruð oig tuttugu þúsund. Umferðarslys í Kópavogi Um hálf tvöleytið í gær varð árekstur í Kópavoginum innarlega á Álfhólsveginum. Þar ók Merce- des Benz fólksbifreið á jeppa, en í honum voru hjón og meiddust þau eitthvað lítilsháttar við árekst urinn. M.a. kenndi maðurinn sér meins í öðrum fæti og var hann fluttur á slysavarðstofuna. 30. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.