Alþýðublaðið - 30.12.1966, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 30.12.1966, Qupperneq 6
GRETAR FELLS SJOLIIGUR ÞAÐ er óþarfi að kynna Gret ar ^ells eða rekja æviatriði hans og störf. Hann er löngu þjóðkunn ur naður af fyrirlestrahaldi sínu og Bkáldskap og margra áratuga forrstustarfi í Guðspekifélaginu. Þessi orð eru líka alls engin kynning, heldur til þess eins á þrykk látin að hylla góðan mann á merkum tímamótum, því að Gretar Fells er sjötugur 1 dag. Afmælis Gretars er á ýmsan ann an hátt minnzt en með greinaskrif um í blöð. Ævisaga lians er út komin hjá Skuggsjá fyrir nokkru, lítil bók með fjórum fyrirlestrum eftir hann kemur út í dag, útgefin af bókafélaginu Hliðskjálf, og í kvöld halda vinir hans honum sam sæti í átthagasalnum í Hótel Sögu. Það er gaman að minnast Gret ars Feils nú þegar hann er að færast upp í „öldungadeildina". af því að hann á óvenjulega sögu. Hann heíur á vissan hátt ekki far ið troðna slóð. Um dagana hefur hann ekki ráðstafað tíma sínum og tækifærum eins og flestir gera Hann sóttist aldrei eftir stöðu, valdi eða virðingu, vann nær all an sinn starí'saldur sem ritari land læknis og kærði sig ekki um svo kalíaðan frama í starfi. Ekki reyndi hann að safna auði eða öðr um þeim hlutum sem fólk hleður í kringum sig til að gera sér lífið þægilegra. Kann sinnti ekki um að eignast hús eða bíl eða annað þess háttar. Ekki tók hann heldur að sér aukavinnu til þess að bæta tekjur sínar. Hann lét sér nægja það sem hann aflaði með vinnu sinni á landlæknisskrifstofunni, og leiddi svo ekki hugann meira að efnalegum frama eða gengi. Þetta er sjaldgæft í dag þegar „allt er rægt og einskis virt sem ekki er hægt að éta“. Samt eyddi hann ekki tíma sín um í slæping. Hvenær sem hann gat var hann að vinna ■ fyrir eitt hvað annað en sjáifan sig. Líf hans hefur einmitt verið auðugt af því að hann mundi betur eftir öðrum en sjálfum sér, og þurfti því ekki að verja tímanum í að eltast við eigin tilhrieigingár. Og það er mik il gæfa. Á þann hátt eru menn einmitt sinnar gæfu smiðir. Hér koma nokkur dæmi. Gretar var 21 ár forseti íslands deildar Guðspekifélagsins og fékk aldtei grænan evri fyrir. í 30 ár varj hann ritstjóri tímaritsins Gang lera og félck heldur ekki túskilding fyrlr það. Ekki var honum heldur greitt fyrir óhemju viðamikið fyr irlestrastarf, nema þegar hann tal aði í útvarp. Um önnur störf hans í þágu félaga og hugsjónahópa gegnir sama máli. Hann eyddi öll um sínum frístundum á þennan hátt. Os hetta gerði hann allt vegna þeirrar sannfæringar sinnar að Ðllir me:in væru í rauninni eitt og þyrftu að læra að búa saman í sátt, skilja hverjir aðra þótt þeir séii ólíkir og hafi ólík sjónarmið, leœja sem allra mest stund á að átt$ sig á manneðlinu og kunna að meta það undur að vera til. Menn getur greint á um skoðan ir Gretars Fells rétt eins og mínar eða hvers annars dauðlegs manns. En um hitt ættu allir að geta verið á einu máli, a'ð slíkt starf fyr- ir óeigingjörn sjónarmið er fagurt. Ekkert í mannlífinu er fegurra. Grétar Fells er einmitt einn af þeim göfugu mönnum sem finna lífshamingju sína í því að gera mannlífið fegurra. Sagan er samt ekki öll. Fjöldi manna hefur notið vin áttu Gretars. Til hans hefur mönn um þótt einkar gott að leita þeg ar eitthvað var að. Feiknar mikill tími hefur alltaf farið í það hjá Gretari að sinna gestum sem sóttu hann heim bara af því að hann var hann sjálfur, og hversu yfirgrips mikill þessi þáttur í starfi hans hefur verið er líklega fáum betur kunnugt en mér. Og sá hópur er stór sem veit það af eigin raun að það er gott að eiga hann að vini. í ræðum sínum og ritum er hann djúpskyggn og frjór — svo frjór er hann að hann hefur haft nóg að segja með vikulegum fyrirlestr um eða meir í 30—35 ár — en þó er hann ekki síður djúpskyggn og frjór í samtali við vini sína. Það fylgir honum mild birta og ein- hvern veginn verða aðalatriði mál anna ákaflega ljós og vandamálin smá í samtali við hann. Um þetta er engin auglýsingastarf semi. Þetta kemur bara einhvcrn veginn af sjálfu sér eins og blær inn. Þannig hefur Gretari tekizt að koma í lóg öllum sínum frístund um og lifa innihaldsríku og eðli legu lífi, ósnortinn af krakkalegri eftirsókn í auð og frama sem oft ast kemur í veg fyrir að menn megi vera að því að vera til. En Gretar má vera að því að vera til, og það er lærdómsríkt að sjá hve fumlaust og rólega hann virðir fyrir sér skin og skúri mannlífsins. Ein af bókum Grétars hefst á þessari setningu: Ef þú værir nógu söngvinn sjálfur mundirðu heyra alla hluti syngja." Þessi setning lýsir kannski manninum og lífi hans betur en langar greinar. Svo óska ég Gretari allra heilla. Grétar Fells er einmitt einn af þeim mönnum sem finna lífsham- ingju sína í því að gera mannlífið fegurra. Sigvaldi Hjálniarsson Gretar Fells. Lýðræði í Slóveníu? Victor Zorza, hinn kunni sérfræðingur í málefnum kommúnistarikja lýsir í þess ari grein áhrifinn þeim sem hinn einstæffi atburffur í Slóveníu á dögunum, er stjórnin þar sagffi af sér, kann aff hafa. i^OiviMUNISTASTJÓRNIN í Sló- veaiu hefur sagt af sér hneyksluð og reið vegna þess að hún beið ósigur í einni deild þingsins. Sló- vema er lengst á veg komin hinna sex sambandslýðvelda Júgóslavíu og hefur oft verið brautryðjandi nyrra hugmynda, sem smám sam- an hafa náð fótfestu í öðrum hlut- um landsins. Á svipaðan hátt hef- ur Júgóslavía verið brautryðjandi pólitiskra og efnahagslegra um- bóta í heimi kommúnista, og hafa önnur kommúnistaríki smátt og smátt tekið upp hugmyndir Júgó- siava og hrundið þeim í fram- kvæmd hjá sér. Það sem nú hefur gerzt í Lju- bijana hefur aldrei áður gerzt í nokkurri kommúnistískri höfuð- borg og kann að hafa áhrif ann- ars staðar. Þingræðislega séð er ekkert því til fyrirstöðu, að aðrar kommúnistastjórnir fari að dæmi stjórnarinnar í Slóveníu. Fyrr eða seinna — og sennilega fyrr en Sióar — gera þær það sennilega, því að tilhneigingar til lýðræðis í kommúnistalöndum færast i auk- ana. Það sem gerðist í Slóveníu, er dæmigert fyrir vandamál þau, sem stjórnir annarra kommúnistalanda standa andspænis. Áhrifa umbót- anna í efnahagsmálum Júgóslava er farið að gæta. Til þess að auka afköst og getu iðnaðarins og gera verksmiðjurnar samkeppnisfærari hefur nú verið leyft, að fyrirtæk- j in verji talsverðum hluta tekjuaf- gangs síns til eigin þarfa. ★ STJÓRNIN FELLD í Slóveníu ákvað stjórnin að fyr- irtækin, sem fram að þessu hafa lagt sem svarar 7% launaútgjalda í almannatryggingasjóð, minnk- uðu þetta framlag í 6%. Á hinn bóginn skyldi framlag verka- manna sjálfra aukast úr 1 í 2%. Og verkamenn voru vitaskuld lítt hrifnir af þessu. Sömu sögu var að segja um stjórn hinna ýmsu félaigsmálastofnana, ■ sem litu á þetta sem árás á framlög til fé- lagsmála, enda eru fjárráð þess- ara stofnana nú þegar ófullnægj- andi, þar eð ríkið hefur skorið niður talsvert af styrkjum þeim, sem þær hafa notið. Ákvörðun stjórnarinnar varð að hljóta staðfestingu þjóðþingsins, sem samanstendur af fimm deild- um, en ein þessara deilda fjallar um heilbrigðis- og velferðarmál, og er hún skipuð fulltrúum laun- þega og fulltrúum hinna ýmsu fé- lagsmálastofnana. Þingið felldi á- kvörðun stjórnarinnar með 44 at- kvæðum gegn 11, enda þótt lýð- veldisdeild þjóðþingsins, sem eins o>g nafnið gefur til kynna á að gæta hagsmuna lýðveldisins, væri þegar búin að samþykkja ákvörð- \ unina. Forsætisráðherrann, Janko Smole, kunngerði, að eins og mál- um væri nú háttað, sæi stjórnin sig tilneydda til að segja af sér, enda gæti stjórnin ekki lengur borið ábyrgð á framkvæmd efna- hagsumbótanna. Smole forsætisráðherra lagði á það áherzlu, að vandamálið væri ekki fyrst og fremst það, hve fram lög til félagsmála skyldu vera há, heldur það að finna yrði úrræði til þess að koma á jöfnuði milli útgjalda til félagsmála og þeirra sjóða, sem hægt væri að ráðstafa í þessu skyni. Meðlimir heilbrigð- is- og velferðardeildarinnar stað- hæfðu, að stjórnin hefði sagt af sér til að beita þingið þvingun um og til að blanda sér inn í rétt þess til að taka frjálsa afstöðu á grundvelli staðreynda málsins. gk HROS I BLOÐUM ÓÁNÆGJA í FLOKKNUM Belgrad-blaðið „Ekonomska Poli tika“, sem stutt hefur umbótaá- ætlunina í efnahagsmálum af al- efli, vitandi það að þetta getur ef til vill leitt til þess að draga verði úr fjárveitingum til velferðarmála, studdi ákvörðun stjórnarinnar um að seigja af sér. Pólitískar umbætur í Júgóslavíu að undanförnu hafa miðað að því að koma á skýrari aðgreiningu á hlutverkum flokksins og fram- kvæmdavaldsins. Leiðtogar flokks ins eiga yfirleitt ekki að eiga sæti í nokkurri ríkisstjórn, en þeir geta haft áhrif á stefnu stjórnar- innar eftir ýmsum leiðum. Stjórn- in í Slóveníu sagði af sér þar sem hún studdi stefnu flokksins, ekki af því að hún var ósammála henni. En stjórn flokksins getur samt ekki glaðzt sérstaklega yfir þess- ari þróun. Afsögn stjórnarinnar leiðir til votts af stjórnleysi, en stjórn mála í Slóveníu hefur ann- ars verið mjög föst í reipunum. Miðstjórn kommúnistaflokksins í Slóveníu tilkynnti, að hún styddi það sem fyrir stjórninni vekti, en hún bætti því við, að allar þing- ræðislegar leiðir til að finna við- unandi lausn hefðu ekki verið farnar í þessu máli. ★ FLEIRI TILLÖGUR UM VANTRAUST SÍÐAR? Hið dýpra mikilvægi þess, sem Framhald á 14. síðu. 6 30. desember 1966 - ALÞÝDUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.