Alþýðublaðið - 30.12.1966, Side 8
[ SÍCARETTUFRAMLEIBENDUR í VÖBN
Fyrir svo sem 15 — 20 árum var
það næsta algengt, að í sígarettu-
auglýsingum væri því kurteislega
beint til eiginkvenna að ein pakka
lengja af sígarettum væri tilvalin
jólagjöf handa bóndanum. Þessar
auglýsingar sáust ekki núna fyrir
jólin og sjást líklega aldrei fram
i ar, enda þættu þær að líkindum há
' mark smekkleysis í dag því menn
; eru talsvert fróðari um tóbaks
reykingar nú, en fyrir fimmtán ár
um.
Þeir eru æ fleiri sem leggja síg
aretturnar eða alla tóbaksnotkun á
hilluna. Árið 1965 minnkaði tóbak?
magnið, sem flutt var inn til Eng
lands og tollur var greiddur af
um 9,6%. Tolltekjurnar af tóbaki
hækkuðu ekki nema um 3% og
hafði þó tollur á tóbaki hækk-
að um 13% á árinu, að því er
vikublaðið Economist segir.
Tóbaksframleiðendurnir eru nú
komnir í vörn, eftir að hafa verið
lengi í sókn. Þeir reyna öðru
hverju að sýna fram á glpppur í
röksemdafærslum þeirra sem harð
ast berjast gegn tóbaksnotkun, en
oftast með litlum árangri. Þeirra
terkasta vopn er enn sem komið
er, að ekki hefur tekizt að sýna
vísindalega að reykingar valdi
krabbameini í lungum eða hjarta
sjúkdómum. Aðeins hefur tekizt að
st.vðja það tölfræðilegum rökum,
;að reykingam. eru í margfalt mciri
hættu að deyja úr krabbameini eða
hjartasjúkdómum heldur en þeir
'isem ekki reykja.
Árið 1965 dóu 30.000 Englend
ingar úr lungnakrabba. Það voru
fjórum sinnum fleiri en létust í
I
;t
umferðarslysum og fimm prósent
allra þeirra sem dóu á árinu. Þess
ar töiur eru það háar að segja má
að heilbrigðisyfirvöld bregðist
skyldu sinni gagnvart almenningi
með því að aðhafast ekki neitt. Eitt
hvað mundi sagt, ef í Bretlandi dæj
4i 30 þúsund manns úr farsótt á
einu ári, þá mundi talin ástæða til
aðgerða. Og það er einmitt þetta
sem hefur skeð.
En hvað á að gera? Stórauka á-
róður og fræðslu um skaðsemi tób
aks, segja sumir. Gallinn í sam
bandi við það er sá, að mjög er
erfitt að fá fullorðið fólk til að
láta af reykingum og táningum
finnst hættan á lungnakrabba eða
hjartasjúkdómum of fjarlæg til
þess að hafa af henni minnstu á-
hyggjur meðan verið er að kom
ast upp á bragðið með að reykja.
Rannsóknir sýna þó, að þeir sem
reykja sígarettur eru í fimm sinn
um meiri hættu 'en þeir sem ekki
reykja.
Bandarískt tímarit
lét fram fara könnun
á tjöru ogr nikótín-'
innihaldi 30 vinsælla
tegundar af síu-sígar-
ettum. Rannsóknin
var gerff. samkvæmt
affferffum, sem yfir-
völd vestra viffur-
kenna og þaff var
þekkt fyrirtæki, sem
framkvæmdi hana.
Sígarettu- og stubh-
Iengd er mæld í milli-
metrum en tjaran og
nikótíniff í milligr.
Samt hefur áróðurinn gegn tób
aksnotkun talsverð áhrif. Heil-
brigðismálaráðherra Breta skýrði
þannig nýlega frá því í neðri mál
stofunni að á árunum 1961 — 65
hefði þeim sem komnir eru yfir
15 ára aldur í landinu og ekki
reykja fjölgað úr 43% í 46% íbú-
anna. Fjölgunin varð mest meðal
karlmanna, sem yfirleitt reykja
meira en kvenfólk. Einnig fjölgaði
þeim all verulega í aldurshópnum
frá 15—19 ára, sem ekki reykja.
Mikilsvert atriði að margra dómi
er að stemma stigu við auglýsing
um sem bregða einhverjum dýrð
ar- eða hetjuljóma yfir reykingar
og sumir vilja jafnvel láta banna
allar tóbaksauglýsingar. í Eng-
landi er nú bannað að auglýsa síg
arettur í sjónvarpi, og tóbaksfram
leiðendur höfðu til skamms tíma
með sér samkomulag um að aug
lýsa ekki í kvikmyndahúsum og
útvarpsstö'ðvunum ólöglegu sem
starfræktar eru undan strönd Eng
lands og unglingarnir hlusta á dag
inn út og daginn inn.
En þó dregið sé úr auglýsing
um eins og \dða hefur verið gert
þá finna tóbaksframleiðendurnir
bara upp á nýjum ráðum til að
gylla vöru sína í augum notenda.
í Englandi fara nú æ fleiri sígar
ettuframleiðendur inn á þá braut
að láta gjaíamiða fylgja með í
pökkunum og þegar ákveðnum
íjölda miða hefur verið safnað
getur handhafi þeirra annaðhvort
fengið peningupphæð eða einhvern
eigulegan grip ,allt eftir því hve
margir miðarnir eru. í Bandaríkj
unum mun ekki enn hafa verið far
ið inn á þessa brapt varðandi tób
ak, en gjafamiðar hafa lengi verið
þar við lýði í mörgum mat-
vöruverzlunum. Auðvitað er í raun
inni fjarstæða að tala um gjafa
miða í þessu sambandi, þótt þeir
eigi að heita látnir í té ókeypis,
því auðvitað er það viðskiptavin
urinn sem á endanum er látinn
borga brúsann.
Þá hafa ýmsir bent^á það, að sjálf
sagt sé fyrir brezku ríkisstjórnina
að fylgja því fordæmi, sem gefið
hefur verið vestur í Ameríku,
nefnilega að á hvern einasta sígar
ettupakka, (nema þá sem flytja á
út) skuli prentuð eftirfarandi: AÐ
VÖRUN, sígarettureykingar geta
verið hættulegar heilsunni. Þegar
allt kemur til'alls þá er þetta varla
ofsagt.
Tóbaksframleiðendur voru að
sjálfsögðu ekkert hrifnir af því
að þurfa að láta prenta þessa að
vörun á hvern einasta sígarettu
pakka. En þeir voru þó það séðir að
fallast strax á þetta og komu þann
ig i veg fyrir frekari kröfur í bili,
um enn sterkorðari aðvaranir eða
Suglýsingabönn. Það sem þeir hafa
þessa dagana lang mestar áhvggjur
af er að það kunni að verða lög-
leitt, að þeim verði gert að skyldu
á skrá á hvern einasta sígarettu
pakka hve mikið nikótín og hve
mikla tjöru hver sígaretta inni
heldur .
Þegar Kent sígaretturnar komu
á markaðinn 1957 seldust þær
meira en nokkur önnur ný sígar
ettutegund hafði áður gert. Þetta
sannfærði sígarettuframleiðendur
um að í Bandaríkjunum vildi mik
ill hluti almennings eiga kost á
sígarettum með lágu tjöru- og nik
ótin magni.
Þá hófst tjörukapphlaupið svo
nefnda. Sígarettuframleiðendur
kepptust um að lýsa því yfir ,að
þeirra framleiðsla hefði minni
tjöru 0!g styðjast við vísindal rann
sóknir, og hafa vafalaust gert, en
aðferðirnar, sem beitt var við rann
sóknirnar voru afar mismunandi
og því ekki nema eðlilegt að eng
um tveim bæri saman. Árið 1960
varð samkomulag um að hætta
þessu er tókst að ná samkomu-
lagi um eina aðferð til að mæla
þetta. Sumir létu svo ummælt, að
þetta væri gott dæmi um það
hvernig embættismenn leystu oft
vandamál með því að sópa þeim
undir teppið. Um leið var hætt að
leggja eins mikla áherzlu og áður
hafði verið gert á rannsóknir til
aö finna nýjar leiðir til að draga
úr tjöru- og nikótínmagni sígarettu
reyksins, og hætt var að gæta hófs
í orðalagi í auglýsingum. Stofnun
sú í Bandaríkjunum, sem fylgist
með viðskiptaháttum fyrirtækja
kvaðst ekkert geta gert meðan ekki
lægi fyrir opinber yfirlýsing um
skaðemi tóbaks. Eftir henni þurfti
þó ekki að bíða svo ýkja lengi. í
janúar 1964 var birt skýrsla banda
rískra sérfræðinga um skaðsemi síg
LEUGD.'S TÖBBUR RWK T TJARAmtf tíN
ITEGUND ______
i CarLTON'
j Mahvels
Duke of DÞrham
True
I Montclair
■j Spring
'j Kent
! Tareyton
j Tempo
; Alpine
■ Parliament
j Winston
Salem
i VlCEROY
I Philip Morris Filter
j Marlboro
I Old Gold Filter
' Newport
L&M
i Lark
Lucky Strike Filter
Paxton
I Raleigh
i Kool
Belair
J Camel Filter
Chesterfield Filter
Masterpiece
Half & Half
Pall Mall Filter
83 mm. 33 mm; 50 mm.
85 mm. 33 mm. 52 mm.
85 mm. 33 mm. 52 mm.
85 mm. 33 mm. 52 mm.
83 mm. 33 mm. 50 mm.
85 mm. 30 mm. 55 mm.
85 mm. 30 mm. 55 mm.
85 mm. 30 mm. 55 mm.
85 mm. 30 mm. 55 mm.
85 mm. 30 mm. 55 mm.
85 mm. 30 mm. 55 mm.
85 mm. 30 mm. 55 mm.
85 mm. 30 mm. 55 mm.
85 mm. 30 mm. 55 mm.
85 mm. 30 mm. 55 mm.
85 mm. 30 mm. 55 mm.
85 mm. 30 mm. 55 mm.
85 mm. 30 mm. 55 mm.
85 mm. 30 mm. 55 mm.
85 mm, 30 mm. 55 mm.
85 mm. 30 mm. 55 mm.
85 mm. 30 mm. 55 mm.
85 mm. 30 mm. 55 mm.
85 mm. 30 mm. 55 mm.
85 mm. 30 mm. 55 mm.
85 mm. 30 mm. 55 mm;
85 mm. 30 mm. 55 mm.
85 mm. 30 mm. 55 mm.
85 mm. 30 mm. 55 mm.
100 mm. 30 mm. 70 mm.
6.02 mg. 0.39 mg.
7.6 mg. 0.40 mg.
9 1 mg. 0.60 mg.
13.7 mg. 0.66 mg.
16.4 mg. 0.89 mg.
18.0 mg. 0.90 mg.
19.4 mg. 1.05 mg.
19.5 mg. 1.08 mg.
20.0 mg. 1.45 mg.
20.3 mg. 1.14 mg.
20.4 mg. 1.15 mg.
21.4 mg. 1.27 mg.
21.4 mg. 1.35 mg.
21.6 mg. 1.53 mg.
22.1 mg. 1.40 mg.
23.4 mg. 1.30 mg.
23.8 mg. 1.17 mg.
24.0 mg. 1.22 mg.
24.1 mg. 1.25 mg.
24.3 mg. 1.22 mg.
24.3 mg. 1.27 mg.
24.8 mg. 1.39 mg.
25.4 mg. 1.65 mg.
26.5 mg. 1.71 mg.
27.7 mg, 1.84 mg.
28.4 mg. 1.53 mg.
28.4 mg. 1.64 mg.
28.7 mg. 1.74 mg.
30.1 mg. 2.11 mg.
31.6 mg. 1.72 mg.
8 30. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ