Alþýðublaðið - 30.12.1966, Síða 10

Alþýðublaðið - 30.12.1966, Síða 10
LJÓS OG LITIR Gottfried Keller: RÓMEÖ OG JÚLÍA í SVEITA- | -ÞORPINU Njörður P. Njarðvík þýddi >* Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1966. 98 bls. Smáþækur Menningarsjóðs eru orðnar að allstóru ritsafni; með þessari síðustu bók í flokknum eru þær 22 talsins. Hitt verður ekki sagt með sanni að smábækurnar séu samvaldar; margar hverjar ei'ga þær ekkert sameiginlegt nema einkennisbúning sinn og sameigin lega númeraröð sem hvorugt fer, satt að segja, sérlega vel. Þetta er mikil blessuð fjölbreytni og eng in ástæða til að kvarta yfir henni út af fyrir sig — nema það er ekki srunlaust að bókaflokkurinn væri betri og þarflegri með strang ara bókavali, einhverri meginhug mynd til leiðsagnar um hvað eigi þar heima og hvað ekki. Einkum virðast mér ný íslenzk skáldrit misráðin í þessum flakki: hann er nytsamlegri til ílestra annarra hluta. Jafnvel mætti hugsa sér þá teglu að einskorða flokkinn við pýðingar; nóg er efnið af að taka jhýtt og gamalt; hægt að 'viðhafa alla þá fjölbreytni i' sem hugurinn kýs og prenta þó véinungís úrval;si)itj, Það er að minnsta kosti krafa sem unnt er að gera með sanngirni til flokks éins og þessa að verulega sé vand ,iað til efnisins og aldrei birt un'dir Inálsverk, helzt aldrei efni sem er |iklegt til útgáfu í öðrum sniðum. Jlefði einhver slík regla verið við jíiöfð væri nú sjálfsagt betur skip að í sæti sumra lítilvægustu bók anna í flokknum og hann þar með jpigulegri í heild sinni. j. Erlend skáldrit hafa valizt til 'i' jutgafu í smabókaflokknum af iSvipaðri rælni og annað efni hans. jÞó er enn síður hægt að kvarta yf ir. einstökum erlendum bókum í iftpkknum en innlendum vegna jþeirrar fóbreytni sem hér er í þýð jingavali almennt; það má segja að fengur sé að hverju nýtilegu skáld ’riti í frambærilegri þýðingu. Engu að síður ber enn að sama brunni um bókavalið: ekki hefur verið efnt það fyrirheit um útgáfu klass ískra bókmennta á íslenzku sem fyrsta bókin í flokknum gaf, Sam drykkja Platóns í þýðingu Stein Igríms Thorsteinssonar, svo dæmi ísé nefnt. "TITTT Það er raunar engin ástæða til | að viðliafa þessar kvartanir út af síðustu bókinni í smábókaflokkn í um. Saga Gottfried Kellers af I Rómeó og Júlíu í sveitaþorpinu er einmitt ein þeirra bóka sem sóma sér þar mætavel; og þýðing Njarðar Njarðvík virðist snotur leg. Keller telst raunsæishöfund ur, einn hinn mesti á þýzka tungu. En það er strengilega stílfærð mynd veruleikans sem dregin er í þessu verki um ofurvald tilfinn inganna, um ástina sem hversdagur inn rúmar ekki; örlagahyggja verks ins ef að sínu leyti jafn-rómantísk og ástarskilningurinn. Ljós og lit ir flæða saman í viðhafnarlegri lýs ingu Kellers á sveitinni kringum Seldwyl, göfgi og hreinleikur nátt úrunnar er hrópleg andstæða hins krypplaða og sljóa mannlífs sem sagan lýsir, en hvort þiggur líf af öðru í frásögninni. Ágirndin, eign arhaldið er í sögunni undirrót alls ills, dyggðir búmannsins um hverfðar í odyggðir; ást þeirra Sali og Vrenchen er uppreisn gegn þessu lífi, því samféiagi sem elur það af sér; eina lausn þeirra er dauðinn. Skynbundin, myndræn frásögulist Kellers gerir þennan undarlega heim verulegan og ljós lifandi fyrir lesandanum enn í dag með sama hætti sem sum göm ul málverk lifna fyrir sjónum. í þessu Ijósi, við þetta svið er allt þetta satt og rétt. En eins og endranær þegar vel tekst um smábækur Menningar- sjóðs óskar maður sér meira af svo góðu, helzt einskis annars. Það er sjálfsagt ofurkrafa. — Ó.J. Handsetjari óskast, helzt vaanur blaðaumbroti. Alþýðublaðið. — Sími 149Ö5. HeiEsuvernd Næstu námskeið í.tauga-og vöðvaslökun og öndunaræf- ingum, fyrir konur og karla hefst miðvikudaginn 4. jan. Upplýsingar í síma 12240. Vignir Andrésson íþróttakennari. VANTAR BLAÐBURÐAR- FÓLK í EFTIRTALIN HVERFI: MIÐBÆ. 1. OG n. HVERFISGÖTU, EFRI OG NEÐRI LAUGARNESHVERFI LAUFÁSVEG LAUGARÁS LAUGARTEIG KLEPPSHOLT SÖRLASKJÓL LAUGAVEG, NEÐRI SKJÓLIN HRINGBRAUT LAUGAVEG, EFRI SJIVðl 14909. ★ STJÖRNULJÓS ★ FLJÚGANDI DISKAR ★ ÝLUBLYS ★ FLUGELDAR .★ BLYS (15 tegundir) ★ FALLHLÍFARBLYS ★ STJÖRNUREGN ★ REYKKÚLUR ■■ LITAHOLL Langholtsvegi 128 Sími 34300. FYR/R HELGINA SNYRTISTOFAN Grundarstíg 10 Sími 16119. Tckin tii sarfa á ný efir sumarleyfin. SNYRTISTUFA Hveríisgötu 42 ANDLITSBÖÐ GUFUBAÐSTOFAN HÁRGREIDSLUSTOFA f! HÓTEL L0FTLEIDUM ÓLAFAR B'ÖRNSDÓTTUR % Sími 40613, Hátúni 6. Sími 15493. SNyRTING wPsJ DIATERMI SNVRTING AÐGERÐIR Kvenna- og karladeildir: Mánudaga til föstudaga 8-8 Laugardaga 8-5 Sunnudag’a 9-12 f.h. Býður yður: Gufubað, sundlaug, sturtubað, nudd kolbogaljós, hvíld. HÁRGREIÐSLUSTOFAN I H0LT Stangarholti 28 - Síini 23273. ONDULA Pantið þá þjónustu STELEA ÞORKELSSON er þér óskið í síma 22322. snyrtisérfræðingur GUFUBAÐSTOFAN IIÁRGREIÐ SLU STOFA Hlégcrði 14, Kópavogi. Hótel Loftieiðum Aðalstræti 9. - Sími 13852 Skólavörðustlg 21 A, Sími 177G2. Milopa krem • Max factoi vörur ásamt smekklegum gjafakössum fyrir herra frá Max factor. 10 30. desember 1966 - ALÞÝÐU&LAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.