Alþýðublaðið - 30.12.1966, Síða 13

Alþýðublaðið - 30.12.1966, Síða 13
Leðurblakan Spáný dönsk litkvikmynd. íburð armesta danska kvikmyndin í mörg ár. Hafnarfirski listdansar inn JÓN VALGEIR kemur fram í myndinni. PALLADIUM præsentcrcr: Lliy BROBERG POUL REICHHARDT . GHITA NBREY HOLGER JLIÚL HANSEN GRETHE MOGENSEN: DARIO CAMPEOTTO BIRGiTSAODUN POUL HAGEN KARLStEGGER OVE SPROGDE lnstnjk!ÍDn:Anne!ise Meineche Sýnd kl. 7 og 9. Ein sfúlka og 39 sjémeeisi eew pBiRe^ 3H S0iiiflend * iscEnesat af ANNElise reenberq ' BIRQIT SADOLIN • MORTEN GRUNWALD AXEL STR0BYE- POUL BUNDGAARD farver: EASTMAHCOLOfZ Bráðskemmtileg ný dönsk lit- mynd um ævintýralegt ferða- lag til Austurlanda. Sýnd kl. 6.45 og 9. Trúloffunarfaringar ISenduin ffegn póstkröfm. Hjót afgreiðsla. Guðm. Þorsteiiisstwa sntllsmiður Bankasíræt! 18. FRAMHALDSSAGA eftir Dorofky SaviEle HYLDU TÁR ÞÍN . við. Faðir hans hafði séð um allt og á morgun færi Miles aftur til Suður-Frakklands. Hún átti aldr ei eftir að sjá liann aftur og hana langaði til að gráta en engin tár komu. Einhvern tímann myndi önnur mannvera þarfnast henn ar — barnið hennar. Ástin, sem liana hafði dreymt um var ímynd un ein og ráunveruleikinn var allur annar. 19. kafli. Christine Forrester kom inn af skrifstofunni að baki forngripa verzlunarinnar og sagði glaðlega: — Þá fer ég á uppboð. Ertu viss um að þú getir séð um allt fá eina tíma Heather? — Já ég vona að þú finnir eitthvað. — Það er ósennilegt, en það er gott aö mega fara án þess að hafa áhyggjur af búðinni. Ég veit ekki, hvernig ég fór að áð- ur en þú komst. Hún fór og skildi Heather eina eftir. Hún hafði komið til þorps- ins St. Kays fyrir ihálfum mán- uði. St. Kays lá við sjóinn og þangað kom mikið af ferðamönn um 'Sumarmánuðina. Hún var ekki enn búin að ná sér eftir kvöldið í Firlands þegar hún skildi að ástin var blekking. Þetta gekk allt svo fljótt fyrir sig. Gilbert Tennant hafði tekið málið í sínar hendur o'g orð hans virtust vera lög. Þegar foreldrar hennar komu með hana nam ihún staðar við hlið Chrstine og sagði: — Mér finnst mér vera hent hér af eins og hverjum öðrum böggli. Christine hafði litið á hana og svaraði: — Ég skil við hvað þú átt, en böggullinn er þá kominn á ákvörðunarstað. Komdu inn og fáðu þér hita. Húsið var hjart og vinalegt og það voru blóm í öllum vösum. Maturinn var fábrotinn en hragð igóður. Meðan þær þvoðu upp sagði Christine: — Hr. Tennant sagði að þú ætlaðir að ‘heita frú Winters og maðurinn þinn væri erlendis. Ætlarðu ekki að halda skírnarnafni þínu? —Jú, ég á víst ekkert annað eftir. Hr. Tennant hefur séð um allt annað. — Þú tókst nú eitthvað af á- kvörðunum sjálf, t.d. að halda barninu og hætta við Miles. Heather minntist ekki á bréf Miles en hann hlaut að vita, að hún hafði fengið það. — Þekktir þú Miles? spurði Heather, sem réð ekki við for- vitni sína. — Dá:lítið. Ég vann hjá Gii- bert Tennant áður en ég giftist og ég hitti Miles oft. Ég kynnt- ist manni mínum á skrifstofunni. Hann var sölumaður fyrir Tenn- ant og ferðaðist mikið erlendis. Þegar við giftum okkur, hélt ég áfram að vinna en ári síðar fórst David í bílslysi í Suður-Frakk- landi. Ég átti von á barni en missti það og var lengi veik. Foreldrar Davids voru ekki vel stæðir og foreldrar mínir eru látnir en Gilbert Tennant að- stoðaði mig. — Hvernig? Heather gat ekki skilið að þessi hávaxna, rólega kona með hlíðlegu röddina hefði lent í svo miklum hörmungum. — Hr. Tennant álítur að fyrir- tækið sé ábyrgt þar sem David varð í verzlunarferð. Hann hafði keypt húsið hér nokkrum árum áður en þetta var og áetlaði að nota það í sumarleyfum en svo reyndist húkið • ekki nægilega stórt fyrir frú Tennant. Hann seldi mér það fyrir svo lítið verð að það var fremur gjöf en gjald. Svo keypti hann fornmunaverzl- unina og setti mig yfir til að ég hefði eitthvað að gera. Eftir upp þvottinn gengu þær út í garðinn og Christine sagðh — Ef þig langar til getur þú unnið í búð- inni. Ég borga þér auðvitað fyrir það og þá leiðist þér ef til vill ekki eins mikið. — Þakka þér kærlega fyrir. Heather varð afar fegin. Nú hefði hún minna næði til að hugsa. — Halló Chris! Þá er ég kom- inn aftur, var sagt rétt hjá þeim. Hún leit við og ókunni maðu!*- inn sagði afsakandi: — Ó, fyrir- gefið, ég hélt þetta væri frú For- rester. Hann var stór maður, andlit hans veðurbitið og hláturhrukk- ur umhverfis augun. — Hvar er Christine? spurði hann lákafur. — Ilún er 'þó ekki farin héðan? — Farin? Nei, nei. Hún er á uppboði. Ég á heima hjá henni. — Það er gott að einhver býr lijá henni frú? Hann hafði litið á giftingarhring hennar, sem hún hataði en sem var nauðsynlegur til að hún gæti leikið hlutverk sitt vel. — Winter, sagði hún. — Helen Winter. — Góðan daiginn frú Winter'- Hann brosti og hún sá að hann var eldri en hún hafði fyrst á- litið — ðreiðanlega yfir þrítugt. — Ég heiti Bruce Frome og við erum nágrannar. Ég veit ekki hvort Christine hefur minnzt a mig. — Jú, hún hefur gert það. Er- uð þér ekki rithöfundurinn? Chris sagði að þér væruð hér hluta ársins en annars í London. — Rétt! Ég var rétt að konia heim úr þriggja mánaða ferða- lagi og ég er með mikið af hand- riti með mér. Nú fer ég að vinna. Ég kom degi fyrr en ég ætlaði mér og hreingerningarkonan er ekki búin að laga til og henti mér út. Svo mig langaði að líta inn til Christine. Ég vonaðist til að hún byði mér í mat. — Ég er viss um . . . Heather þagði augnablik. — Ég skal segja henni að þér hafið komið. — Takk fyrir. Hann stóð kyrr um stund o|g tók upp postulíns- disk. — Er maðurinn yðar hér einnig? Nei, hann er erlendis, svar aði hún stutt í spuna. Hann horfði hrifinn á hana. — Sælar frú Winter. — Ég verð að venjast lyginni, hugsaði Heather, þegar hann var farinn. Það var ekki slæmt en hún vildi ekki Ijúga að Bruce Fronie. Hún vildi vera hún sjálf! Hún settist nidur og fór að hugsa um atburði síðustu mán- aða^. Sumardansleikinn og Miles, sem kyssti hana hennar fyrsta kossi. Þar með hafði það hafizt. Hún hugsaði um Jill, sem hlaut að hafa undrazt hví hún fór svo skyndilega og um Miles, sem ekki vissi, hvar hún var. Hve heimsk hafði hún ekki verið að álíta að Miles elskaði hana. Hún opnaði augun og lof- aði sjálfri sér að verða aldrei ástfangin framar. Christine kom um hádegið, henti töskunni á borðið og sagði: — Þessi ferð var til einskis! Þeir fáu góðu munir sem þarna voru, voru alltof dýrir fyrir mig. Seg- irðu nokkuð? — Ég seldi dálitið, en ekki mikið. Svo kom einn vina þinna hingað. — Vina minna? spurði Christ- ine. — Hr. Frome, Hann vonaðist til að sér yrði boðið í mat. — Nú, Bruce! Heather sýndist Christine roðna. — Auðvitað býð ég honum, þó hann eigi það ekki skilið. Hann hefur aðeins sent mér tvö bréfspjöld allan þenn- an tíma. Var Christine hrifin af ná- granna sínum? Hún var aðeins vingjarnleg við hann þegar ihann horðaði með þeim — ckk- ert meira. Hún bað hann um að segja frá ferðalögum sínum og hann gerði það fúsleiga. — Ég ætla að nota góða veðrið, sagði kann yfir kaffinu, — þó ég ætti að vinna. Ég fer í sigl- ingu um sundið á morgun. Christine tók fram prjónana sína. Ljósið féll á gullið hár hennar og andlit liennar var friðsæh,. — Þú ert heppinn! sagði hún. — Ekki get ég leyft mér þetta. — Ég veit að það er vonlaust að bjóða þér nema um helgar, sagði Bruce. — En hvað um yður frú Winter? —En ... sagði Heather og roðnaði. Christine greip fram í fyrir henni. — Þetta lýst mér vel á. Heat- her verður að vera mikið úti og þú ættir að fara með hana í gönguferðir. — Það vildi ég mjöig gjarn- an. Heather virti Christine fyrir sér. Hún sá að hún kipptist ögn við þegar Bruce sagði þessi orð. — Ég vinn aldrei fyrir mat- inn. Hreingerningarkonan hefur svo hátt við vinnuna að ég get ekkert gert. — Þá segjum við það, sagði Christine og virtist slappa af aftur. — Ég sé um búðina á morgnana frá og með mánudeg- inum og þú eldar matinn. Þú býrð til mjög góðan mat. Hrósið kom Heather á óvart því hún hafði nýkomizt að því að henni þótti afar gaman að 'ma.tseld en hún halfði aldrei fengið að snerta við henni heima. Hún sá aftur aðdáun- ina í augum- Bruce Frome og leit uudan. — Þarna er Lucinda, sagði Brh^fe. þegar svartur köttur geh^ að stól ihans. — Ertu að bjóða mig velkominn? — Cinda er hræðileg, sagði Christine þegar kötturinn stökk upp i fang Bruce. — Hún er nýbúin að eignast kettlinga. — Hvað- — aftur? — Ég má víst ekki bjóða þér.. 30. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.