Alþýðublaðið - 03.01.1967, Page 14
Ræða forsetans
Framhald af 7. síðu.
fvrirmyndar og iviðvörunar. Ein
Sturlungaöld ætti að nægja þjóð-
inni. Hverri tilraun til einræðis
myndi Ijúka á sama veg og þá,
aneð erlendum yfirráðum.
Það er ný öld, sem vér lifum
á, og í nýjum heimi. Tvær heims-
etyrjaldir 'hafa umturnað heimin-
um. Tæknin í vígbúnaði og sam-
göngum veldur nýjum vanda í al-
fþjóðamálum. Það vill svo til, að á
4ma tíma sem lýðveldi var endur
reist á íslandi, þá fór nauðsynin
á alþjóðasamstarfi sívaxandi. Sam
tijk hinna Sameinuðu þjóða voru
róynduð, en sú hefur orðið raunin
á, líkt og um Alþingi hið forna,
að þar vantar framkvæmdavaldið.
Af Því leiða svo hin minni þjóða-
íbandalög.
Það er engin 'þjóð lengur ein-
angnrð á þessum litla hnetti, sem
nú er flogið í kring um með hraða
hljóðsins. Hinn nýi vandi í innan-
iands- og utanríkismálum hvílir
á herðum vor sjálfra. íslenzk þjóð
eí' nú bæði myndug og fullvalda.
En það merki|- ekki, að vér þurf-
um aldrei að taka nein tillit. Guð
gfefi oss þroska og skilning til að
liysa hvern vanda, sem ber að
höndum, að þjóðin verði farsæl og
langlíf í landinu.
Ég kveð yður svo, góðir sam-
landar, að þessu sinni, óg óska
Guðs blessunar’.
Bruni
Framhald af bls. 1.
an og er nú að heita gjörónýtt
Þetta var járnklætt timburhús,
tvær hæðir og kjallari. Þrjár fjöl
skyldur bjuggu í húsinu. Um elds
upptök er það að segja, að kvikn
að mun hafa í út frá olíukyndingu
Alþýðublaðið náði tali af öðrum
eiganda hússins. Sigurði Einars
syni og spurði hann um tildrög elds
ins og nánari atvik .
— Ég vaknaði við það, að lítið
barn hafi vaknað og grét í rúmi
sínu. Þá var ég var við brunalykt
og er ég opnaði hurðina kom tölu
verður reykur á móti mér. Þegar
ég kom á ganginn mætti ég þar
öðrum íbúum hússins, sem einnig
höfðu orðið eldsins varir. Þá fór
ég aftur inn til fjölskyldu minnar
og tókst okkur að komast út í tæka
tíð. Þá hljóp ég á lögreglustöðina,
sem þar er rétt hjá og tilkynnti
um eldsvoðann. Er ég kom aftur
stóð húsið í björtu báli. Ekki tókst
okkur að bjarga neinu af eignum
okkar, en húsið gjöreyðilagðist.
— Þetta var mjög gamalt timbur
hús, um 60 ára, og var einángrað
með spónum og hálmi. í þessu húsi
bjuggu þrjár fjölskyldur, tvær
með tvö börn og ein með þrjú
börn. Bjó ég með fjöiskyldu minni
í vesturenda hússins en þar mun
eldurinn hafa komið upp.
—Ég vil að lokum taka það
fram að slökkviliðið brást fljótt og
mjög vel við og vann sitt starf af
mikilli prýði.
Móðir mín
Guðbjörg Árnadóttir
verður jarðsungin frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 4. jan.
úar kl. 10.30 f. h.
Atliöfninni verður útvarpað.
Fyrir hönd systkina tengdabarna og barnabarna.
Tómas Vigfússon.
Surtsey
Framhald af 1. síðu.
laga gígur og gengu þar upp gló
andi hraunslettur.
Komið var að eynni í björtu og
dokað við fram yfir ljósaskiptin.
Meðan verið var að hringsóla við
eyna í björtu kom í ljós í snjón
um í hlíð fjallsins norðaustan meg
in svört rák, sem stækkaði smám
saman. Sást greinilega rjúka úr
lienni öðru hverju en umliverfis
hana var snjóföl. Þarna gat ver
ið að byrja nýtt gos, þótt ekki rynni
hraun meðan SIF var að sveima
við eyna.
Meðan SIF hringsólaði þarna
með fréttamennina sást greinilega
að lónið, sem Surtseyjarhúsið
stendur við var smámsaman að
fyllast af lirauni úr nýja gosstaðn
um en það rennur svo gott sem
beint í lónið. Gizkuðu menn á að
milli hraunjaðarsins nýja og Surts
eyjarhússins væru nú í mesta lagi
150 metrar, en séð úr lofti virtist
húsið þá standa talsvert hærra en
hraunstraumurinn. Gæti því farið
svo að "hraun rynni á húsið.
Vestan til á eynni hefur sjórinn
talsvert brotið úr ströndinni, sem
víðast hvar er nokkuð há og þver
hnípt. Enn gýs stöðugt á gosstaðn
um þar sem hraungos hófst siðast
liðið haust. Hraunið þaðan rennur
langan veg til suðausturs undir
yfirborði hrauns, en fellur síðan
rauðglóandi í sjóinn. Eru þar víða
fallegir hraunfossar, sem sáust vel
eftir að skyggja tók í gær. Var til
komumikið að fljúga yfir eyna, þeg
ar var farið að glytta í glóandi
hraunið, og mjallhvíta gufustróka
lagði upp þar sem mættust bráðið
hraun og sjór.
Þetta Surtseyjarflug stóð yfir í
hálfa þriðju klukkustund, en einnig
var flogið yfir Vestmannaeyjar í
skínandi veðí'i. Skipherra á SIF
í þessari ferð var Þröstur Sigtryggs
son, en flugstjóri var Guðjón Jóns-
son.
Málverk
Framhald af síðu 2.
elskur maður sem ekki vílar fyrir
sér að ræna listaverkum til að vita
þau í sinni eigu, eða að lausnar-
gjalds verði krafizt til að safnið
fái málvérkin aftur.
Lögreglan fékk í gær tvær' til-
kynningar um að myndirnar verði
afhentar gegn gjaldi en þær voru
ekki tekna alvarlega og ekkert
benti til að þeir sem kröfðust fés-
ins væru hinir eiginlegu ræningj-
ar.
Orðuveitingar
Framhald af síðu 2.
mann, riddarakrossi, fyrir störf í
þágu íslenzkrar verzlunarstéttar.
7. Ólaf Sigurðsso'n, yfirlækni,
Akureyi-i, riddarakrossi fyrir lækn
istörf.
8. Sigurgrím Jónsson, bónda
Holti, Stokkseyri, riddarakrossi fyr
ir landbúnaðarstörf og félagsmála-
störf.
9. Frk. Svöfu Þorleifsdóttir, fyrr
verandi skólastjóra, riddarakrossi
fyrir félagsmálastörf.
10. Þorleif Jónsson, sveitarstjóra
Eskifirði, riddarakrossi, fyrir störf
í þágu útgerðarmála og sveitar-
stjórnarstörf.
Reykjavík '1. janúar 1967.
Orðuritari
Flugferðir tefjast
Mikil þoka var í gærkvöldi, sem
magnaðist mjög er líða tók á kvöld
ið. Af þeim sökum lögðust allar
flugsamgöngur niður við flugvöll
inn í Reykjavík. Verða nokkrar
flugvélar sem staddar eru úti á
landsbyggðinni að bíða betra flug
veðurs. Nokkrar ‘ flugvélar, sem
voru á leið hingað erlendis frá,
urðu að snúa við vegna þokunnar.
TILKYNNIG FRÁ STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS
Umsóknir um lán úr Stofnlánadeild landbúnaðarins vegna framkvæmda
á árinu 1967 skulu hafa borizt bankanum fyrir 10. febrúar næstkomandi.
Umsókn skal fylgja umsögn héraðsráðunautar, skýrsla um búrekstur og
framkvæmdaþörf svo og veðbókarvottorð.
Lánsloforð, sem veitt voru á þessu ári, falla úr gildi 10. febrúar, hafi
bankanum eigi borizt skrifleg beiðni um að fá lánið á næsta ári.
'Engin ný skýrslugerð þarf að fylgja slíkum endurnýjunarbeiðnum.
Skjöl, sem borizt hafa vegna framkvæmda á árinu 1966 og ekki voru
veitt lánsloforð um á því ári, verður litið á sem lánsumsóknir á árinu
1967.
30. desember 1966.
Stofnlánadeild landbúnaðarins
Búnaðarbanki íslands.
DfcRCO BELTIog
ELTAHLUTIR á allar BELTAVÉLAR
Höfum fyrirliggjandi ó lager hér í Reykjavík og/eða á leiðinni með næsta skipi.
BERCO Belti og Beltahluti, svo sem Keðjur, Spyrnur, Spyrnubolta, Rúllur, Framhjól,
og Drifhjól, fyrir beltavélar; og getum við dvallt afgreitt BERCO Beltahluti
strax eða mjög fljótf
Allar BERCO beltakeðjur eru framleiddar úr sérstöku K-stóli og er því bæði
vörumerkið „BERCO“ og stólmerkið „K“ steypt í hvern einasta BERCO keðjuhlekk og
vörumerkið BERCO jafnframt steypt í endann ó hverri einstakri BERCO fóðringu og hverjum
einstökum BERCO pinna; auk þess eru allir aðrir BERCO Beltahlutir með innsteyptu vörumerkinu BERCO
BERCO umboðiS
ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐ
Allar BERCO BelfakeSiur
eru úr specialstáli K
SIMI 10199
SKIPHOLT 15
BERCO hefur sannaS
ágæii sitt viS islenzkar
aðstæður undanfarin ár
14 3. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ