Bókasafnið - 01.01.1974, Blaðsíða 7
ast að hafa nána samvinnu milli almenn-
ings- og skólabókasafnsins og reka þau á
þann veg, að þau þjóni jafnt nemendum
sem fólki utan skóla. Sameiginlega geta þau
stuðlað að ævilöngu námi fólks og hjálpað
því til í leit að hugðarefnum og áhugamál-
um. Aðeins verður að gæta þess, að skólinn
gleypi ekki almenningsbókasafnið og gíni
yfir húsnæði þess, eins og allt of víða hefur
viljað við brenna. Stjórnvöld ríkis og sveit-
arfélaga verða að fara að gera sér Ijóst, að
bókasöfn eru jafnþýðingarmikil og nauð-
synleg fyrir borgarana í þjóðfélagi nútím-
ans og skólar, íjrróttasalir og sundlaugar.
Geri stjórnvöld og löggjafi sér ekki grein
fyrir þessu, er hætt við að þjóðin verði illa
á vegi stödd í menningarlegum efnum, þeg-
ar fram líða stundir, við þær breyttu að-
stæður og lifnaðarhætti, sem orðið hafa í
þjóðfélaginu.
Bókavörðurinn — menningarfrömuður
Að sjálfsögðu var margt rætt um mennt-
un og starfsþjálfun bókavarða á ráðstefnu
þeirri, sem hér hefur verið sagt frá. Það var
skoðun fulltrúa, að starfsfólk í bókasöfnum
yrði að hafa nánari samvinnu við sérmennt-
að fólk á ýmsum sviðum en hingað til hefur
tíðkast, bókasöfnin ættu í æ ríkara mæli að
vera fær um að sinna því hlutverki sínu
Stofnun félags bókasafns-
fræðinga
Tíunda nóvember 1973 var stofnað Félag
bókasafnsfræðinga. Stofnendur voru 15, en
nú eru félagsmenn 18.
Upphaflega var ætlun þeirra, sem stóðu
að stofnun þessa nýja félags, að það væri
deild innan Bókavarðafélags Islands, en við
nánari athugun komu í ljós ýmsir annmark-
ar á slíku fyrirkomulagi. Þyngst á metunum
var, að þá hefði aðild að Bandalagi háskóla-
nemanna verið útilokuð.
Flestir félagar í Félagi bókasafnsfræðinga
að vera uppspretta hugmynda og miðstöð
gagna fyrir fólk í ævilöngu námi. Endur-
skoða þyrfti einnig hina hefðbundnu bóka-
safnsfræðikennslu. Bókaverðir í almenn-
ingsbókasöfnun þyrftu að hafa nokkra þekk-
ingu í félagsfræði, uppeldisfræði og skyld-
um greinum til að geta leiðbeint fólki á
ýmsum aldri í leit þess að nýjum viðfangs-
efnum. Þeir þyrftu að kunna skil á mynd-
fræðslu, hljóðböndum og öðrum lijálpar-
gögmun, sem auk bóka eru notuð við
fræðslu og þekkingarmiðlun. Var talið trú-
legt, að í staðinn mætti draga að nokkru
úr flokkunar- og skráningarkennslu, þar
sem vélar og skráningarmiðstöðvar tækju
nú óðum meira og meira við starfi bóka-
varða í þeim efnum. Bókavörður almenn-
ingsbókasafns þarf þannig einkum og aðal-
lega að vera sívökull og hugkvæmur menn-
ingarfrömuður, svo að a 1 men n in gsbókasa fn-
ið komi þegnunum að sem bestu gagni.
Eg vona, að mér hafi tekist að gera les-
endum þessa greinarkorns ljóst, að ráðstefna
sú um almenningsbókasöfn og ævilangt
nám, sem ég hef greint hér frá, hafi fjallað
um efni, sem alla varðar, og lesendum sé
ljósara en áður, hvaða hlutverki almenn-
ingsbókasafn á að gegna í þjóðfélagi örra
breytinga, fleiri tómstunda og fjölbreyttari
þekkingarleitar.
eru jafnframt félagar í Bókavarðafélagi ís-
lands. Mörg stefnumál þessara félaga eru
lík og eðlilegt, að félögin vinni sameigin-
lega að ýmsum verkefnum. Félag bókasafns-
fræðinga skortir málgagn og hefur því sótt
um aðild að Bókasafninu, málgagni Bóka-
varðafélags íslands og embættis bókafull-
trúa ríkisins.
Stjórn Félags bókasafnsfræðinga skipa nú:
Kristín H. Pétursdóttir, formaður; Guðrún
Karlsdóttir, varaformaður; Indriði Hall-
gxímsson, ritari; Þórhildur Sigurðardóttir,
gjaldkeri; Guðrún Gísladóttir og Norma
oMoney, varamenn. K. H. P.
7