Bókasafnið - 01.01.1974, Blaðsíða 21

Bókasafnið - 01.01.1974, Blaðsíða 21
SIGRÚN KLARA HANNESDÓTTIR Sænska barnabókastofnunin í Stokkhólmi Sænska barnabókastofnunin (Svenska barn- boksinstitutet) er stofnun, sem á sér enga hliðstæðu hér á landi, og var það því ís- lendingi forvitnilegt mjög að kynnast henni og starfsemi hennar. Á síðastliðnu ári fékk undirrituð styrk frá Foreningen Norden til þess að dvelja við stofnunina í þrjár vikur og kynna sér sænskar barnabækur, bókaút- gáfu og skipulagningu skólabókasafna í Stokkhólmi. Hér á eftir verður farið nokkr- um orðum um tilgang stofnunar þessarar, rekstur og þá þjónustu, sem þar er á boð- stólum. Að sjálfsögðu verður aðeins stiklað á því stærsta, en vonandi gefst lesendum nokkur mynd af Sænsku barnabókastohiun- inni af þessum fáu orðum. Stofnunin sem slík var sett á laggirnar 7. desember 1965, en var ekki opnuð almenn- ingi fyrr en 1. mars 1968. Að stofnuninni stóðu Bókasafnsnefnd Stokkhólmsborgar (Stockholms Stads Biblioteksnámd), Félag sænskra bókaútgefenda (Svenska bokför- lággareföreningen), Stokkhólmsháskól i (Stockholms Universitet), og Félag sænskra barnabókahöfunda (Sveriges Ungdomsför- fattareförening). Allir þessir aðilar áttu hagsmuna að gæta um uppsetningu og skipulag stobiunarinnar og hafa lagt henni lið eftir efnum og ástæðum. Stjóm stofn- unarinnar skipa fulltrúar frá hverjum þessara aðila og er prófessor Örjan Lind- berger við Bókmenntadeild Stokkhólmshá- skóla stjómarformaður. Hann er íslending- um að góðu kunnur og flutti hér fyrirlestra í Norræna húsinu í mars 1974. Tilgangur og markmið Barnabókastofn- unarinnar er að þjóna sem miðstöð fyrir rannsóknir á sænskum barnabókum og um leið veita upplýsingaþjónustu fyrir alla þá aðila, sem áhuga hafa á barnabókum eða hafa með böm að gera. Á það bæði við um erlenda barnabókaútgefendur, sem áhuga hafa á þýðingu og útgáfu á sænskum frumsömdum bamabókum, erlenda bók- menntafræðinga, sem eru sérhæfðir í barna- bókmenntum, og innlenda aðila, sem vilja kynna sér einhver svið barnabókaútgáfu, t. d. myndskreytingar, efnismeðferð, þjóð- félagslegar myndir sem fram koma í bama- bókaskrifum o. s. frv. Undirstöðubókakostur Barnabókastofn- unarinnar eru barnabækur gamlar og nýj- ar, útgefnar á sænsku (bæði í Svíþjóð og ut- an) og er þá leitast við að eiga einnig út- gáfu á upprunalega málinu ef bókin er þýdd, en sé bókin upprunalega frumsamin á sænsku er leitast við að afla allra þýðinga bókarinnar á önnur mál. Einnig eru í safn- inu bækur, sem skrifaðar voru uppruna- lega fyrir fullorðna, en hafa orðið vinsælar barnabækur svo og ævintýri og jijóðlegur fróðleikur, sem ritaður hefur verið fyrir börn. Barnabækur, sem álíta má sígildar og hafa skapað sér orð sem slíkar, eru til á fleiri tungumálum til þess að auðvelda samanburð á þýðingum. Safnið á einnig ýmist efni, sem tengt er barnabókaútgáfu svo sem handrit, bréfa- skriftir höfunda og myndskreytingar. Enn má nefna safn verðlaunabóka ýmissa landa, 21

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.