Bókasafnið - 01.01.1974, Blaðsíða 15
Efni þessa fundar var haft nokkru fjöl-
breyttara en venja er, og var það m. a.
gert af tillitssemi við Islendinga, svo að
þeim mætti nýtast sem best að fundinum.
Aðalviðfangsefni voru svonefnd skylduskil,
þ. e. lögbundin afhending skyldueintaka til
bókasafna, svo og aðföng til safnanna yfir-
leitt, hvort heldur um væri að ræða bækur
eða annars konar efni. Talsverður hluti
þeirra umræðna snerist um ritaskipti. Einn-
ig var rætt um Scandia-áætlunina svo-
nefndu, en hún lýtur að verkaskiptingu
milli rannsóknarbókasafna á Norðurlönd-
um um aðdrætti til þeirra. Söfn skipta með
sér efnisflokkum, þannig að tryggt sé eftir
föngum, að rit, sem ætla má að nægi Norð-
urlandasvæðinu í einu eintaki, sé ekki
keypt til margra safna. Loks var rætt um
samvinnu norrænna rannsóknarbókasafna
á sviði skráningar og gagnkvæmrar upplýs-
ingaþjónustu og hversu best mætti nýta
nýjustu tækni við þessa starfsþætti.
Alltof langt mál væri að rekja á þessum
vettvangi til nokkurrar hlítar efni erinda á
fundinum og gang umræðna, enda er á veg-
um íslensku deildarinnar í undirbúningi
útgáfa fundartíðinda, sem boðin verða til
kaups, þegar lokið er. En til þess að veita
lesendum sæmilega hugmynd um við-
fangsefni fundarins, læt ég fara hér á eftir
í íslenskri þýðingu niðurstöður, sem sam-
þykktar voru í fundarlok.
# # #
Skylduskil
Fulltrúar þjóðbókasafna Norðurlanda
vekja athygli á því, að markmiðið með því
að afla söfnunum rita með þessum sérstaka
hætti er ekki nógu rækilega skilgreint í lög-
gjöf landanna hvers um sig.
Tilgang með afhendingu skyldueintaka
má greina í eftirfarandi þætti:
— að tryggja, að prentað efni hvers lands
varðveitist til frambúðar
— að skrásetja bókfræðilega þetta efni
eða vissa hluta þess, eftir því sem nán-
ar yrði skilgreint
— að gera efnið aðgengilegt þeim, sem
þurfa á því að halda vegna rannsókna,
opinberrar stjórnsýslu eða annarra
brýnna þarfa.
Mikilvægt er, að Jressi markmið séu skýrt
íram sett við þá endurskoðun laga, sem
nauðsynleg er, til að gera þau sveigjanlegri
og betur fallin til að tryggja, að ofangreind-
um markmiðum verði náð.
Geymslueintak þarf að friða svo sem frek-
ast er kostur og binda við notkun á staðn-
um, en hafa Jrað undanþegið lánum heim
eða milli safna.
Með tilliti til notkunar vegna rannsókna
þarf fjöldi skyldueintalia að vera nægur til
þess að beggja þátta sé gætt, varðveislu-
skyldu og rannsóknarþarfa. Vegna þess hve
Jrjóðbókasöfn Norðurlandanna hafa ríka
þörf fyrir tvö eintök skilaskylds efnis, kynni
að vera þörf á að kanna, hvort ekki æ<ti að
taka upp tvenns konar skylduskil, þ. e. bæði
af hálfu prentsmiðju og forlags.
Alla vega verða lögin að veita heimild til
að leggja skilaskyldu á forlög, þegar svo
stendur á, að Jrau gefa út efni, er vart verður
innheimt á venjulegan hátt frá prentsmiðj-
um. Sé talin Jrcirf fleiri eintaka af slíku efni,
verður að tryggja þjóðbókasafninu fé til
þess að kaupa Jrau.
i>j(')ðirnar ákveða hver urn sig, hve mörg-
um söfnum Jrau telja æskilegt eða réttmætt
að leggja til skyldueintök, og jafnframt
hvort þeim skyldum, sem fyrrgreind mark-
mið laganna fela í sér, verði skipt á rnilli
safnanna.
Grundvallaratriði er, að því safni, sem
nýtur skyldueintaka, séu jafnframt lagðar
skyldur á herðar um meðferð hins skila-
skylda efnis.
Þær Jyjóðir, sem hafa ekki þegar sett í lög
sín ákvæði um afhendingu efnis, sem gert
er með „óhefðbundnum hætti“ [þ. e. fjöl-
földun með öðrum hætti en venjulegri
15