Bókasafnið - 01.01.1974, Blaðsíða 6

Bókasafnið - 01.01.1974, Blaðsíða 6
\ og starfsskilyrðin eru í samræmi við það. Þau hafa ekki mikla möguleika til að verða miðstöð og vettvangur fólks í ævilöngu námi, eins og helst var rætt um á umræddri ráðstefnu. Að mínum dómi er Norræna húsið í Reykjavík dæmigerðasta félagsheimili hér á landi. Bókasafnið er í rauninni hjarta húss- ins, sem allt annað er byggt utan um, sýn- ingar- og samkomusalir, gistiherbergi og veitingastofa. Þannig eiga félagsheimili hér- aða og kauptúna að vera, menningarsama- staður fólks, sem þangað sækir og þarf að sækja. Fyrir réttlætis sakir og til að láta ágæta, framsýna menn njóta sannmælis, get ég þó ekki látið undir höfuð leggjast að nefna hér, að í tveimur kaupstöðum á Norðurlandi eru nýlega risnar miðstöðvar, sem hafa öll ytri skilyrði til að gegna fjöl- þættu menningarhlutverki í héraði. Á Sauð- árkróki hafa Skagfirðingar reist fádæma myndarlegt safna- og samkomuhús, sem sýsla og kaupstaður standa að í sameiningu. Á Húsavík er önnur myndarleg bygging, sem gegna á sams konar hlutverki, að kom- ast í gagnið, og stendur sýsla og kaupstað- ur einnig í sameiningu að þeirri menning- armiðstöð. Sams konar bygging er nú að rísa í Vestmannaeyjum, og mun hún marka tímamót. — Ég nefni þessi myndarlegu átök til að sýna fram á, hvað unnt er að gera, ef áhugi og vilji eru fyrir hendi. Furðuleg- ast við þessa framtakssemi er það, að ríkis- valdið leggur þessum menningarmiðstöðv- um sáralítið fé, af því að þær koma ekki undir félagsheimilalögin! Má með sanni segja, að í menningarmálum viti hægri höndin stundum ekki, hvað sú vinstri gerir. Hlutverk bókasafns Löngum vill það brenna við, þegar full- trúar frá íslandi sækja ráðstefnur eins og þá, sem hér um ræðir, að sjónarmið þeirra og álit rekist á eða brjóti í bág við skoð- anir og reynslu fulltrúa frá fjölmennum þjóðum og stórborgum. Fámenni íslenzkr- ar þjóðar og takmarkaðir fjármunir til margháttaðra verkefna sníður framkvæmd- um að sjálfsögðu ákveðinn stakk. Samt var það svo á þessari ráðstefnu, að vandamál fá- mennra byggðarlaga voru engu síður rædd en möguleikar í þéttbýli og stórborgum. Það er vitað mál, að stærstu kaupstaðir hér á landi og fólksflestu þéttbýliskjarnarnir geta reist og rekið almenningsbókasöfn, sem þannig eru búin, að þau verði menningar- miðstöðvar fólksins. í þeim þurfa að vera lestrarsalir og lesstúkur, músikdeildir, fundasalir með aðstöðu til myndasýninga, upplýsingadeild og helzt sýningarsalur, auk hins venjulega útlánarýmis. Þegar nýr borg- ari flyzt til kaupstaðar eða höfuðborgar- innar, á leið hans að geta legið einna fyrst í almenningsbókasafnið til að spyrjast fyrir um, hvort einhver hópur eða félag á hans áhugasviði starfi í bænum og hvaða gögn safnið hafi upp á að bjóða til að veita hon- um fræðslu og ánægju í tómstundum. Þar á að liggja fyrir skrá yfir möguleika til þátt- töku í námsflokkum og starfshópum og upplýsingar um tækifæri til sjálfsnáms og þekkingarleitar. Bókasafn og skóli En víða í sveitarfélögum hér á landi eru íbúar ekki nógu margir til að standa undir slíkum alhliða, fjölvirkum bókasöfnum. Þá verður áð koma til samvinna milli bóka- safns og skóla sveitarfélagsins. Þetta efni var allmikið rætt á ráðstefnunni, og að sjálf- sögðu talið nauðsynjamál, að almennings- bókasöfn og skólar efndu til og hefðu sam- vinnu um framkvæmdir á ævilöngu námi þegnanna. Skólabókasöfn eru hér fá og smá, og hlut- verk þeirra hefur ekki verið metið sem skyldi í fræðslukerfinu fram til þessa. Fyrir liggur því að byggja upp bókasöfn í skólum landsins. Enginn vafi er á því, að í smærri sveitarfélögum er happadrýgst og hagkvæm-

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.