Bókasafnið - 01.01.1974, Blaðsíða 24

Bókasafnið - 01.01.1974, Blaðsíða 24
Islenskar bækur keyptar í almennings- bókasöfn á árinu 1972 Hér fer á eftir skrá yfir þær íslenskar bæk- ur ársins 1972, frumútgáfur og endurprent- anir, sem mest var keypt af í almennings- bókasöfn á árinu. Gera má þó ráð fyrir, að nokkru fleiri eintök sumra þessara bóka séu nú í bókasöfnunum, því að ekki kaupa öll söfn bækurnar á því ári, sem þær koma út. Samt skakkar þar aldrei mjög miklu. Ýmislegt athyglisvert kemur í ljós, þegar þessi listi er skoðaður. Ekki verður sagt, að bókakaupin séu ýkja mikil, ef haft er í huga, að Borgarbókasafn Reykjavíkur kaup- ir 30—40% af heildartölunni, og stundum jafnvel meira, og stærstu kaupstaðimir 2—5 eintök af hverri bók. Bókakaup flestra al- menningsbókasafna hafa farið minnkandi á undanförnum árum, a. m. k. allra liinna minni, enda vart við öðru að búast, þar sem tekjur safnanna hafa yfirleitt stórlækkað samanborið við bókaverð og rekstrarkostn- að. Engin Ijóðabók kemst á þennan lista og komu þó út nokkrar ljóðabækur kunnra skálda á árinu. Þó að gera megi ráð fyrir, að fólk kaupi sér fremur Ijóðabækur en aðrar bækur til eignar, er þó mikið íhug- unarefni, að þær skuli vera látnar mæta af- gangi, þegar valdar eru bækur í bókasöfn. Sú var ekki raunin fyrir nokkrum áratug- um. Hvað er hér að gerast? Bamabækur eru minna keyptar í bókasöfn í dreifbýli en þéttbýli og talar það vafalaust sínu máli. Borgarbókasafn Reykjavíkur kaupir tiltölu- lega mest af barnabókum. Skráin ber með sér, að skáldsögur eru vinsælastar og verður naumast sagt, að þar sé gert upp á milli höfunda. SKRÁ yfir þœr 50 frumsamdar og endurprentaðar islenskar bœkur ársins 1972, sem mest var keypt af i almenningsbókasöfn 1. Halldór Laxness: Fjöldi eintaka: Guðsgjafapula 225 2. Guðmundur Daníelsson: Járnblómið 173 3. Guðrún frá Lundi: Utan frá sjó 3. 169 4. Vésteinn Lúðvíksson: Gunnar og Kjartan, II 148 5. Jón Helgason, ritstj.: Þrettán rifur ofan i livatt 143 6. Guðmundur Daníelsson: Skákeinvígi aldarinnar 141 7. Kristmann Guðmundsson: Brosið 138 8. Pétur Eggerz: Létta leiðin ijúfa 135 9. Thor Vilhjálmsson: Folda 132 10. Ólafur Jóh. Sigurðsson: Hreiðrið 129 24

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.