Bókasafnið - 01.01.1974, Blaðsíða 32

Bókasafnið - 01.01.1974, Blaðsíða 32
Lœrdómsrit Bókmenntafélagsins Flokkur sígildra rita Síðustu dagar Sókratesar I bókinni birtast þrjú af áhrifamestu ritum eins á- hrifamesta hugsuðar allra tíma, þar sem hann lýsir ævilokum kennara síns. Ritin eru Málsvörn Sókra- tesar, ræða hans fyrir dómstólnum, sem dæmdi hann til dauða: Kritón, rökræða hans í fangelsinu um rétt- mæti þess að brjóta ranglát lÖg; og loks Faidón, rök- ræða hans og lærisveina hans um líf og dauða og lífið eftir dauðann, daginn, sem hann skyldi tekinn af lífi, en þar leggur Platon Sókratesi í munn margar helstu kenningar heimspeki sinnar. Verð til félagsmanna kr. 480 00 + söluskattur. Mál og mannshugur HÖF.: NOAM CHOMSKY. íslensk þýSing eftir Halldór Halldórsson, sem einnig ritar inngang. Höfundur þessarar bókar er nafnkunnasti málfræð- ingur samtímans, og hafa hugmyndir hans valdið tímamótum í sögu málvísinda og annarra mannlegra fræða á síðasta ártug. Verð fil félagsmanna kr. 480,00 + söluskattur. Iðnríki okkar daga HÖF.: JOHN KENNETH GALBRAITH. Islensk þý'ðing eftir dr. Guðmund Magnússon, prófessor, með inn- gangi eftir dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóra. John Kenneth Galbraith er einn kunnasti og jafn- framt umdeildasti hagfræðingur samtímans. Hann er nú prófessor við Harvard-háskóla. í bókinni er m. a. fjallað um eðli kapítalisma og sósíalisma og niður- stöður höfundar munu flestum íslenskum lesendum þykja nýstárlegar. Verð til félagsmanna kr. 480,00 + söluskattur. Óbyggð og allsnægtir HÖF.: FRANK FRASER DARLING. íslensk þySing eftir Oskar Ingimarsson, bókavörð, með forspjalli eftii Eyþór Einarsson, grasafræðing. Höfundurinn, sem er einn af frumkvöðlum vistfræð- innar og heimskunnur baráttumaður fyrir náttúru- vernd, segir bókina fjalla um þrjú efni öðrum frem- ur: „fólksfjölgun, mengun og örlæti jarðar", en þetta eru sem kunnugt er þrjú helstu áhyggjuefni í opin- beru lífi síðustu ára um víða veröld. Verð fil félagsmanna kr. 480,00 + söluskattur. Um sálgreiningu HÖF.: SIGMUND FREUD. íslensk þýðing eftir Maiu Sigurðardóttur sálfræðing, með inngangi eftir dr. Símon Jóh. Ágústsson, prófessor. I þessari bók eru fimm fyrirlestrar, sem Freud flutti í Bandaríkjunum árið 1909. Fjallar hann þar um mörg höfuðatriði sálgreiningarinnar: um eðli móðursýki, til- finningalíf barna og túlkun drauma. Verð til félagsmanna kr. 200,00 + söluskattur. Bera bý HÖF.: KARL VON FRISCH. íslensk þýðing eftir Jón O. Edwald, lyfjafræðing, með forspjalli eftir Örnólf Thorlacius, menntaskólakennara. Bók þessi lysir einhverjum víðfrægustu tilraunum sem gerðar hafa verið á sviði almennrar líffræði á 20stu öld, en niðurstöður þeirra hafa því skipað höf- undinum í fremstu röð líffræðinga samtímans. Höf- undurinn fékk Nóbelsverðlaun í læknisfræði 1973 fyr- ir rannsóknir sínar. Verð til félagsmanna kr. 480,00 + söluskattur. Málsvörn stærðfræðings HÖF.: GODFREY HAROLD HARDY. Með inngangi eftir C. P. Snow, en íslenska þýðingu gerði Reynir Axelsson. Bókin er persónulegt varnarskjal lærdómsmanns sem var í hópi fremstu stærðfræðinga veraldar á fyrstu áratugum þessarar aldar. Inngangur Snows lávarðar um Hardy er ein snjallasta mannlýsing hins kunna skáldsagnahöfundar. Verð til félagsmanna kr. 480,00 + söluskattur. Samræður um trúarbrögðin HÖF.: DAVID HUME. íslensk þýðing eftir Gunnar Ragnarsson, skólastjóra, með inngangi eftir Pál S. Árdal, prófessor. Samræður Humes um tilveru Guðs og eðli og hlut- verk trúarbragða eru eitt mesta tímamótarit í hug- myndasögu Vesturlanda. Prófessor Páll S. Árdal, einn af kunnari sérfræðingum samtímans um kenn- ingar Humes, ritar ýtarlegan inngang um höfundinn og bókina. Verð lil félagsmanna kr. 480,00 + söluskattur. Mennt og máttur HÖF.: MAX WEBER. íslensk þýSing eftir Helga Skúla Kjartansson með inngangi eftir Sigurð Líndal. Höfundur þessarar bókar var einn merkasti þjóðfé- lagsfræðingur sem uppi hefur verið. í bókinni birtast tveir fyrirlestrar hans um tvö efni sem hann fjallaði um af mestri skarpskyggni: um hlutverk fræðimanna með sérstöku tilliti til þeirrar kröfu að þjóðfélagsfræði séu fyllilega hlutlaus sem önnur fræði, og um hlut- verk stjórnmálamanna með sérstöku tilliti til kenn- inga Webers um eðli ríkisvaldsins og þróun þess á Vesturlöndum. í inngangi fjallar Sigurður Líndal meðal annars um kenningu Webers um mótmælenda- sið og auðhyggju. Sendum ókeypis skrá yfir öll lærdómsrit H.Í.B. o. fl. bækur. Takmarkið er: Lærdómsritin inn á sérhvert íslenskt menningarheimili. Hið íslenska bókmenntafélag Vonarstræti 12 (stofnsett 1816), sími 21960. (Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er).

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.