Bókasafnið - 01.01.1974, Blaðsíða 12

Bókasafnið - 01.01.1974, Blaðsíða 12
Landsbókasajn Fccreyja. Daglegur opnunartími sa£nsins er kl. 9—12 og 13—19 virka daga, en á laugardögum kl. 9-12. Auk Landsbókasafns hýsir byggingin Landsskjalasafnið (F0roya Landsskjalasavn), er stofnað var árið 1932. Þarna er einnig til húsa Þjóðminjasafn Færeyinga. Það var stofnað árið 1916 og nefndist þá F0roya Forngripafélag. Söfnun fornminja hófst þó miklu fyrr í Færeyjum. Árið 1952 var safn- inu gefið nýtt nafn og nefnist það nú F0roya Fornminnissavn. Þessar stofnanir hafa lítil vaxtarskilyrði í núverandi húsnæði og hefur verið ákveðið að reisa nýtt Landsbókasafnshús. Er því ætlaður staður í brekkunni milli Sjómanna- skólans og Safnahússins. Ennfremur hefur verið ákveðið, að Þjóðminjasafnið flytjist í nýlega byggingu rétt hjá og fær það væntan- lega heila hæð til afnota þar. Landsskjala- safnið fær þá allt Safnahúsið til umráða. Þessi samantekt er að nokkru unnin í páskafríi í Færeyjum sl. vor. Sverri Eg- holm, landsbókavörður í Færeyjum, og Gróa Björnsdóttir, sem nú starfar við Lands- bókasafnið þar, reyndust mér einkar hjálp- leg við upplýsingasöfnun og fræddu mig um margt og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. 12

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.