Alþýðublaðið - 12.01.1967, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 12. janúar 1967 — 8. tbl. 48. árg. — VERÐ 7 KR
i Þriðja frumsýningin í þessari viku i
Það ' er sannarlega blómlegt í leikhúslífi borgarinnar nú eft •
ir áramótin. Sl. sunnudag voru frumsýndir í Lindarbæ nýir
einbattungar eftir Matthías Joliannessen, í gærkvöldi var I
frumsýning á Fjalla-Eyvindi í Iðnó og á laugardaginn verð- ■
ur frumsýnt nýtt barnaleikrit í Þjóðleikhúsinu. — Myndin ;
er einmitt tekin á æfingu á því í gær. (Mynd: Bjarnl.) í
full-
♦WASIIINGTON, 11/1 (NTB-Reu-
ter) — í Washington er talið að
Þjóðþingið taki kuldalega í tillög-
ur Johnsons forseta um skatta-
hækkanir vegna Vietnamstríðsins
og baráttunnar gegn fátækt. Bú-
izt er við, að forsetinn verða að
heyja harða baráttu við þingið til
þess að fá fjárlagafrumvarp sitt
samþykkt, Yfirlýsingu hans, um
að engin breyting verði á hinum
takmarkaða stríðsrekstri í Viet-
nam, hefur einnig verið fálega tek
ið af þingmönnum.
í boðskap sínum um hag ríkis-
ins í dag tók forsetinn hvorki und
ir óskir þeirra, sem vilja herða á
heniaðinum, né hinna, sem vilja,
að fylgt verði varkárari stefnu og
stefnt að samningum í Vietnam-
deilunni. Hann tók skýrt fram,
að hann mundi fylgja áfram þeirri
stefnu, sem hann hefur fylgt til
þessa í Vietnamdeilunni.
Repúblikanar horfa ekki mild-
um augum á áskorun Johnsons um
að samþykkt verði lög um verzlun
austurs og vesturs og að öldunga-
deildin staðfesti ræðismannssamn
ing, sem stjórnir Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna hafa þegar gert.
Leiðtogi repúblikana í öldunga-
deildinni, Everett Dirksen, sagði
blaðamönnum að lítið samræmi
væri í því að hvetja til aukinnar
verzlunar austurs og vesturs og
senda unga Bandaríkjamenn til
Vietnam til að deyja þar.
LOFTLEIÐAMÁLIÐ:
Áfstaöa skandinavfsku
trúanna er óhagganleg
SAMGÖNGUMÁLARÁÐUNEYT-
IÐ sendi frá sér í gær svohljóðandi
Ereinargerð um Loftleiðamálið:
,,Um flug Loftleiða h.f. til
Skandinavíu gilda samningar milli
íslands og Danmerkur, Noregs og
Svíþjóðar frá árunum 1960 og
1964.
í samningnum frá 1960 voru
flug Loftleiða til Skandinavíu tak
mörkuð við 5 ferðir á viku yfir
sumartímann og 3 ferðir á viku
yfir vetrartímann og skyldi ein
af þessum ferðum vera til Helsing-
fors. Einnig var í þehn samningi
ákvæði um, að taki Loftleiðir í
notkun hraðgengari eða þægilegri
flugvélar en DC-6B á ílugleiðinni
skyldu samningarnir endurskoðað-
ir.
í októberlok 1964 var samið um
að Loftleiðir mættu nota hinar
nýju Rolls-Reyce-400 flugvélar á
flugleiðinni ísland—New York en
DC-6B vélarnar á flugleiðinni ís-
land—Skandinavía og var far-
gjaldamismunurinn ákveðinn 13%
yfi.r sumartímann og 15% hinn
tíma ársins.
í samningunum 1964 töldu
skandinavísku fulltrúarnir, að far
gjaldamismunurinn skyldi ekki
vera meiri en 3% er Rolls-Royce-
vélarnar yrðu notaðar á allri flug-
leiðinni til Skandinavíu en til sam-
komulags töldu þeir sig geta fall-
izt á 5% fargjaldamismun.
Samningarnir 1964 gerðu ráð
fyrir, að Loftleiðir hf. mundu ekki
setja RR-400 vélarnar inn á alla
flugleiðina til Skandinavíu næstu
2—2Víj árin og er sá tími nú að
líða.
Síðastliðið vor báru Loftleiðir
hf. fram þá ósk við utanríkisráðu-
neytið, að það hlutaðist til um, að
aflað yrði heimildar fyrir Loft-
leiðir hf. til þess að mega nota RR-
400 flugvélarnar á allri flugleið-
inni frá New York til Skandinavíu
yfir ísland.
Samningafundir um málið fóru
Framhald á bl. 15.
Tillaga Johnsons um að sam-
eina verkalýðsmáiaráðuneytið og
verzlunarm'álaráðuneytið í eitt
ráðuneyti mun einnig vekja and-
úð iðnrekenda og verkalýðssam-
taka. En mest umtal vekur tillag-
an um skattahækkanir og sá fasti
ásetningur forsetans að berjast
gegn sérhverri tilraun til þess að
skerða framlögin til velferðar-
mála, en áætlun hans í þessum
málum gengur undir nafninu „Hið
stóra samfélag".
Verðbréf tækkuðu í verði í
kauphöllinni í New York í dag
vegna tillö'gu forsetans um skatta
hækkanir. Þegar á daginn leið
hækkuðu verðbréfin í verði á ný.
ÞORSHÖFN í Færeyjusn, 11/1 (N
TB-RB) — Dómstóll í (-órshöfn í
Færeyjum úrskui’öaði í iag brezka
togaraskipstjórann Joseph Glass í
varffhald. Um leið úr.ski.rðaff"i dóm
stclinn, að hald skyldi ?agt á tog-
arann „Aberdeen Veníu er“ ef tog
Framhald a bls. 14.
Frúin falsaði ávisanir - og stakk a
Reykjavík, OO
Bandarísk kona sem dvalið
hefur hérlendis í vikutíma á-
samt fylgdarmanni, ef til vill
eiginmanni, stakk af til Kaup-
mannahafnar í gærmorgun og
skildi eftir talsvert af fölsuð-
um ávísunum.
Hjúin komu til landsins 4.
þessa mánaðar. Fengu þau inni
á Loftleiðahótelinu, og bjuggu
þar þangað til í gærmorgun að
þau fóru til Kaupmannahafn-
ar með flugvél frá Flugfélagi
íslands. Eitthvað mun starfs-
fólk hótelsins hafa þótt 'grun-
samlegt við ávísanir se.n kon-
an gaf út því þau ætluðu utan
með Loftleiðavél í íyrr; dag en
Framh Jd á lö. síðu.