Alþýðublaðið - 12.01.1967, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — RitstjórnarfulK
trúi: Eiöur Guönason — Símar: 14900 14903 — Auglýsingasími: 14906,
Aðsetur Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-.
blaðsins. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakið,
Útgefandi Alþýðuflokkurinn.
Loftleiðir «
! RÍKISSTJÓRNIR hinna Norðurlandanna hafa neit
að Loftleiðum um lendingarleyfi fyrir Rolls-Royce
400 flugvélar. Þessi neitun er íslendingum vonbrigði
Og mun skapa Loftleiðum mikla erfiðleika. Er ó-
joægilegt fyrir félagið að geta ekki notað sömu flug-
\iélar á öllum leiðum, þurfa að nota fleiri en eina
gerð og láta farþega skipta um 'vélar.
Stóru flugfélögin líta Loftleiðir illu auga vegna
íHinna lágu fargjalda og þess aðhalds, sem þau hafa
reynzt á flugleiðinni yfir Atlantshaf. Þetta er eðlilegt
viðhorf keppinauta, en þó verður ekki sagt, að Loft
leiðir ríði baggamun um afkomu annarra félaga. Svo
fyrirferðarmikið er þetta flugfélag okkar ekki.
Atvinnuvegir íslendinga eru mjög einhæfir og hef-
i|r þótt hin hrýnasta nauðsyn að gera þá fjölbreytt-
þri. Ættu ráðamenn hinna Norðurlandanna að skilja
þióðarnauðsyn okkar að koma upp nýjum atvinnu-
^reinum, en flugið er ein hinna blómlegustu í þeim
ópi. Loftleiðamál eru því meira en samkeppni
eggja flugfélaga. Þau eru þýðingarmikið atvinnu-
ál fyrir íslendinga. Þess vegna þykir okkur ríkis-
sjjórnir hinna Norðurlandanna sýna mikla þröng-
áýni með afstöðu sinni í þessu máli.
Leikfélagið
\ LEIKFELAG REYKJAVIKUR er sjötugt um þess-
ar mundir. Hefur félagið skipað hinn virðulegasta
sess í menningarlífi þjóðarinnar fyrr og síðar. Það
var hinn mikli brautryðjandi leiklistar hér á landi,
en glæsilegasti kaflinn í sögu þess var þó, er félagið
magnaðist við tilkomu Þjóðleikhússins og hélt velli
þrátt fyrir svo volduga samkeppni. Tilvera tveggja
leikhúsa hefur örvað fleiri aðila og skapað hina á-
nægilegustu fjölbreytni í menningarlíf Reykjavík-
ur. Alþýðublaðið þakkar Leikfélaginu starfið og ósk-
a ’ því til hamingju.
Hvalfjörður
ÞAÐ KOMU yfir 5.000 bílar til landsins á síðasta
i og bætast nú við umferðina. Vegakerfið er að
kna undan umferðinni og víða eru farartálmar, sem
vferða með hverju ári erfiðari. Einn 'hinn versti er
L valfjörður, sem oft er lokaður eða illfær um þetta
1í yti.
Bæjarstjórn Akraness hefur nú á ný tekið frum-
k æði um lausn Hvalfjarðarmálsins, sem ræður sam
g ingum milli Akraness og Reykjavíkur. Vilja Skaga
«! enn, að þrautkannað verði, hvaða leiðir eru hent-
u [astar; ferja beint til Reykjavíkur, ferja yfir Hval-
ij irð, brú á fjörðinn eða vegur fyrir hann, Sum þess
a: a atriða hafa verið athuguð, en í heild hefur ekki
V' rið gerður samanburður á þeim. Þetta mál þolir
sí nnarlega ekki langa bið.
Um leið og við óskum öllum okkar viðskiptamönnum, nær og fjær gæfu og
gengis á hinu nýbyrjaða ári með þökk fyrir viðskiptin á liðnum 25 árum, vilj-
um við vekja athygli þeirra á því, að þótt við þyrftum að lokav erzlun okkar að
Vesturgötu 2 svo skyndilega, þá biðjum við viðskiptavini okkar vinsamlegast að
snúa sér að verzlun okkar að
Laugavegi 10
Við munum eftir sem áður kappkosta að selja eingöngu úrvals vörur.
Skrifstofa okkar
og vörulager
verður á Vestur-
grötu 2.
Sími 20 300.
Laugavegi 10 — Sími 20-301
mmmMm
VANTAR BLAÐBURÐAR-
FÓLK í
EFTIRTALIN HVERFI:
MIÐBÆ, I. Og II.
HVERFISGÖTU,
EFRI OG NEÐRI
NJÁLSGÖTU
LAUFÁSVEG
LAUGARÁS
RAUÐARÁRSTÍG
GRETTISGÖTU
ESKIHLIÐ
KLEPPSIIOLT
SÖRLASKJÓL
LAUGAVEG, NEÐRI
SKJÓLIN
IIRINGBRAUT
LAUGAVEG, EFRI
FRAMNESVEG
Sími 14900
á krossgötum
SLÆLEG PÓSTÞJÓNUSTA.
B. B. hefur sent okkur eftirfar-
endi bréf: — Mér þótti alveg nóg um, þegar ég
15. desember síðastliðinn fékk víxiltilkynningu frá
Búnaðarbankanum, sem póstlögð hafði verið 29.
nóvember. En þetta kenndi ég yfirvinubanni póst-
manna og nennti ekki að gera meira út af því.
Þó var víxillinn löngu fallinn og ég mátti greiða
háar sektir.
I
Síðastliðinn þriðjudag, 10. janú-
ar fékk ég jólakort, sem póststimplað var í
Reykjavík 15. desember síðastliðinn. Þá var mér
sannarlega nóg boðið og ákvað ég þá að setjast
niður op skrifa ykkur fáeinar línur, þó ekki væri
nema til að veita réttmætri reiði minni útrás.
Fyrst vil ég segja það, ef þetta
ástand er ekki algjört einsdæmi í póstþjónustu,
þá er ég illa svikinn. Einhvers staðar mundi svona
vera tilefni opinberrar rannsóknar í póstmálum,
því eitthvað meira en lítið hlýtur að vera að þar
sum svona lagað gotur komið fyrir.
FARA SJÁLFIR MEÐ
BRÉFIN.
Mér er mæta vel kunnugt um
það, að ýmsir hafa tekið upp í vaxandi mæli að
fara sjálfir með bréf sín, ég tala nú ekki um, ef
þau eiga að fara í Kópavoginn. Því það virðist
mjög venjulegt að taki bréf allt að fimm til sjö
daga að komast þessa leið, sem skreppa má í
strætisvagrii á svo sem fimmtán til tuttugu mín-
útum.
Það er vissulega alvarlegt mál,
ef almenn póstþjónusta bregzt skyldu sinni. í
menningarlöndum er flutningur pósts hvarvetna
talinn frumskylda ríkisins og verði tafir á póst-
flutningum er oft nær samstundis lýst yfir neyð-
arástandi og hermenn settir í póstflutninga. Hér
á landi er ekki hægt að grípa til slíkra ráða.
Póstur og sími mun vera stærsta
íyrirtæki á íslandi. Er ekki kominn tími til að
þar sé hrist upp og almenningur á sannarlega
liröfu á því að þetta fyrirtæki svari kröfum tím-
ans og veíti þá þjónustu, sem greitt er fyrir.
mwmm
4 12. janúar 1967 -
t
ALÞYÐUBLAÐIÐ