Alþýðublaðið - 12.01.1967, Blaðsíða 11
Landslsð í körfuknatt-
leik hefur verið valið
Stardal, Guðmundur Bjarnasou, Karl Olsen, Róbert Schmidt, Sigurður Isaksson, dómari við hlið hans,
Gunnar Sigurgeirsson, Ævar Jónsson, tröstur Pétu son og Axei Sölvason.
Ágæt starfsemi Skot-
ÁKEÐNIR eru landsleikir við
Skota í körfuknattleik 28. og 29.
jamíar n.k. og verða þeir leiknir
í íþróttahöllinni í Laugardal.
Körfuknattleiksmenn hafa búið
sig vel undir þetta aðalverkefni
'vetrarir.s og var valinn hópur j
manna í nóv. sl. til sérstakra æf-
inga undir landsleikina.
Nú hefur Helgi Jóhannsson
þjálfari valið lið það er mæta á
Skotunum úr þessum hópi og
var landslið Helga kunngert í
gær. Er það þannig skipað:
Frá Ármanni:
Birgir Örn Birgisson.
Hallgrímur Gunnarsson.
Frá ÍR:
Agnar Friðriksson.
Birgir Jakobsson.
Jón Jónasson.
% (
Frá KFR: .
Marinó Sveinsson.
Frá KR: ■>
Hjörtur Hansson.
Kolbeinn Pálsson.
Gunnar Gunnarsson.
Guttormur Ólafsson.
Kristinn Stefánsson.
. JJ*
Frá ÍS:
Hjörtur Hannesson.
Síðari landsleikurinn vérður
leikinn á stofndegi Körfuknatt-
leikssambandsins og vænta for-
ráðamenn sambandsins góðrar
afmælisgjafar frá leikmönnum.
Aðalfundur Skotfélags Reykja-1
ivíkur fyrir árið 1966 var að þessu
sinni haldinn hinn 20. nóv. s.l. í
húsi Slysavarnafélags íslands. j
Fundarstjóri var Bjarni R. Jóns- I
son, forstjóri, en ritari frú Edda j
Thorlacíus. í skýrslu félagsstjórn- I
ar kom fram að starfsemi félags-!
ins hefur verið fjölbreyttari en
jpokílaju isinni fyrr, e(nda hefur
meðlimatala félagsins nær tvö-
faldazt á 'árinu.
Félagið hélt uppi reglubundn-
um æfingum innanhúss að vetrar-
lagi eins og að undanförnu, en
Iþar sem þær æfingar voru orðnar
svo fjölsóttar að til vandræða
thorfði, var ákveðið að f jölga æf-,
ingatímum um helming og æfa
tvisvar í viku. Eru nú reglulegar
æfingar öll miðvikudagskvöld inni
á Hálogalandi, en auk þess æfing-
ar á sunnudagsmorgnum frá kl.!
9-12.
Tvær innanhúss keppnir fóru j
fram sl. vetur á undan hinum i
reglulegu vormótum félagsins. j
Hinn 23. febrúar var keppt um
styttu sem Axel Sölvason gaf fé-
laginu til þess að keppa um í
standandi stellingu. Siigurvegari í
þessari keppni var Ásmundur Ó-
lafsson og hlaut hann 314 stig af
400 mögulegum. í marz var keppt j
um verðlaunabikar sem Leo
Schmídt, formaður félagsins gaf
til þess að keppa um í hné stell-
ingu. Þá keppni vann óvænt einn
af yngstu meðlimum félagsins,
Björgvin Samúelsson og hlaut
hann 91 stig af 100 mögulegum.
Han Cliristensen-mótið fór fram
að venju í marz. Voru þátttakend-
ur 15 að þessu sinni. Sigurvegari
var hinn þrautreyndi skotsnilling-
ur Valdimar Magnússon.
JVormótið fór fram hinn 4. maí,
að loknum vetraræfingum og var
aö venju keppt í öllum flokkum.
Þátttakendur voru að þessu sinni
15. í mafistaxafloikki vann Ásh
mundur Ólafsson, í 1. flokki sigr-
aði Egill Jónasson Stardal, en í
2. flokki Aðalsteinn Magnússon.
Æfingar á útisvæði félagsins í
Leirdal hófust sl. vor jafnskjótt
og tíðin leyfði. Var haldið uppi
reglubundnum æfingum með
haglabyssum á leirdúfur öll mið-
vikudagskvöld fram í sept. Voru
þessar æfingar yfirleitt vel sótt-
ar. Æfingar með rifflum hófust
einnig í vorbyrjun og 25. júní var
háð 50 metra mótið með kal. .22
rifflum. Þátttakendur voru með
færra móti, eða ekki nema 8. Sig-
urvegari mótsins varð Axel Sölva-
son. Annan júlí var haldið mót aft-
ur og keppt með stórum veiðiriffl-
um kal. 243 og stærri á 200 m
færi. Var með því brotið blað í
sögu félagsins, því slík keppni hef-
ur ekki farið fram fyrr í sögu þess.
Gunnar Sigurgeirsson, kaupmað-
ur og eigandi Sportvöruhúss R-
víkur gaf félaginu vandaðan grip
til þéssarar keppni. Var það byssu
hvlki af dýrustu igerð að verðmæti
3—4 þúsund krónur. Þátttakend-
ur í þessari keppni voru 8 og
sigraði Þröstur Ólafsson og hlaut
hinn góða grip til eignar.
Félagið hélt tvö mót í leirdúfu-
keppni. Þessi íþrótt er lítt kunn
hér á landi, en er mjög vinsæl er-
lendis. Nefnist hún skeet á ensku,
en orðið mun komið úr skandi-
naviskum málum og er afbökun
úr orðinu að skjóta (skyde). Er
hún fólgin í því að hæfa með
haglabyssu leirkringlu sem varpað
Framhald á bls 14.
HM í handknattleik í dag
átta leikir í 1. umferð
í dag hefst heimsmeistarakeppn
in í handknattleik karla í Svíþjóð
og fara fram átta leikir, en keppn
inni lýkur 21. janúar n.k.
Eftirtalin lönd leika í dag:
A-riðill:
í Malmö: Svíþjóð — Pólland,
í Halsingsborg: Júgóslavía —
Sviss.
]
B-riðill:
í Luleá: V-Þýzkaland—Noregur
í Kiruna: Ungverjal. — Japan.
Criðill:
í Stokkhólmi: Rúmenía — Aust-
ur-Þýzkaland.
í Örebro: Sovétríkin — Kaiía'da.
tai'. (
D-riðill:
í Vánersborg: Danmörkr —
Túnis.
í Göteborg: Tékkóslóvakíá —
Frakkland. 1
Við munum skýra frá úrslitum
leikjanna í blaðinu á morgun.
12. janúar 1967 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ