Alþýðublaðið - 12.01.1967, Blaðsíða 8
JAPANIR GANGA
TIL KOSNINGA
/
KJARNORKUOLD hefur fyrir
löngu haldið innreið sína í Japan
á sviði tækninnar, en í pólitísku
tiliiti höfum við staðið í sömu
sporum síðan á síðustu öld, í
tæknilegum efnum og efnahags-
légu tilliti eru Japanir að ýmsu
léyti brautryðjendur, en í stjórn
rriálum erum við vanþróaðasta
land heimsins.
Svona sterkt kvoð leiðtogi jap
anskra jafnaðarmanna, Suehiro
Nishio að orði í þingræðu nýlega
Og framferði þingmannanna í
kringum hann virtist staðfesta orð
hans. Stjórnarandstæðingar rudd
ust upp í ræðustólinn og meinuðu
stjórnarsinnum að tala. Stjórnar
sinnar kölluðu á liðsauka til að
bera stjórnarandstæðinga út úr
þingsalnum.
Þing .hefur verið rofið í Japan
og kosningar fara fram síðar í
þessum mánuði. Kosningabaráttan
hófst í raun og veru löngu áður
en þing var rofið. Mánuðum sam
an hafa stjórnarandstæðingar á
alla lund reynt að torvelda störf
þingsins í þeim tilgangi að knýja
fram kosningar. Glundroðinn varð
svo mikill, að svo virðist sem
stjórnin hafi ekki átt annars úr
kosti en að verða við kröfum
þeirra.
★ VALDABARÁTTA.
Sannleikurinn er s'á, að \ralda
barátta er að tröllríða Frjáls-
lynda demókrataflokknum, sem
farið liefur með völdin í Japan
um langt árabil, og hefur traust
það, sem kjósendur hafa borið
til flokksins, beðið alvarlega
li'nekki. Síðustu skoðanakannanir
sem stórblaðið „Asahi Shimbun"
hefur birt, benda til þess, að að-
eins 25% kjósenda muni greiða
frjálslyndum demókrötum atkvæði
Orsök þessa vantrausts og valda
baráttunnar innan flokksins eru
nokkur fjársvikahneyksli, sem af
hjúpuð hafa verið upp á síðkast
ið. Ráðherrar og valdamiklir trún
aðarmenn Frjálslynda demókrata
flokksins hafa verið viðriðnir
þessi hneyksli.
Áhrifamikiil liópur frjálslyndra
demókrata hefur haldið því fram
að forsætisráðherrann, Eisaku
Sato, igeti ekki skotið sér undan
því, að hann beri að nokkru á-
býrgð á þessum hneykslismálum.
Sato er líka bæði leiðtogi stjórn
arinnar og flokksins. Fujiyama
|vrium, ]|í' n nt ;i mj j 1 ,a r á f.li e ri' a er
fremstur í flokki manna. sem krefj
ast þess, að forsætisráðherrann
ségi af sér, enda sé afsögn hans
eina verðuga svarið við hinni há
væru gagnrýni, sem allar stéttir
þjóðarinnar beini nú gegn stjórn
inni.
Sato hefur aftur á móti ekki í
hyggju að leggja niður völd. Þeg
ar Frjálslyndi demókrataflokkur-
inn hélt sambandsþing fyrir.
skömmu, krafðist hann þess, að
hann yrði endurkjörinn og hét því
jafnframt, að gera víðtækar breyt
ingar á stjórninni. Fuijyama svar
Eisaku Sato
aði því til að aðeins eitt ár væri
liðið síðan Sato gerði víðtækar
breytingar á stjórninni og af
sömu ástæðu. Hann sagði, að ekki
væri kleift að endurheimta traust
þjóðarinnar fyrr en forsætisráð-
herrann segði af sér.
★ PENINGARNIR RÁÐA.
Það var því engin furða þótt
flokksþings frjálslyndra demókrata
sem fram fór dagana 4. og 5. des
ember, væri beðið með töluverðri
eftirvæntingu. Fyrirfram var vit
að, að Sato færi með sigur af
hólmi. Á þingum Frjálslynda
deimókrataflokksins gar^ga atkv.
fulltrúanna kaupum og sölum og
eru seld hæstbjóðanda. Þeir flokks
leiðtogar, sem yfir mestum pen
ingum ráða eða fjársterkustu að
ilana hafa á bak við sig, bera
venjulega sigur úr býtum. -
En því er haldið fram, að tæk
ist andstæðingum Satos að fá 100
fulltrúa til að greiða atkvæði 'gegn
Sato hefðu þeir grafið svo mjög
undan völdum hans og áhrifum, að
hann gæti vart haldið áfram störf
um sem leiðtogi flokksins öllu
lengur. Úrslitin urðu þau, að 289
greiddu atkvæði með endurkjöri
Satos, en 150 á móti. Og greiddu
því enn fleiri atkvæði gegn Sato
en nokkrir höfðu þorað að spá.
Sato lýsti því yfir á fiokksþing
inu að.hann mundi bjóða flokks
brotum þeim, sem greiddu at-
kvæði gegn honum, fulltrúa í rík
isstjórn, Þessu boði hans var hafn
að, kurteislega en ákveðið. Mjög
mikilvægt var að einn þeirra hópa
sem lögðust gegn Sato á flokks
þinginu, var hinn áhrifamikli hóp
ur, sem kenndur var við Ikeda,
fyrrum forsætisráðherra, sem nú
er látinn.
★ INNANFLOKKSERJUR.
Á hinn bóginn er engan veginn
víst, að kjósendur vilji heldur
fara „hina leiðina" sem hinn sós
íalistíska stjórnarandstaða býður
upp á. Trúnaðarmenn sósíalista
flokksins hafa einnig verið við
riðnir fjármálahneyksli, og enda
þótt þessum mönnum hafi verið
vikið úr flokknum hefur þetta
ekki aukið flokkinn í áliti.
Og þar við bætist, að japanskir
sósíalistar eru ekki aðeins klofn
ir í tvo flokka, vinstrisinnaðan
sósíalistaflokk, sem er allstór, og
lítinn flokk sósíaldemókrata. Só
síalistaflokkurinn er margklofinn
og eyða flokksklíkurnar miklu
meiri tíma í innbyrðis deilur en
í sameiginlega bar'áttu gegn póli
tískum andstæðingum sínum.
Japanski Sósíalistaflokkurinn,
sem er enn aðili að Alþjóðasam
bandi jafnaðarmanna, er tvímæla
laust undir áhrifum kommúnista
sem laumað hafa fylgifiskum sín
um í mikilvæg embætti í flokkn
um. Enginn japanskur stjórnmála
flokur hefur eins innilegt sam-
band við valdhafana í Peking og
Sósíalistaflokkurinn og enginn jap
anskur stjórnmálaflokkur er í
eins miklum hávegum hafður í
Peking og Sósíalistaflokkurinn.
Vert er að liafa það í buga, að
vinátta kínverskra og japanskra
kommúnista er algerlega farin út
um þúfur.
En aðalveikleiki Sósíalistaflokks
ins er sá, að hann lýtur að öllu
leyti forystu gamalla manna. Virt,
japanskt blað sagði nýlega: —Hér
í eru ungir menn forstjórar millj-
ónaíyrirtækja. Á öllum sviðum
þjóðlífsins er ný kynslóð komin
til skjalanna og tekin við foryst
unni. En þeim er bolað frá stjórn
málunum; þar sem gömlu flokks
feðurnir ráða vali allra trúnaðar
manna. Stjórnmálamennirnir lifa-í
sínum eigin heimi heimi sem heyr
ir fortíðinni til. Og þetta er slæmt
fyrir lýðræðið.
Framháld á 15. síðu.
í fyrradag; var formlega tekin í notkun nýr fagrskóii fyrir hárskera-
nema og er staðsettur í Iðnskólanum. Við setninguna voru viðstaddir
auk nokkurra nema, skólastjóri Iðnskólaiis, Þór Sandholt, form,
Meistarafclags hárskera og fræðsluráð, auk annarra framámanna.
Iíenr.ari er Villijálmur Nielson. «
Við litum inn í skólann, er setning hans fór fram og smelltum
þar af nokkrum myndum.
Við opnun fagskóla hárskera.
Tveir af eiztu rökurum landsins, Mortensen og Gísli Sigurðsson.
g 12 janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ