Alþýðublaðið - 12.01.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.01.1967, Blaðsíða 10
stofnar nýtt þjónustufyrirtæki Nýtt fyrirtæki ihefur nú hafið | starfsemi sína hér, en það er Rit i verk s.f. og mun það taka að sér j fyrir einstaklinga, félög, fyrirtæki og stofnanir, sem þess kunna að óska, fyrirgreiðslu og meðalgöngu við að koma 'á framfæri á prenti eða á annan hátt tilkynningum eða öðrum erindum, er varða á- hugamál, verkefni, starfsemi, framleiðslu, nýjungar af öllu tagi eða annað, sem hinir ýmsu aðilar þjóðfélagsins æskja að komi fyr ir almennings sjónir. Á ensku kall ast markmið félagsins public rela tions og kannast sjálfsagt margir við það nafn, en slík kynningar þjónusta (public relations) er orð in sjálfsa'gður ihlutur víða erlend is, t.d. í Bandaríkjunum, Bretlandi .Þýzkalandi, og á Norðurlöndum. Hersteinn Pálsson, fyrrv. rit- stjóri. er eigandi fyrirtækisins og hann skýrði blaðamönnum í gær dag frá ýmsu varðandi fyrirtæk ið, sem er fyrsta slíkt kynningar þjónustufyrirtæki hér á landi. Starfsemi miðast við að bæta sam búð einstaklinga, fyrirtækja og stofnana og vinna gegn óvild, en skapa góðvild (good-will). Slík kynningarþjónusta varð fyrst að skipulagðri atvinnugrein í hyrjun þessarar aldar, nánar til tekið árið 1904 í Boston í Banda ríkjunum, og vinna nú í Banda ríkjunum í þessari grein milli 35 þúsund og 40 þúsund manns, í um 1500 fyrirtækjum. Til samanburð ar má geta þess til að sýna öra aukningu í greininni að um 1950 unnu við þetta 19 þús. manns í B andarík j unum. í Bretlandi var fyrst hafin slík þjó;nusta 'árið 1912 og átti Lloyd George upptök að henni. Fékk hann þá hóp manna til að halda fyrirlestra og kynna tryggingar löggjöf. En það er aðallega eftir ! síðari heimsstyrjöldina sem starf semin hefur aukizt og mest hef ur auknin'gin orðið í Þýzkalandi og í Japan, þar sem efnahagsþró un hefur verið mest eftir stríð. í Frakklandi hófst kynningar- þjónusta árið 18952 og þremur ár- um síðar tók franska Viðskipta málaráðuneytið starfsmenn henn ar í sína þjónustu. Á Norðurlönd efnum í þessu sambandi. Sjá um þýðingu á notkunarreglum, leið: Mótmælð áliti togaraneíndar „Hreppsnefnd Patrekshrepps • skorar á háttvirt Alþingi að veita ekki auknar heimildir til botn- ivörpuveiða innan fiskveiðimark- . anna, eins og þau eru nú. i Hreppsnefndin lítur svo á, að ihöfuðatvinnuvegur Vestfirðinga, sjáýarútvegurinn, byggist á þeirri friðun, sem nú er, og nauðsyn beri til að vinna að enn víðtæk- ari; útfærslu friðunarlínunnar. .Jafnframt hvetur hreppsnefnd- ih .til að gerðar verði ráðstafan- ir 'til friðunar uppeldisstöðva ung- fisfes, sem eru utan núverandi fiskveiðitakmarka.” — Á.H.P. Hersteinn Pálsson. um eru líka slík fyrirtæki og í Danmörku t.d. eru þau um 10—12. Þar sem að slíkt fyrirtæki er ný ung hér, er ekki víst að allir átti sig á í fljótu bragði, hvað er um að ræða. Þess vegna fer hér á eft ir nánari skilgreining á ýmsum verkefnum Ritverks sf. Fyrirtækið mun taka að sér að undirbúa blaðamannafundi, jafn vel að sjá um slíka fundi fyrir þá, sem þess þurfa og óska aðstoð ar við það. Einnig að semja og út búa hvers konar tilkynningar eða yfirlýsingar, sem þörf er á að birta almenningi í blöðum eða með öðrum hætti. Búa auglýsing ar, auglýsingarit eða aðra slíka bæklinga til prentunar, sjá um þýðingar á slíku efni úr erlendu máli, ef þarf og sinna öðrum verk arvísum og öðru af því tagi, sem ; hentugt þykir að láta fylgja er | lendri vöru, sem hér er seld. Semja hvers konar tilkynningar, auglýsingar eða greinargerðir varðandi nýjungar ýmiss konar fyrir innflytjendur, iðnrekendur eða aðra aðila Hafa umsjón með prentun og útgáfu ársrita, skýrslna o.s.frv. fyrir einstaklinga fyrirtæki, félög og aðra aðila. Sjá um þýðingar á hvers konar efni úr og á ensku og Norðurlandamál — þar á meðal löggiltar þýðingar úr ensku og á. Hersteinn sagði, að það tæki sinn tíma að vinna slíkt þjónustu fyhirtæki upp hérna, en hann sagðist hafa undanfarið verið beð inn um að taka að sér fjölmörg slík verk, svo ekki hafi verið fært annað fyrir sig en helga sig að þessu starfi eingöngu og hefði hann því hætt störfum sínum hjá sjónvarpinu. Hann sagðist vera viss um það, að hér hljóti að'vera grundvöll ur fyrir slíkri þjónustu eins og víðar í vaxandi og athafnasömum þjóðfélögum. Glæpamáldstofnun í Rómaborg? Á nýafstaðinni ráðstefnu sér- fræðinga í aðalstöðvum Samein- uðu þjóðanna í New York var rædd spurningin, hvort koma bæri á fót á vegum samtakanna sérstakri stofnun í Róm, sem hefði það meginverkefni að koma í veg fyrir glæpi og fjalla um meðferð afbrotamanna. Stofnunin ætti að fást við rannsóknir og þjálfun sérfræðinga og vera mið- stöð þeirrar viðleitni að fá ráð- stafanir á þessu sviði teknar inn í allsherjaráætlanir hvers ríkis um efnahags- og félagsmál. Sérfræðingarnir ræddu einnig 'hvaða möguleikar væru á að veita vanþróuðu löndunum aðstoð, bæði að því er varðaði tálmun glæpa og eftirlit með þeim. 10 12. janúar 1967 ~v' ALÞÝÐUBLAÐIÐ STYRKUR i SVISS SVISSNESK stjórnarvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Sviss háskólaárið 1967—1968. Ætlazt er til þess, að umsækjendur hafi lokið kandidats- prófi eða séu komnir langt áleið- is í háskólanámi. Menn, sem þeg- ar hafa verið mörg ár í starfi eða eru eldri en 35 ára, koma að öðru jöfnu ekki til greina til styrk- veitingar. Styrkfjárhæðin nemur 550—600 frönkum á mánuði fyrir stúdenta, en allt að 700 frönkum fyrir kandidata. Auk þess hlýtur styrkþegi nokkra fjárupphæð til bókakaupa og ér undanþeginn kennslugjöldum. — Þar sem kennsla í svissneskum háskólum fer annað hvort fram á frönsku eða þýzku, er nauðsynlegt, að um- sækjendur hafi nægilega þekk- ingu á öðru hvoru þessara tungu- mála. Styrkþega, sem áfátt kann að reynast í þvi efni, verður gert að sækja þriggja mánaða mála- námskeið í Sviss, áður en styrk- tímabilið hefst. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, eigi síðar en 10. febr- úar næstkomandi. Sérstök um- sóknareyðublöð fást í mennta- málaráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 6. janúar 1967. Kasassf Debbie Reynolds sem molly Brown. MOLLY BROWN. Gamla Bíó. 1 Bandarísk frá 1963. Leikstjórní ; Charles Walters. Byggð á söngleik j Merediths Wilsons og Richard I Morris. íslenzkur texti. Vart má sá söngleikur fræ'gð ! auðgast að eigi sé hann kvikmynd aður. Er þó ekki óalgengt að sjá í efnisskrá myndar setningu sem þessa: „Söngleikur þessi naut mikilla vinsælda á Broadway". Mun og sú raunin um þann söngleik, er nú skal um talað og settur hefur ver ið á filmu og er nú sýndur í Gamla Bíói. Annað mál er svo það hvoi-t söngleikir þessir eigi nokkuð erindi á kvikmynd. Virð ist sú raunin um „Hina ósökkv andi molly Brown“. JÉ Molly Brown er léleg mynd. Hún er dæmigerð peningamynd. Hún er igott dæmi upp á fram leiðslu Hollywood, lygasaga, glans mynd, nógu mikill íburður, nóg af skrauti, nóg af skemmtun, nóg af væmni og endar vei. Sem sagt — myndinni er ætlaður góður fjárhagur, því að hún er nógu andskoti hugsunarsnauð og afk'ára- leg. Ber því ekki að taka hgna alvarlega. í kvikmynd þessari er fjallað um unga stúlku sem fer út í heim. Hún vill kynnast ríku og fínu fólki og giftast auðugum manni. Á leið inni hittir hún ungan mann, sem býr í kofaræksni einhversstaðar í afdölum. Auðvitað, er hann ekki nógu fínn handa henni — én samt þau- giftast. Hún vill verða rík og þau verða það að sjálfsögðu. Þau flytjast til Denever og hún vill komast í kynni við nágranna sína sem er voða fínt fólk og snobb að fram úr hófi. En framkoma hennar stingur mjög í stúf við framkomu fína fólksins og minnir óþægiiega á uppruna snobblýðsins Hér gefst ef tii vill tilefni til snarprar ádeilu á hræsni og tepru skap ríkisbubbana; fína fólksins. En slíkt er algerlega látið liggja milli hluta. Þá fara þau hjónakorn in til Evrópu og kynnast þar enn finna fólki, sem jafnvel er af kpn- ungaættum. Ekki er ástæða til að rekja söguþráðinn öllu lengur, en geta má þess, að eins og vera ber fylgir með í þessum síðari hluta myndarinnar skilnaður þeirra Brownhjóna, en vitaskuld endar allt í hamingjusælu. (Það er nú kannski óþarfi að minnast á jafn sjálfsagðan hlut.) Það er Debbie Reynolds, sem leikur þessa ósökkvandi Molly Brown. Ekki er leikur hennar svo ýkja sannfærandi, slarkfær mundi maður segja, hún breigður fyrir ! sig ýmsum gervum, allt frá ærsla fenginni rmglingsstúlku til sorg- mæddrar hefðarkonu. Einhvur Harve Presnell leikur eiginmann Mollyar, Johnny. Hann ku hafa farið með þetta hlutverk á sviði, en þegar hann stendur nú fyrir framan kvikmyndavélina — Drott- inn minn sæll og góður! Leikur hans er bæði hörmulegur, afkára legur og gengur jafnvel svo lan'gt að svipur hans verður aðhláturs- efni í sérlega dramatískum atrið urn, eða einmitt þegar maður á að fá samúð með honum. Iíann er kannski góður söngvari, en það fer honum afar illa að syngja í kvikmynd, Tökum sem dæmi eitt atriði af því tagi, þar sem einnig má kenna ósamræmi í söngtexta Framhald á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.