Alþýðublaðið - 12.01.1967, Blaðsíða 3
Fundi LÍÚ lauk í gær
Franxhalsaðalfundur Landssam-
ibands íslenzkra útvegsmanna var
Jialdinn í Reykjavík í gær og
lliófst hann kl. 2 s.d. Aðalfundin-
um var frestað í byrjun desember
sl. til að bíða átekta um ákvörð-
un fiskverðs, sem vitað var að yf-
irnefnd verðlagsráðs sjómanna-
samtakanna myndi ákveða nú um
áramótin.
í fundafrbyrjun gerði fulltrúi
LÍTJ í yfirnefndinni, Kristján
Ragnarsson, í einstökum atriðum,
grein fyrir verðákvörðuninni, sem
hann kvaðst hafa greitt atkvæði
sitt í fullu samráði við fram-
kvæmdaráð sambandsstjórnar LÍÚ
og formenn ýmissa útvegsmanna-
félaga.
Þá gerði formaður samtakanna,
Sverrir Júlíusson, grein fyrir ýms
um veigamiklum málum, sem
stjórn og skrifstofa samtakanna
höfðu unnið að í fundarhléinu.
Þau meginmál eru m.a. hækkun
rekstrarlána til vélbátanna, breyt-
ing á lánstíma stofnlána og breyt-
ing á sjómannalögunum, varðandi
laun sjómanna í veikinda- og
slysatilfellum, í samræmi við til-
lögu þingmannafundarins, sem á
sl. ári fjallaði um vandamál fiski-
báta, 45 — 120 rúmlestir.
All miklar umræður urðu á
fundinum um framangreind mál,
en engar ályktanir voru gerðar.
í fundarlok ávarpaði formaður
sambandanna fundarmenn nokkr-
um orðum og að því búnu sleit
fundarstjórinn, Jón Árnason,
Akranesi, fundinum, sem lauk kl.
rúmlega 7 sd.
Frá Flatey á Skjálfanda:
Frjáls innflutningur á
nokkrum vörutegundum
Ríkisstjórnin hefur ákveð-
ið að leyfa frjálsa innflutning á
nokkrum vörutegundum sem
fram að þessu hafa verið háðar
innflutnings- og gjaldeyrislevfum.
Verður nú gefinn frjáls innflutn
ingur á vörum, sem fluttar voru
inn fyrir 132,4 millj. kr. cif árið
1965, en það svarar til 2,5% heild
arinnflutningsins það ár. Jafn-
framt verða teknar af frílista vör
ur, sem fluttar voru inn fvrir í
kringum 20 millj. kr. cif. á ár-
inu 1965 en það svarar til 0,3%
heildarinnflutningsius á því ári.
Er þessi breyting tekur gildi er
frjáls innflutningur á vörum, sem
svarar til 86,4% lieildarinnflutn-
ingsins 1965.
Mikilvægasta vörutegundin, sem
nú bætist á frílista er óbrent
kaffi en það var flutt inn fyrir
81,2 millj. kr. 1965. Hefur sú vöru
tegund verið háð innflutnings- og
gjaldeyrisleyfum vegna viðskipta
íslands við Brazilíu. En útflutn-
ingur okkar til Brazilíu hefur
dregizt stórlega saman undanfar-
ið og verið mun minni en inn-
flutningur okkar þaðan. Þykir því
ekki ástæða til að binda kaffivið-
skiptin áfram eingöngu við Brazil
íu. Aðrar vörutegundir sem nú
verður leyfður frjáls innflutning-
ur á eru þessar: Klíð, krossviður
og spónlagður trjáviður, holplöt
ur, einfalt gler og rafhreyflar.
Vörur þær sem teknar verða
af frílista eru þessar: Fiskinet úr
polyethylen og polypropylen
(botnvörpur) og botnvörpugarn úr
polyethylen og polypropylen. Teí
ur ríkisstjórnin nauðsynlegt að
takmarka innflutning á þessum
veiðarfærum til þess að vernda
íslem.kan veiðarfæraiðnað
Auk breytinga á frílista eru
einnig gerðar nokkrar breytingar
á innflutningskvótum. Eru nokkr
ir kvótar rýmkaðir en kvótar fyrir
fiskilínur og kaðla verða minnk-
aðir. Er þar einnig um að ræða
ráðstöfun til verndar íslenzkum
veiðarfæraiðnaði.
Ný reglugerð vegna brevtinga
á frilista og auglýsing um hina
nýju innflutningskvóta verður
birt í næsta Lögbirtingablaði.
Reykjavík, 11. jan. 1966.
50 íbúar - en frairi
leiðsla 5 milljóni
íbúbarhús helmingi flieri en notuð eru |
Umferbarslys
Rvík, SJÓ
Um hádegið í gær varð 6 ára
drengur fyrir fólksbifreið á Ból-
staðarveginum. Fór drengurinn úr
strætisvagni, sem þar stanzaði.
Var drengurinn á leið í ísaksskóla
og er hann hljóp yfir götuna kom
■bifreið akandi vestur Bólstaðar-
veg og lenti á drengnum. Meiðsli
drengsins—urðu ekki alvarle'g, en
hann var fluttur á slysavarðstof-
una til frekari rannsóknar.
„Árið 1965 voru seld frá Flat
ey grásleppuhrogn fyrir 3,6
milljónir og saltfiskur fyrir um
1,3 milljónir. Það ár nam því
útflutningur þaðan nálega 5
millj. króna. Útgerðarkostnaður
í veiðarfærum er mjög lítill.
Stutt er að róa, og allur þorsk
ur veiddur á handfæri. Bak við
þennan útflutning standa um 51
Flateyingur, ög nær helmingur
inn þó börn.“
Þannig farast Bjartmari Guð
mundssyni alþingismanni orð í
grein, sem birt er í nýútkomnu
hefti af Árbók Þingeyinga. Virð
ist þessi litla eyja á Skjálfanda
því sannarlega standa fyrir sínu
í þjóðarbúskapnum. Mun að
vísu vera með í þessum tölum
nokkur afli annaiTa, sem stunda
grásleppuveiðar við eyna og
lögðu þar upp. Á hinn bóginn
var þorskveiði með minnsta
móti þetta ár.
Bjartmar segir enn um Flatey
á Skjálfanda:
„ísland á Flatey, eða rétt
ara: við íslendingar allir, það
er að segja ríkið okkar. Jarð
eignadeild ríkisins, nánar tiltek
ið. En húsin eru einstakra
manna eignir. Eyjan skiptist í
4 bújarðir: Uppibæ, Útibæ,
Neðribæ og Krosshús. Ræktun
arlóðir, byggingarlóðir og at-
hafnalóðir hafa svo aðrir feng
ið eftir þörfum. Til ábúðárjarð
anna teljast hlunnindi af reka,
kríuvarpi og æðarvarpi. En æð
arvarpið er yfir 30 kg. eða 60.
000 kr. Öll eyjan gæti verið töðu
völlur, og kafgras var þar á
stórum svæðum, þó ekkert væri
á það borið.
Flateyingar eiga fallega
kirkju, því þeir endurbyggðu
Brettingsstaðakirkju fyrir 10 —
20 árum, eins og fyrr segir. Þeir
eiga og mikið samkomuliús,
sem gæti verið ágætt með lít
ilsháttar umbót. í eynni er viti
íbúðarhús eru helmingi fleiri
en notuð eru. Sum eru allgóð
en önnur tærast nú ört undan
tönn tímans, auð og yfirgefin.
Engin leið er að virða landið
né húsin til peningaverðs, svo
óyggjandi sé. Það gerir óvissan
um framtíð byggðarinnar. En
víst er að þarna er um milljóna
tugi að ræða í verðmætum ,sem
fara forgörðum ef eyðingin held
ur áfram.“
Það hefur veri’ð draumur Flat
eyinga í 20 ár eða lengur 'að
eignast höfn, sem fullnægði
smærri fiskiskipum. Á meðan
máttarvöldin hafa þingað um
3—5 milljóna framlag til þeirra
hluta segir Bjartmar, hefur
fólki fækkað úr 80 — 90 í 50 í
eynni. Nú er þá komin vélgrafa
til eyjarinnar til að grafa rennu
inn í tjörn eina suðaustan á
eynni og á þar að koma höfn.
~ 12. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3