Alþýðublaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 16
 ieksolP My Bonnie went over iLOKSINS er farið að lifna ögn yfir árinu. Það hefur hingað til verið þungbúið og drungalegt og (blöðin hafa sagt frá válegum tíð- indum og voðalegum. En nú er farið að rofa til, og er það fyrst og fremst að þakka einni slóttugri og stórbrotinni kvenkind frá Am- eríku, sem skyndilega skaut upp kollinum íhér í skammdcgismyrkr- inu og gamnaði sér við það í nokkra daga að vefja þjóðinni um fxngur sér, eins og Jörundur bunda da'gakonungur forðum. Hins vegar verður baksíðan að láta í Ijós ó- ánægju sína yfir því, að þessi á- gæti kvenmaður skyldi ekki setja markið hærra og komast svolítið | lengra 'áleiðis í þjóðfélaginu, líkt og 'kapteinninn frægi frá Köper- niek. Áhugamál hennar hafa ver- ið um of bundin við liin verald- aegu gæði, glingur og glaum, sem auðvitað eru engan veginn ein- ‘íilít, nema annað og meira fari saman við. Og það hlýtur að telj- ast einstaklega óheiðarlegt svindl ■að skilja þræl sinn, sem maður ’hefur keypt með pompi og prakt og meira að segja fengið kvittun fyrir viðskiptunum, — eftir mál- 'lausan og vegalausan og peninga- • lausan og lofa honum ekki einu ’einni að vera kóngur í einn dag.' Svona grátt hefur enginn kappi leikið dáðlausan hjálparmann sinn hvorki í fortíð né nútíð. Það er auðvelt að vera gáfaður eftir á; kannski væri nær sanni að orða þetta á annan veg, að það sé auðvelt að hafa í hendi sér þann fugl, sem floginn er til Kaup mannahafnar og tístir þar á gull- priki á SAS-hóteli. Samt sem áð- ur erum við baksíðumenn tals- vert borubrattir og sannfærðir um, að ekki hefðum við látið glepjast af falska gullinu hennar Bonnie Parker, jafnvel þótt hún hefði boðizt til að gerast áskrifandi að öllu upplagi Alþýðublaðsins og 'greiða það fyrirfram. Óneitanlega hefði slíkt þó verið mikil freisting á þessum síðustu og verstu tímum blaðadauða og báginda. Nei, við hefðum verið klárir í kollinum eins og Dýrlingurinn og James Bond. í staðinn fyrir að bíta á öngulinn hefðum við rifj- að upp í ró og næði og með í- smeygilegu augnaráði ofurlitla bíó ferð fyrir mörgum árum. Þá var sýnd í Hafnanbíói amerísk kvik- mynd, sem hét' GLÆPAKVEND- IÐ BONNIE PARKER! Við eig- um meira að segja prógrammið enn og birtum það hér með sem ó- brigðult sönnunargagn. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi segir máltækið, og það er til lítils að horfa á Dýx-linginn í sjónvarp- inu vikulega og lesa James Bond í Mogganum daglega — án þess að læra neitt af því . . . Þegar liún hefur fundið þan i rétta, getur hún fyrir alvör i farið að velta því fyrir séi, livemig hún losni úr hjóna- bandsgildrumii . . . Mbl. Það er mannlegt að skjátlast — en að skjátlast og kenna öðrum um það — það er pólitík . . . Kellingin lætur sér ekki nægja að lesa andatrúna hans Sveins Víkings. Nú er hún farin að grufla í pólitík líka. Um daginn sagði hún: — Það er skylda hinna ríku að hjálpa þeim fá- tæku. —. Þetta viðurkenna nú allir, gaU við í kallinum — nema þeir ríku . . . Það er engu líkara en sumir bílstjórar telji bílana sína tæki í baráttunni gegn offjölgun mannkynsins. ■t } 'f V ÞINGMANNAVÍSUR ✓ Asgeir Bjarnason Ásgeir bóndi í Ásgarði er allvel metinn, Dalamaður gegn og gætinn, greindur vel og heimasætinn. Þrumar hann lítt á þingi eða í þrætusölum, unir betur að dvelja í Dölum og deila hlut með gömlum smölum. 't , t%'%^%'%'%^%'%'%'%'%'%^%'%^%'%’'%^%'%'%'%'%^%'%^%'%'%'%''%'%^%'%'%'%'%

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.