Alþýðublaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 8
Leikfélag Reykjavíkur:
FJALLA-EYVINDUR
Sjónleikur í fjórum þáttum
eítir Jóhann Sigurjónsson
Hótíðasýning á 70 ára afmæli
Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó
Leikstjóri:-Gísli Halldórsson
Leikmyndir: Steinþór Sigurðs-
son
j
ÞAÐ er vel til fallið að sýna
Fjalla-Eyvind nú að nýju á sjö-
tugsafmæli Leikfélags Reykjavík-
ur: ekkert leikrit ber hærra í
allri sögu félagsins. Að sjálf-
sögðu má ræða um það fram og
til baka hvert sé ,,mesta“ eða
„bezta” verk Jóhanns Sigurjóns-
sonar, og íslenzkra leikbókmennta
yfir höfuð; þótt ýmsir nefndu þá
Fjalla-Eyvind ' til mundu aðrir
kunna að nefna önnur verk á
móti. En engu breytti sú umræða
um þa'ð að Fjalla-Eyvindur er
eitt þeirra örfáu verka sem orðin
eru klassísk á íslenzku leiksviði,
og verða það, stöðugt viðfangs-
efni nýrra kynslóða í leikhúsinu
að reyna sig við það, reyna til
að viðhalda frægð þess ó svið-
inu og vinna þar ný afrek í fram-
haldi hinna fyrri. Fjalla-Eyvindur
er margrætt, sundrað verk: alþýð-
legur skemmtunarleikur og ljóð-
rænn og heimspekilegur harm-
leikur, raunsæileg þjóðháttalýsing
og rómantísk hetjusaga. En verð-
leikar þess koma þessu máli raun-
ar minnst við, og þarflaust að
ræða nú langt mál um kosti þess
og galla. Um hitt er spurt hvernig
leikhúsinu takist að nálgast það
á nýjan hátt, hvað finnist þar
nýtt á hverjum tíma. Og það er
vert að benda á það, að hetjuleg
rómantík Fjalla-Eyvindar er eng-
anveginn eini þáttur verksins þótt
hann kunni að láta mest yfir sér;
leikurinn er ekki einungis hetju-
kviða ástarinnar heldur einnig
djúpskyggn sálkönnun; öll saga
Eyvindar og Höllu mótuð sálfræði-
legum rökum sem kynnu að
breyta skilningi verksins nokkuð
væri nánar að þeim huga'ð.
Án efa er Gísli Halldórsson um
þessar mundir allra manna bezt
til fallinn að færast þetta síor-
brotna viðfangsefni í fang. Og
stefna hans í sýningunni virðist
mér mjög nærfærin og heiðarleg
gagnvart verkinu; þótt djarflegri
tök kynnu að vera forvitnilegri er
öldungis óvíst að þau reyndust
betur, enda kannski ekki tíma-
bær. Gísli leggur langmest upp
úr raunsæi leiksins ytra og innra,
jafnt þjóðlífslýsingarinnar sem
ástarsögunnar sjálfrar, forðast
rómantískt ofskrúð og oflæti til-
finninga og tiltekta. Þessi hóf-
semi er raunverulega höfuðprýði
sýningarinnar og gerir leikinn
svo aðgengilegan áhorfanda sem
verða má, þar sem uppblásin róm-
antík mundi bara fæla menn frá
nú á dögum. Eða hvað? Þrátt fyrir
allt er Fjalla-Eyvindur rómantískt
upphafið verk, Eyvindur og Halla
annað og meira en „náttúrlegir”
elskendur sem í raunir rata. Það
er að vísu" þakkarvert að losna
við „þjóðlega” ofgerð í fyrri þátt-
unum, sjá leikinn gerast í virki-
legri sveit, en þrátt fyrir allt er
þjóðlífslýsing Fjalla-Eyvindar í
eðli sínu rómantískur, skemmtinn
alþýðuleikur. Mér virðist það
stefna leilkstjórans að sameina
bæði þessi sjónarmið eftir föng-
um og má að líkindum segja, að
það takist mætavel: varla gefst
betra færi til fyrstu kynna af
Fjalla-Eyvindi en þessi hátíðasýn-
ing Leikfélagsins. Og hún virðist
þrautvönduð í hverri grein: hlutir
eins og húsbúnaður og ígangs-
klæði, vinnubrögð í sveitinni og
til fjalla, viðureign Kára og Björns
hreppstjóra og fótbrot Björns eru
tii marks um það. En það má
einnig segja að þessi stefna dragi
á vissan hátt úr leiknum, inn-
blásnum Ijóðstíl hans sem vissu-
lega er mest um vert í leiknum,
og þrengi svið hans, geri hann
óþarflega einhæfan og alvörugef-
inn, bæði einstök hlutverk, Halla,
Kári, Arnes, og leikinn í heild
sinni. En sálfræðileg raunsæis-
aðferð leiksins gerir sjálfa ástar-
söguna að vísu hugþekka, sýning-
una trúverðuga það sem hún nær.
Það má sem sagt bollaleggja
fram og til baka um hugsanlegan
skilning, eða misskilning, Fjalla-
Eyvindar, þann hlut sem leikhefð
hans beri í hverri sýningu. Þyki
einhverjum leikurinn úreltur orð-
inn og óviðkomandi kann að vera
mál að liuga að hefðinni —
minnsta kosti áður en leikurinn
sjálfur er afskrifaður. Það er að
vísu mín trú, að Fjalla-Eyvindur
verði lengi enn fær í flest.an sjó
— ef finnast réttir leikendur í
hlutverk Höllu og Kára sem megni
að hrífa áhorfendur með sér í
þær hæ'ðir skáldskapar sem í verk-
inu búa í öllum tvískinnung þess
og margræði. En hér þarf mikla
leikara til. Og það er sjálfsagt
ofurkrafa að leikhúsið hafi þeim
á að skipa með hverri kynslóð.
Hvað sem segja má Helgu Bach-
mann til maklegs lofs verður hún
varla kölluð fullsköpuð Halla fyr-
irfram; hún megnar heldur ekki
þegar til kemur að sameina í eitt
allt það sem í hlutverkinu býr,
öll þau svið sem það spennir. Hver
er Halla? Hún er rómantísk kven-
hetja sem öll býður birginn ástar
sinnar vegna, hefur sig hátt yfir
umhverfi sitt og samfélag í krafti
sinna heitu tilfinninga, ferst að
lokum sjálf með ástinni. Hún er
miðaldra bóndakona í afskekktri
sveit sem heillast * svo af upp-
flosnuðum, stelsjúkum strák,
dæmdum þjófi, að hún leggur allt
sitt í sölurnar hans vegna, eign-
ir, skynsemi og æru. Hún er
þetta hvort tveggja, og ýmislegt
annað, raunsæi og rómantíska
samofin i lýsingu hennar; og af
skilningi og meðferð Höllu ræost
meðferð og skilningur leiksins í
heild. í meðförum Helgu Bach-
mann er Halla fyrst og fremst til-
finningaheit, elskandi kona; Halla
húsfreyja og búkona þokar í
skuggann fyrir Höllu ástkonu; og
það kveður hvergi verulega að
Höllu forynju. Ofsi hennar í garð
Björns hreppstjóra, örvænting
hennar fullkomin í lokaþættinum,
öll skapbrigði hennar helgast af
ást hennar á Kára. Ást Höllu lýsti
Helga Bachmann mjög nærfærið
og fínlega í fallegustu atriðum
sýningarinnar: ándlit hennar
ljómar þegar hún lítur Kára sinn,
fjöllin seiða og lokka i fylgd með
honum, hún vísar þeim Birni og
Arnesi á bug með stolti og fyrir-
litningu hinnar hreinlyndu, brigð-
lausu ástkonu. Þegar ástin hefur
brugðizt er ekkert eftir. „Láttu
þessa gömlu moðhrúgu brenna upp
til ösku í einverunni:” í þessum
orðum talaði sönn örvænting rómi
Helgu Bachmann, og tónn þeirra
réði einn hinum lgngdregna og
vandleikna lokaþætti. En einhæf
verður þessi lýsing óneitanlega og
opnar ekki fjarvíddir hlutverksins,
hin óraviðu svið skaps og tilfinn-
inga sem í Höllu búa.
Hlutverk Höllu ber uppi leik-
inn. Eri að sönnu þarf hún rétt-
skapaða menn með sér, Kára um-
fram allt, en einnig Björn hrepp-
stjóra. Helgi Skúlason var mjög
viðfelldinn í hlutverki Kára, þótt
engan arnsúg drægi í flugnum;
lýsing Kára varð æði einhæf eins
og Höllu sem Kári mótast óhjá-
kvæmilega af. Hann var hennl
réttskapaður elskhugi. Og með
þessu móti tókst að sætta fremur
en sameina í eitt öfgar hlutverks-
ins sem margur hefur sett fyrir
sig. Mér virðist það að vísu frum-
atriði að aldursmunur Kára og
Höllu komi glöggt fram, að það er
fullþroska blóðheit kona sem fest-
ir ást á æskudjörfum unglings-
manni, og frumkvæðið allt henn-
ar. En hér var að hefðbundnum
Atriði úr Fjalla-Eyvindi.