Alþýðublaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 2
ALÞJÓÐA LÍFTRYGGINGAFÉ- LAGIÐ TEKUR TIL STARFA Stjórn Alþjóða líftryg-gingafélagrsins: Arent Claessen jr.. Sigurgeir Sigurð'sson, frú Sigríður Skúladóttir, Konráð Axelsson, formaður og dr. Gunnar G. Schram. Mao vill lægja mesta otsa byltingarinnar PEKIJVG, 13. janúar (NTB-Reuter). Mao Tse-tung virðist nú vilja, að menningarbyltingunni verði Italdið í skefjum, samkvæmt til- vitnUnum í ræðu, sem hann hélt nýlega og birt var á veggspjöld- um í Peking í dag. Mao mun hafa sagt, að liann hafi alltaf viljað sameina öfl til vinstri og i miðju og væri ósammála þeim, sem segðu að' byltingin ætti eingöngu að vera verk „hinna hreinu vinstri sinni“. Mao formaður mun einnig hafa sagt, að betra væri að leyfa nokkr um þeirra sem gert hefðu skyss- ur, að halda stöðum sínum og setja þá undir eftirlit fjöldans en að bola þeim burtu. Mao mun hafa sagt þetta á fundi . menn- ingarmálanefnd miðstjórnar kommúnistaflokksins. Fyrst í ræð unni lét liann í ljós ánægju með aðgerðir „byltingarsinnaðra“ verkamanna og samtaka í Siiang- hai, sem hafa steypt embættis- mönnum þar_af stóli og gefið þeim að sök að hafa blekkt fjöld ann með efnaliagslegum hlunnind um. En seinna lét hann í ljós áðurnefndar skoðanir, er liann skoðaði kínverskar byltingar í sögulegu ljósi. Kinverskumælandi dipiómatar telja engan vafa á því, að sagt verði skilið við nokkra öfga- kenndustu þætti menningarbj'lt- ingarinnar + MAO ENN f PEKING? Veggspjöld herma, að Mao dveljist enn £ höfuðborginni, en almeunt hefur verið álitið, að hann hafi haldið suður á bóginn í þeim tilgangi að dveljast þar í vetur. Eitt af blöðum rauðu varð liðanna hermir, að Chou En-lai forsætisráðherra hafi sagt á fundi með rauðum varðliðum, að Mao hafi dvalizt í Peking síðan síðasti stóri fjöldafundurinn var haldinn 2G. nóvember. Þetta blað segir, að „vond öfl“ hafi dreift þeim orðrómi, að Mao sé nýkominn til Peking frá Shang hai og hafi síðan gagnrýnt eigin konu sína, Chiang Ching. Hún er varaformaður menningarmála- nefndar miðstjórnarinnar og 'gegn ir svipuðu lilutverki í hernum. Hún er því í hópi mestu valda- mannanna í Kína. Samkvæmt fréttum, sem borizt liafa til Hongkong, herma önnur veggspjöld í Peking, að Mao hafi Framhald á 15. síðu. UM sl. áramót tók til starfa nýtt, íslenzkt líftryggingafélag, Al- þjóða Líftryggingafélagið h.f. og eru skrifstofur félagsins að Aust- urstræti 17, Reykjavík. Hið nýja íslcnzka félag mun einvörðungu stunda hér líftryggingastarfsemi, eins og nafnið gefur raunar til kynna, og er það fyrsta félagið sinnar tegundar, sem hér er stofn- að frá 1949. Hið nýja félag var stofnað á sl. ári, og hefur undirbúningur að starfsemi þess staðið síðustu mán- uðina. Skrifstofur þess eru í liúsi Silla & Valda, Austurstræti 17, eins og fyrr segir. Alþjóða Líftryggingarfélagið mun fyrst um sinn einvörðungu bjóða viðskiptavinum sínum tvenns konar áhættulíftryggingar, þ. e. líftryggingar, sem aðeins greiðast við dauðsfall. Innan '♦ramma þessara tveggja líftrygg- ingategunda er um ýmislegt að velja, og geta viðskiptamenn þannig t. d. tryggt sér afsal ið- gjalda af hálfu félagsins verði þeir fyrir örorku, og einnig að verði dauðsföll af slysförum, greiðist tryggingarupphæðin tvö- föld. Slíkar tvöfaldar greiðslur varðandi dauðsföll af slysförum eru algildar í liftryggingum t.d. í Bandaríkjunum, þar sem líf- tryggingar eru e.t.v. hvað full- komnastar, en hins vegar er slíkt nýmæli í líftryggingum á íslandi. Undanfarin tvö ár hefur fram- kvæmdastjóri liins nýja líftrygg- ingafélags, Konráð Axelsson, veitt forstöðu hér á landi aðalumboðs- skrifstofu brezka líftryggingafé- lagsins The International Life In- surance Co. (U.K.) Ltd. Sú starf- semi gaf ótvírætt til kynna, að mikil þörf er hér á landi fyrir frjálsar líftryggingar í þeirri fjöl- breytilegu mynd, sem erlendis tíðkast. Aðalumboðsskrifstofa ILI mun hér eftir ekki annazt frek- ari sölu líftrygginga, heldur ein- ungis annast þjónustu við hina mörgu viðskiptamenn sína vegna trygginga þeirra og verður engin breyting á þeim við tilkomu hins nýja félags. Umboðsmenn þeir, sem áður störfuðu hjá Aðalumboðsskrif- stofu ILI hafa flestir verið ráðnir til Alþjóða Líftryggingafélagsins h.f., og hefur Haukur Hauksson, fyrrum blaðamaður við Morgun- Framhald á bls 14. FYRSTIFUNDUR IÐNÞRÓUNARRÁÐS Hinn 13. janúar kom Iðnþró- unarráð, sem iðnaðarmálaráð- herra hefur skipað, saman til fyrsta fundar. í framhaldi þess, að stóriðju- nefnd hefur lokið verkefni sínu sem var einkum að kanna mögu leika þess, að hafin yrði 'ál- bræðsla á íslaridi og undirbúa fyrir hönd ríkisstjórnarinnar samningagerðir þar að lútandi, athugun á að reist yrði kísil- gúrverksmiðja á Islandi, lög- gjöf þar að lútandi o. fl., var á sl. ári ákveðið að skipa Iðnþró- unarráð, sem yrði iðnaðarmála ráðuneytinu til styrkta)' um meðferð meiri háttar mála, er snerta iðnþróun landsins. Verkefni Iðnþróunarráðs verður að nokkru framhald en þó víðtækara en verkefni stór- iðjunefndar, þar sem í Iðnþró- unarráði yrði fjallað um iðn- þróun landsins almennt, fjár- hagslega, viðskiptalega og tæknilega, og tekið við rann- isóknarefnum eða stuðlað að rannsóknum 'á möguleikum til nýri'a iðngreina. Samhliða efl- ingu þeirra, sem fyrlr eru í þeim tilgangi að vinna að fram kværrid mála, veita einstakling um, félögum og samtökum iðn- aðarins brautargengi þar að lútandi. Iðnaðarmálaráðherra Framhald á 15. síðu. Hermenn takð völdin í Togo LOME, TOGO, 13. jan. (NTB-Reu- ter) — Herinn í smáríkinu Togo í Vestur-Afríku tók völdin í land- inu í sínar hendur í dag án þesg að til blóðsútliellinga kæmi. For- ’sdlinn, Nioota/s Girunitzky, seirt komst til valda þegar herinn steypti Sylvanus Olympio forseta af stó.li fvrir nákvæmlega fjórunl árum, sagði af sér af fúsum vilja. Leiðtogi byltingarinnar, Eiienne Eyadem, sem er forseti herráðs- ins og viðriðinn byltinguna 1963, sagði að herinn hefði ákveðið að taka völdin í sínar hendur til að binda enda á glundroðann í stjórn málum landsins, er gæti komið af stað borgarastyrjöld. Kyrrt er í höfuðborginni, en lýst hefur ver- ið yfir neyðarástandi og útgön'gu- bann fyrirskipað. Þingið hefur ver ið leyst upp og stjdrnarskráin úr gildi numin. 2 14. janúar 1967 — ALÞÝÖUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.