Alþýðublaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 7
Souvanna Phouma
í úlfakreppu
Stjórnarheimenn í Laos. Þeir herja á Ho Chi Hinh-stíginn
Árbók Þingeyinga
1965 komin út
í „landi hinna þúsund fíla“ búa
þrír furstar. Þetta gæti verið upp
ihafið á fallegu ævintýri frá Asíu.
En landið er Laos og furstarnir
þrír eru hægrisinninn Boun Oum,
ihlutleysissinninn Souv.lnna Pho
uma og kommúnistinn Souphanou
vong sem hafa eldað grátt silfur
saman í fjölda ára.
Souvanna Phouma forsætisráð
herra vann nýlega töluverðan
Ikosningasigur, sem tryggði hon-
um rúmlega helming hinna 59
þingsæta á þjóðþinginu. En mikil
vægi sigursins er takmarkað vegna
þess, að Pathet Lpo-hreyfing
kommúnista hundsaði kosningarn
ar.
Jafnframt hefur Pathet Lao liaf
ið nýja sókn gegn nokkrum stöðv
um stjórnarhersins og sækir með
al annars í átt til hins mikilvæga
flugvallar í Na Kliang í norðaust
urhluta Laos. Allt bendir til þess
að þetta litla konungsríki í Suð
austur-Asíu sé í þann veginn að
dragast enn á ný inn í hið misk
unnarlausa stríð, sem er háð í
grannríkinu Vietnam.
★ HO CHI MINH— STÍGURINN
Orsök hinnar nýju sóknar
kommúnista er sú að Pathet Lao
vill bæla niður skæruliðasveitir
(þær, sem standa fyrir árásum á
hina mikilvægu samgönguleið
kommúnista til Suður-Vietnam,
,,Ho Chi Minh-stíginn“' svokallaða
sem liggur um Laos frá Norður-
Vietnam. Menn úr Meóættflokkn
um hafa nokkurn hluta stígsins
á sínu valdi. Meóarnir lúta for
ystu Vang Paos hershöfðingja og
eru vopnaðir og þjálfaðir af sér
þjálfuðum bandarískum hersveit
um („Special Forces"), sem segja
þeim fyrir verkum.
En ef til vill er alvarlegast að
sókn kommúnista hefur á ný kynt
undir deilur Souvanna Phouma,
§em vill friðsamlega safhbúð við
kommúnista, og þeirra hópa, sem
ibeita sér fyrir því, að vopnum
verði beitt til þess að knýja fram
úrslit í deilunni í eitt skipti fyrir
611.
Erfiðasta vandamál Plioumas fyr
ir kosningarnar var, að margir
reyndu að knýja hann til að hefja
sókn gegn kommúnistum, sem
hafa stór svæði í Norður- og Aust-
urhluta Laos á sínu valdi. Það
voru ekki aðeins stuðningsmenn
'Boun Oums, sem beittu sér fyr-
ir þessu, heldur einnig hópur her
skárra manna í herbúðum hlut
leysissinna sjálfra, sem eru undir
forystu Kong Laes hershöfðingja
og stuðningsmanna þeirra á þingi
Meóar Paos hershöfðingja.
★ MÁLINU BJARGAÐ
Forsætisráðherrann leysti vantl
ann, og var það eingöngu því að
þakka að ,,haukarnir“ voru klofn
ir og igátu ekki komizt að sam
komulagi. Hægrisinnar, sem í
raun réttri eru undir forystu liins
38 ára gamla frænda Oums fursta
Sisouk Na Champassaks, kröfðust
stuðniings Bandaríkjajnanna. Og
Champassakas, sem öfugt við
frænda sinn, sem talinn er leiði
tamur, virðist vera gæddur ágæt
um stjórnmálahæfileikum, hafði
SOUVANNA PHOUMA
— Itosningar ekki nóg.
töglin og liagldirnar á þjóðþinginu
Það var bara sú ósk Kong Laes
að fá að brjóta kommúnista á bak
aftur með eigin ráðum, sem kom í
veg fyrir samfylkingu.
Enn er mjög erfitt að segja um
hve alvarleg síðasta sókn komm
únista er. Fyrri hernaðaraðgerðir
Pathet Laos hafa oft fjarað út áð
ur en hermenn hreyfingarinnar
hafa náð til aðseturs stjórnarinn
ar, Vientiane.
En það sem máli skiptir er,
hvernig sókn kommúnista þróast.
Herinn og hægriflokkarnir munu
krefjast þess, að látið verði til
skarar skríða, enda þótt frammi
staða stjómarhersins hafi ekki
verið með neinum glæsibrag í
fyrri herferðum. Kojig Lae er
sama sinnis, því að hann óttast að
hermenn hans muni að öðrum
kosti svíkjast undan merkjum og
ganga í lið með Pathet Lao. Hann
verður að sýna hermátt sinn, ef
honum á að takast að sannfæra
þá um, að kommúnistar og liægri
sinnar séu ekki einu öflin í land-
inu, sem einhvers mega sín; hlut
leysissinnar séu ekki síður voldug
ir en andstæðingarir til hægri og
vinstri.
★ VIÐRÆÐUR.
Souvanna Phouma mun að öll
um líkindum reyna að setja sig í
samband við hálfbróður sinn
] Souphanouvong, leiðtoga Pathet
| Lao, en horfurnar á því, að hon
um takist að koma á viðræðum
eru fremur slæmar.
Það er ekki „rauði furstinn"
sem er hinn raunverulegi leiðtogi
Pathet Lao-h:r#yfignarinnar. í
stjórn hreyfingarinnar sitja menn
eins og Kaysone og Nou Hak,
sem þjálfaðir hafa verið í Hanoi
Þeir ráða mjög miklu, bæði í
stjórnmálum og hermálum. En
Souphanouvong getur komið að
gagni einhvetrn tíma ef samfð
verður, þar sem hann er hálfbróð
ir Souvanna Phoumas.
Komin er út Árbók Þingeyinga
1965 og er þetta 8. árgangurinn.
Bókin er fjölbreytt að efni til og
m.a. eru greinar um Grímsstaði
á Fjöllum eftir Pál Þorleifsson,
Jóh. Guðmundsson skrifar um
Benedikt Björnsson, skólastjóra í
Húsavík, Jóhann Skaptason ritar
um safnahús Suður-Þingeyinga og
sýslumörk Þin'geyjarsýslu, Snorri
fOdd,sson skrifar um gistjlhús 1
Geitafelli, Dr. Guðmundur Finn-
bogason og vinnuvísindin heitir
grein eftir Pétur Jónsson, Þegar
síminn kom eftir Sigtrygg Hall-
grímsson, séra Friðrik A. Frið-
riksson ritar um Egil Þorláksson.
Þá eru einnig landbúnaðarmál,
sagt frá eyðijörðum og eyðibýlum
í Suður-Þingeyjarsýslu og igreinar
eru um Flatey og fornminjafund
í Grísatungufjöllum.
Auk þess eru einnig Ijóð eftir
Heiðrek Guðmundsson, Egil Árna
son, Sigríði Hjálmarsdóttur, Jón
Jónsson ásamt mörgu fleiru fróð-
leiks og bóklegu efni.
Útgefendur að bókinni eru Suð-
ur-Þingeyjarsýsla, Norður-Þing-
eyjarsýsla og Húsavikurkaupstað-
ur. Prentverk Odds Björnssonar
sá um prentun, en ritstjóri er
Bjartmar Guðmundsson. ,
□ YATUNDE: Rúmlega 100
manns hafa beðið bana og tugir
særzt eða týnzt í blóðugum ætt-
flokkaskærum á landamærum Vest
ur- og Austur Kamerún í Afríku,
samkvæmt áreiðanlegum heimild-
um.
í
Stjórnarliermaður sýnir norður-vietnömsk vopn, sem fundust í -Laos, til marks um stöðugan yfirgang kommúnista í landinu.
14. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J