Alþýðublaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 9
Helsa Bachmann og Arnar Jónsson. sið farið hjá þessu: það eru jafn- ingjar sem taka saman og leggj- ast út. Leikhefðin réð einnig skilningi Björns hreppstjóra sem er á viss- an hátt lykilhiutverk að leiknum. Það er aðgætandi að Björn talar tóma .skynsemi og hefur líka æv- inlega rétt fyrir sér; hefðin gerir hann hins vegar, gem vísast vaf einnig ætlun liöfundarins, að harð- lunduðum, drottnunargjörnum hrotta. Guðmundur Erlendsson fór að þessum hætti með hlut- verkið og fórst það furðulega vel, einkum með það í huga að leikarinn er viðvaningur sem hingað til hefur einungis farið með mjög lítil hlutverk. Með öðr- um skilningi Björns yrðu úrkostir Höllu að vísu allt aðrir í fyrri þáttunum og örlög hennar að því skapi, — en svo langt gekk ekki „raunsæi” þessarar sýningar. Aqnar nýliði fór með Arnes, Pétur Einarsson, sem undanfarin ár hefur Ieikið ýmis hlutverk hjá Leikfélaginu, og vann tvímæla- lausan sigur. En á ekki Arnes að vera sýnu eldri Kára og minnsta kosti jafngamall Höllu, með þeim hætti jafnkosta henni eins og að sínu leyti hreppstjórinn? Arnes Péturs Einarssonar var ungur maður, ógæfumerktur og fjarska dimmt yfir honum, einhæf lýsing en traustvekjandi, þótt Arnes sagnamaður yrði útundan. Athygli vakti að í öðrum þætti var við- hafður annar texti en vanalegur er; í stað sögunnar um hversu laxar gengu í árnar segir Arnes hálfa útilegumannasögu, eins kon- ar forspá um ævi Höllu og Kára; mér skilst að þessi breyting sé eftir seinni gerðum leiksins á dönsku. Og þótt eftirsjá sé að ævintýrinu um snæugluna kann breytingin að þykja til bóta leik- rænt séð; allténd minnir hún á að enn er ekki til viðhlítandi út- gáfa á verkum Jóhanns Sigurjóns- sonar, enginn endanlegur texti. Um önnur hlutverk er ekki á- stæða að fjölyrða. Ég kann að vísu ekki til fulls við hina andkafa- djúpu Guðfinnu Ingu Þórðardótt- ur: og Guðmundur Pálsson í hlutverki sýslumanns bætir ckki um hina vandræðalegu „handtöku” Kára, líklega slak- asta atriði leiksins. • Gestur Páls- son leikur Arngrím holdsveika, lifandi skelfing örvasa; Haraldur Björnsson og Þóra Borg Jón bónda og konu hans og sópar að þeim þegar þau birtast á sviðinu með sínu liði, en ekki verður meira úr því; . aðrir sem við söguna koma, auk statista, eru Bjarni Steingrímsson, Margrét Magnús- dóttir, Helga Kristín Hjörvar og Guðný Halldórsdóttir að ógleymdri Margrétu Pétursdóttur sem er Tóta litla útilegubarn. En allt þetta fólk gerir sína skyldu stór- tíðindalaust samkvæmt anda og stefnu sýningarinnar, sýnilega vandað vel til ■ vinnubragða af þess hálfu og leikstjórans. Tíð- indum sæta aftur á móti leiktjöld Steinþórs Sigurðssonar, sem eru einstakt undur að illri gerð, lit og lögun. Þar ber hæst sviðsmynd annars þáttar sem yfirgengur all- an natúralisma: þegar tjaldið fer frá opnast manni virkileg útsýn yfir íslenzkt landslag að hausti. Öræfin í 3. þætti eru að vísu hlið stæð völundarsmíð, en gjalda þess að þau eru nákvæm hliðstæða fyrri myndinni að gerð og bygg- ingu, hvort sem því valda tækni- legar ástæður eða bara sparsemi. Þetta ber hæst, en kofi Eyvindar í fjórða þætti er að vísu skil- merkilega gerður, og baðstofan í fyrsta þætti rauntrú baðstofu- mynd, og ber langt af því „þjóð- lega” skurðverki sem löngum mun hafa tíðkazt. Steinþór Sig- urðsson hefur áður vakið athygli með leiktjöldum sínum. En eru því virkilega engin takmörk sett, sem hann getur, og gerir? Að lokinni sýningu á miðviku- dagskvöld stigu menn fram og færðu Leikfélaginu heillaóskir, blóm og gjafir á afmælinu; Brynj- ólfur Jóhannesson talaði af hálfu leikara, Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússins, Þorkell Sigur- björnsson bandalags listamanna, Hannes Þorsteinsson úr hópi á- horfenda, en Steindór Hjörleifs- son, formaður félagsins þakkaði góðar óskir. Notaði hann þetta tækifæri til að hylla liina fyrstu Höllu, frú Guðrúnu Indriðadóttur, og Hafliða Bjarnason dyravörð, dyggan starfsmann félagsins í meira en fjörutíu ár. Fór það állt vel úr hendi á sviði og í sal — og liafa islenzkir lcikhúsgest- Framhald á 10. síðu. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur fund mánudaginn 16. janúar kl. 8.30 e. h. í Alþýðuhúsinu. Fundarefni: 1. Hörður Zóphaníasson,b æjarfulltrúi talar um bæjarmál. 2. Félagsmál. 3. Fréttir af flokksþinginu. 4. Upplestur. 5. Bingó og kaffidrykkja. STJÓRNIN. Til leigu Hafnarhúsin á Kársnesi í Kópavogi eru til leigu, stærð 1150 ferm. Húsin standa við bryggju. Upplýsingar veitir bæjarverkfræð- ingur. Umsóknir berist undirrituðum fyrir 1. febrúar næstkomandi. 13. janúar 1967 Bæjarstjórinn í Kópavogi. Deildarhjúkrunarkona óskast Staða deildarhjúkBunarkonu við handlæknis- deild Landspítalans er laus til umsóknar. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðukona Land spítalans í síma 24160 og á staðnum. Reykjavík, 12. janúar 1967. Skrifstofa ríkisspítalanna. Deildarhjúkrunarkona óskast Staða deildarhjúkrunarkonu við Barnaspít- ala Hringsins, Landspítalanum er laus til um sóknar. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðu kona Landspítalans í síma 24160 og á staðn- um. Reykjavík, 12. janúar 1967. Skrifstofa ríkisspítalanna. Breyttur fundartími á SUJ-fundi í dag Stjórn SUJ biður þá sem áttu að koma á fund í hinum bláa sal Hótel Sögu kl. 1.30 í dag, að koma kl. 2 í aðalandyri gistihússins. 14. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.