Alþýðublaðið - 14.01.1967, Side 4

Alþýðublaðið - 14.01.1967, Side 4
Ritstjórar: Gylíi Gröudal (áb.) og Benedikt Gröndal. — RitstjórnaríulU. trúi: EiSur Guflnason — Símar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906. ACsetur Alþýöuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-> blaðsins. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakið, Útgefandi Alþýðuflokkurinn. Tvö stórvirki ÞAÐ ER GÖMUL regla hjá einræðisherrum að endurtaka lýgina nógu oft í .þeirri von, að þá muni fólk trúa henni. Þessari sömu reglu fylgir Tíminn ^lyggilega enn í gær og sætir það furðu, að slíkt ger ist 1 þroskuðu lýðræðislandi. Tímamenn hafa löng- Um búið sér til kenningar, sem eiga að koma andstæð- ingum þeirra illa. Síðan eru öll rök beygð að þess- um kenningum og þær endurteknar í sífellu. 1 Þessari áróðursaðferð er. nú beitt í skrifum Tímans um gjaldeyrisvarasjóðinn, sem Viðreisnin hefur myndað, og skuldir þjóðarinnar erlendis. Segir Tím inn, að sjóðurinn hafi verið myndaður með því að auka erlendar skuldir og sé því einskis virði. Þetta er að vísu fráleit hagfræði, þó að satt væri. Afkoma einnar þjóðar fer eftir mörgum mismunandi atriðum og þarf alls ekkijað vera beint samband milli gjaldeyriseignar og skulda. Það er til dæmis merki um siæma afkomu þjóðar, ef hún á engan varasjóð gjaldeyri, hvort sem skuldir hennar eru örlítið ikærri eða lægri. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum undir árslok 1959, var enginn gjaldeyrisvarasjóður til og ijiámu gjaldéyrisskuldir 144 milljónum. Nú er til öfl- ijigur varasjóður, sem er hátt á annað þúsund millj. fer. í þessu einu felst gífurleg bót á högum þjóðar- innar, undirstaða hinna frjálsu viðskiptahátta. Er Biæsta ótrúlegt, að Framsóknarflokkurinn skuli vera í vo önugur yfir þessum sjóð og hafa sífellt horn í í íðu hans. Getur það varla stafað af öðru en öfund, Jiar eð yfirleitt hafa verið gjaldeyrisvandræði, þegar fíramsóknarmenn eru í stjórn. Fastar skuldir íslendinga erlendis, sem eru til lengri tíma en eins árs, hafa að sjálfsögðu hækkað síðan stjórnin tók við, enda hefur peningagildi breytzt verulega. Hækkunin er úr 2.491 milljón í 3.912 millj. u m áramótin 1965-66. Vörukaupalán til styttri tíma höfðu á sama tíma hækkað úr 50 í 554 milljónir. Ef meta á skuldirnar, er eðlilegt að athuga getu jþjóðarinnar til að greiða þær. Greiðslubyrði fastra, erlendra lána, það er afborganir og vextir, var 1959 9,9% af útflutningstekjum þjóðarinnar. Þótt skuldir hafi verið meiri að krónutölu 1965 (nýrri tölur eru enn ekki til), nam greiðslubyrðin þá aðeins 7,9% af úíílutningstekjunum. Af þessu verður Ijóst, að fast- av, erlendar skuldir eru í rauninni léttbærari 1965 en þær voru 1959. 'Núverandi ríkisstjórn hefur gert tvö stórvirki í fjár íhagslegum viðskiptum þjóðarinnar við umheiminn. Hún hefur komið upp öflugum gjaldeyrisvarasjóði og lækkað greiðslubyrði erlendra lána. Hvort tveggja styrkir stöðu þjóðarinnar til muna, hvað sem Tím- irrvs^gir. 4 14. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Kópavogur Börn eða unglingar óskast til að bera Alþýðu blaðið til áskrifenda í Nýbýlavegshverfi. Upplýsingar í síma 40753. Fasteignðgjðldendur í Kópavogi Tilkynning um fasteignagjöld fyrir árið 1967 hefur verið send gjaldendum. Gjaldendur eru minntir á að greiða á gjald- daga, sem er 15. janúar. Bæjarritarinn í Kópavogi. V-Þjóðverjar og Tékkar ræðast viö BONN, 13. janúar (NTB-Keuter) — Vestur-tí/zkir og tékknþsSkiú, embættismenn liafa skipzt á skoff- unum í I’rag í þessari viku um samskipti landanna í framtíffinni, aö því er vestur-þýzka utanríkis. ráöuneytiff tilkynnti í dag. Viff- ræffimum, sem fóru fram x ein- lægni, verður haldiff áfram, segir ráðuneytiff. Múnchen-samningurinn frá 1938 hefur væntaniega veriff affalum- ræðuefniff. Tékkar vilja aff þessi samningur, sem kvað á um af- sal Súdctahéraðanna viff nazista, verði afnuminn formlcga. Hinn nýi kanzlari Vestur-Þýzkalands, Kurt Georg Kiesinger, sagöi í síffustu viku aff samningurinn væri úr gildi falliiui. Heimsóknin í Prag er liður í tilraunum Vestur-Þjóð- verja til aff bæta sambúffina viff’ Austur-Evrópuríkin. VANTAR BLAÐBURÐAR FÓLK § EFTIRTALIN HVERFI: mm MIÐBÆ, I. og II. HVEUFISGÖTU, EFRI OG NEÐRI NJÁLSGÖTU LAUFÁSVEG LAUGARÁS RAUÐARÁRSTÍG GRETTISGÖTU S IIVII 14 9 0 0 á krossgötum HÆNUFET Á DAG. Sólin liækkar á lofti. Við erum á leið út úr myrkrinu og skammdeginu og sólríkari dagar fara í hönd. Birtutíminn tognar smátt og smátt eða lengist um hænufet á dag eins og gamla fólkið orðaði það. Islendingar eru nokkuð misjafn- lega í sveit settir gagnvart sólinni. í Reykjavík sér sól allan ársins hring, þótt sóiargangur sé að vísu ekki langur, þegar dagur er skemmstur fyrir jólin. En ekki eru allir jafn miklir lukkunnar pamfílar og Reykvíkingar. Víða um land verður fólk að una forsælunni margar vikur á vetri hverj- um, jafnvel svo mánúðum skiptir, cinkum þar sem bæir standa í þröngum dölum eða norðan í ntóti undir háurn fjöllum. í því arga koti, Botni í Helga fellssveit, sem löngu er komið í eyði, segir í þjóð- sögunni góðu um Árna bónda, að þar sjái hvorki sól né sumar. Og í vísunni í sögulok, er þetta á- réttað enn frekar: „þjóíabæli — það er lians hæli — þar sem aldrei sólin skín.” Þetta mun að vísu nokkuð orðum aukið, en sjálfsagt er æðilengi sól- arlaust þarna inni í Hraunsfjarðarbotninum, enda fjöil há. — Forsæludalur heitir bær í samnefndum dal í Húnavatnssýslu og kynni nafnið að benda til þess, að mönnum liafi fundizt þar sólarlítið, enda er skammdegið þar langt að kunnugra sögn. í Forsæludal gekk Glámur aftur og reið þar liúsum um nætur, en dró úr reimleikum meðan sólargang- ur var mestur. Er það naumast tilviljun, að aftur- göngusagan er tengd dal með þessu nafni. Ekki veit ég á hvaða byggðu bóli landsins þarf lengst að bíða sólar, en fróðlegt væri að heyra frá þeim, sem kunnugir eru á stöð- um, þar sem sól ekki sér um langan tíma_ SÓLARKAFFI. .Tónas frá Hrafnagili getur þess í íslenzkum þjóðháttum, að almennur siður hafi ver- ið víða i Múlasýslum að gera sér dagamun, þegar fyrst sá sól eftir skammdegið. Var þá kaffi gefið með brauði, svokallað sólarkaffi, og þótti mikið til koma. Svo kann að hafa verið víðar. Ekki kann- ast ég þó við þá venju, en víða mun þess beðið með nokkurri óþreyju og tilhlökkun, að sólina sjái að nýju, enda ekki óeðlilegt. Hænufetum dagsbirtunnar fjölgar nú óðum og þeir sem um skeið liafa orðið að sætta sig við að búa forsælumegin í lífinu, bókstaflega talað, eiga von á því að fara senn livað líður að deila sólskininu með öðrum landsins börnum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.