Alþýðublaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 6
Izvestia gagn- rýnir Gyðinga Anna Karina í Made in USA, NÝJUSTU MYNDIR GODARDS JEAN — LUC GODARD, sá margnefndj franski kvikm.leikst. þeytir nú írá sér hverri kvikmynd inni á fæ’.ir annarri. Á síðasta ári sendi Lann frá sér a.m.k. tvær er komu á markaðinn svo til hver á eftir a inarri. Þessar myndir voru Tven:it eða þrennt, sem ég veit um hana (Deux ou trois chos es que je ;ais d‘elle) og Made in USA. Syhain Regard átti viðtal við Godar'l í Le Nouvel Observa teur, þar sem hann sagði m.a. um fyrrnefndar myndir sínar: — Ég \ :nn nú að tveim mynd um samtír is. Sú fyrri heitir Deux ou trois Shoses que je sais d‘elle og hin er Made in USA, þar sem Anna Karina fer með aðalhlut verkið. Þessar tvær kvikmyndir eiga ekkert sameiginlegt. Stíll þeirra er gerólíkur það er í i hæsta lagi hægt að segja að þess ar tvær myndir hafi það eitt sam eiginle^t að veita mér kraft til að | skýra nútímalíf, brjóta það til mergjar og lýsa ólíkum viðhorf um þess. — Hvað viðvíkur Made in USA er það fyrsta kvikmyndin þar sem ég reyni að segja sögu. En slíkt á raunar ekki við lunderni mitt. Ég get ekki sagt sögur. Ég er vanur að haga því til eftir mínum eigin ' geðþótta og segi allt ó einu andar taki. Ef ég ætti að gera grein fyr ir sjálfum mér, mundi ég segja, að ég væri ,,málari orðsins“ — eins og maður igæti verið „homme de lestre". Þá gerðist það í fyrsta skipti að ég mat meira jh;nn samhangandi söguþráð, en gat samt ekki fengið mig ofan af því að búa sögunni þjóðfélags lega umgerð. Myndin fjallar sem sé um geigvænleg áhrif Bandaríkj anna á þjóðfélagið. Þar af dregur kvikmyndin nafn sitt. — Hin kvikmyndin er metorða gjarnari, ef ég mætti komast svo að orði. Bæði vegna þess að hún er eins konar heimildarmynd (ger ist í íbúðarhverfi Stóru-Parísar) og einnig vegna þess að hún er hrein tilraunamynd. í þessari kvik mynd er ég allan tímann að spyrja sjálfan mig, hvað ég sé nú eigin lega að gera. Að sjálfsögðu fjall ar hún um lífið, nánar tiltekið skækjulifnað í hermannabúðum, en ætlun mín með gerð þessarar myndar, var að koma með ákveðn ar hugmyndir til breytingar, þró sýnir Biedermann og brennuvargana L.M.A. frumsýriir nk. föstudag kl 8 e.h. leikritið Biedermann og brennuvargana eftir svissneska rithöfunöinn Max Frisch Leik- stjóri er Erlingur E. Halldórsson. Þorgeir Þt "geirsson, kvikmynda- tökumaður, þýddi leikritið. L.M.A. réði til sín í vetur Erl ing E. HaPdórsson frá Reykjavík, en hann hefur lagt stund á nú- tímatónlist. Var Erlingur fyrst' leiðbeinandi á framsagnarnám-1 skeiði, sem haldið var innan M.A. j síðan stió’-naði hann æfingum á leikriti félagsins, Biedermann og brennuvnrgamir, og hefur nú dvþli?t á Akureyri í tvo mánuði. j Biedermann og brennuvargarn- ir,i er nútímaverk, gamanleikrit, j bl^ndað hit.ru háði og ádeilu. Lcjikrit þe(ta, sem talið er eitt alljra berta verk Max Frisch, var fyrst s ' nt Ztirich 1958 og vakti i feikna athvgii. Hefur það síðan verið svnt víða um heim m. a. á Nori-urJí ndum, París, London, ■v'kjavík og. á Flateyri og alls staðar hlotið frábærar viðtökur, enda er leikritið áhrifamikið verk snilldarvel samið. (Annað af bekktustu verkum höfundar er l'-ikritið Andora, sem var svnt í T,ióðleikhúsinu 1963) í uppsetn- ingu L.M.A. verður eftirleikurinn, sem fram fer í Víti, tekinn með, en honum var sleppt, þegar Gríma sýndi leikritið í Reykjavik 1962 Eins og svo mjög tíðkast í nútímaleikritum er leikumgjörðin mjög einföld, en ljósabúnaði Sam komuhússins aftur á móti beitt til hins ýtrasta. Leikendur og starfs fólk allt eru nemendur M A. L.M.A. hefur nú í ár ráðizt í mjög erfitt en jafnframt skemmti legt og nýstárlegt verkefni, og það er von leikfélagsins, að Ak- ureyringar ljái hinni m’kilvægu „prédikun“ Max Frisch eyra. unar á kvikmyndasköpun og koma upp eins konar kerfi þar sem þessi þróun yrði hagnýtt. — Kvikmyndin hefst á útskýr ingu. Meðan lesið er upp, sjáum við ólíkar myndir úr atvinnulíf inu, hermannabragga, hermanna skála og við sjáum fólk sem berst áfram til að lifa. Allt í einu fer.é'g að spyrja sjálfan mig í þaula, hvort ég noti nú hin réttu orð, þegar ég tala um allt það, sem fram fer á tjaldinu. Tökum til dæmis: — Ég kvikmynda hús og spyr síðan: „Hef ég einhvern rétt á að kvikmynda einmitt þetta hús fremur en eitthvað annað og því i skyldi ég einmitt gera það á þess ari stundu en ekki á öðrum tíma? Til að koma þessu öllu í framkv. læt ég leikendur taka þátt í þessu eiginhyggjuvali mínu og einnig því, er gæti réttmætt slíka ákvörð un. Hvers vegna geri ég þessa kvikmynd og hvers vegna á þenn an hátt? Er Marina Vlady (leikur aðalhlutverk í myndinni) samsvar andi þeirri manneskju, er býr í þessu stórborgarhúsi. Sú spurning varir allan tímann. Ég sé sjálfan mig gera kvikmynd og menn sj'á hvað ég hugsa. í stuttu máli sagt, þetta er ekki kvikmynd heldur tilraun til að gera kvikmynd og þarinig lítur hún einmitt út fyr ir að vera. Og Godard heldur áfram: — Þar til nú höfum við lifað í lokuðum heimi. Kvikmyndin framfleytti sér á kvikmynd, hún stældi sjálfa sig. Ég tók eftir því að þegar ég í einni af fyrstu kvik myndum mínum stefndi að ein hverju ákveðnu marki þá tókst það, af því að óg hafði séð það áður, í einhverri annarri kvik- I mynd. Sýndi ég lögregluþjón sem tók upp skammbyssu sína, þá var það ekki af þeirri nauðsyn að ég meinti eitthvað sérstakt með því heldur af því að ég hafði lögreglu þjón í annarri kvikmynd, sem dró upp skammbyssu sína úr hylkinu á sama hátt og ó sama augnabliki Við reikum milli kerfisbundinna timabila og byltingartímabila. Nú lifum við á byltingartímum. Við verðum að snúa aftur til lífsins. MOSKVU, 11/1 (NTB-) — Sov- ézka stjórnarmálgagnið „Izvestía“ gagnrýndi harðlega í dag nokkra ísraelska ferðaraenn og' diplómata og sakaði þá um aff stunda njósn- ir os dreifa andsovézkura zíónista- ritum. — Zíonistar eru rausnarlegir. Þeir liafa engar samvizkukvalir vegna þeirra dollara, sem frændur þeirra í Ameríku gefa þeim effa vestur-þýzkra marka, sem þeir fá : fyrir aff selja skammbyssur til V- j Þýzkalands, segir „Izvestia“. Yfirmaður æslculýðsdeildar World Jewish Agency, Iliagua Dob kin, er sakaður um að hafa reynt að múta ættingjum sínum til að fá hjá þeim ólöglegar upplýsingar. Feðgarnir Mohe og Josef Langoc- ky eru sakaðir um að hafa dreift áróðursritum, sem ísraelskir dipló matar létu þeim í té. Starfsmaður ísraelska sendiráðsms er sakaður um að hafa látið öðrum ferða- manni áróðursrit í té, en hann hafi fleygt þeim í ruslakörfuna. Mlnningarsjéður um frú Dóru Þórhalisdótfur Hinn 23. febrúar 1965 stofnaði Forseti íslands herra Ásgeir Ás- geirsson, börn hans og tengda- börn, minningarsjóð um forsetafrú Dóru Þórahallsdóttur, og hafa þau nú lagt fram allt stofnfé sjóðsins kr. 300.000.00. Tilgangur sjóðsins skal vera að reisa Minningarkirkju á fæðing- arstað Jóns Sigurðssonar á Rafns- eyri við Arnarfjörð. Auk stofnfjárins hafa sjóðnum þegar borizt nokkrar minningar- gjafir. Sjóðurinn er í vörzlu 'biskups- embættísins, og er gjöfum til hans veitt viðtaka í skrifstofu biskups að Klapparstíg 27. FRÉTTIR í STUTTU MÁLI □ TEL AVIV: ísraelskir ski-ið- drekar eyðilögðu sýrlenzkan skrið dreka í nýjum bardögum á landa- mærum landanna, að því er ísra- elsmenn sögðu í gær. □ MIAMI: Tveir fiskimenn biðu bana og sá þriðji særðist, þegar bandarískt fiskiskip skaut á tvo aðra fiskibáta suður af Miami í Florida í gær. Ekki hefur verið J skýrt frá orsök atburðarins. I i ' □ DAR ES SALAAM: Kínverjar munu lána Tanzaníu 750.000 pund og verður það fé helmingur hluta- fjár í skipaútgerð Tanzaníu, sem t Kínverjar og Tanzaníumenn reka | í sameiningu. £ 14. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.