Alþýðublaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 2
Hernum beitt gegn
óvinum Maos?
PEKING, 23. jan. (NTB-Reuter)
— Rauðu varðliðarnir héldu því
íram á veggspjöldum í dag, að
Mao Tse-tung heffði fyrirskipaðl
-Lin Piao landvarnaráðlieiTa að
beita hersveitunum til stuðnings
vinstrisinnuðum byltingarmönn-
Bruni á Húsavík
Húsavík — EJ — AKB.
í fyrrinótt kviknaði í einu af
iiúsum Kaupfélags Þingeyinga. Um
tvöleytið varð eldsins vart og lagði
ejdtungurnar út um glugga á efri
hæð hússins ,sem er eitt af elztu
húsum Kaupfélagsins og er húsið
nú notað sem geymsluhús, en í því
var áður fyrsta almenna verzlun
Kaupfélagsins, og hefur húsið allt
af gengið undir nafninu Söludeild.
Slökkviliðið kom fljótt á vettvang
og gekk fljótt að slökkva eldinn.
Á húsinu sjálfu urðu litlar skemmd
ir, en í því var geymt töluvert af
varningi, m.a. hjólbarðar fyrir bíla
og dráttarvélar og mun megnið
af þeim eitthvað skemmt. Tjónið
hefur ekki verið metið ,en virðist
töluvert. Eldsupptök eru talin vera
út frá rafmagni.
um ef nauðsynlegt reyndist. Ef
Mao hefur gefið þessa tilskipun,
en það hefur ekki verið staðfest
opinberlega, getur hún haft ör-
lagarík álirif á ástandið í Kína,
segir Peking-fréttaritari Reuters,
Vergil Berger.
Hann segir, að til þessa hafi af-
skipti hersins af valdabaráttunni
verið pólitísks eðlis og beinzt að
áróðursstarfsemi, en engin stað-
festing hafi fengizt á fréttunum
um, að hermönnum hafi verið beitt
í átökum á ýmsum stöðum í Kina
eða að þeir hafi tekið þátt í bar-
dögum. í Peking telja margir, að
hér sé um áróðursbrellu að ræða,
er eigi að sýna andstæðingum Ma-
os að herinn standi á bak við Mao
og Lin Piao og þeir séu reiðubún-
ir að beita hervaldi, ef nauðsyn
krefji.
* BLÖÐSÚTHELLINGAR
Margar fréttir hafa borizt að
undanförnu um ólgu og bardaga
í Anwheihéraði í Austur-Kína, og
eru þær byggðar á veggspjöldum
rauðra varðliða. Fyrr í þessum
mánuði var form. flokksdeildarinn
ar í fylkinu og yfirmanni vatns-
veitu- og raforkumálaráðuneytis-
ins ekið um götur Peking með
spjöld um hálsinn þar sem hann
var gagnrýndur fyrir andstöðu við
Mao. Fréttir hafa einnig borizt
um ólgu og baidaga í héruðunum
Cliekiang og Kiangsi í Suður-
Kína, en opinberir talsmenn neita
að staðfesta þær.
Samkvæmt útvarpinu í Kiangsi,
sem er á valdi Maosinna, hafa enn
átt sér stað blóðsúthellingar og
bardagar. Játað var, að Maosinn-
ar hefðu farið halloka í tveggja
daga bardögum í Kiangsi, en það-
an hafa borizt fréttir um verkföll,
matvælaskort og efnahagsöng-
þveiti. Útvarpið birti engar tölur,
en sagði að svokallaðar huggunar-
sveitir hefðu heimsótt tvö sjúkra-
hús og huggað menn sem særðust
í bardögum 11. og 12. janúar.
+ MAOFJENDUR STERKIR
Japanska blaðið „Nihon Keiza“
liermdi í dag, að rúmlega 40
manns hefðu særzt í bardögum í
Changchun í Mansjúríu. Á laug-
ardag áttu rauðir varðliðar og
1000 verkamenn við kvikmynda-
ver í sjö klukkustunda bardögum.
Rauðir varðliðar höfðu reynt að
Framliald á 13. síðu
60 ára afmælis Verka-
kvennafélagsins Hlífar í
Hafnarfiröi var minnzt í
blööum, útvarpi og sjónvarpi
fyrir helgina og á laugar-
dagskvöldið hélt félagið af-
mælishóf í Alþýðuhúsinu I
Hafnarfirði. Mikið f jölmenni
var þar saman komið og
margar ræður haldnar. —
Myndin sýnir hluta veizlu-
gestanna.
Rússar veiða
4 millj. hektó-
lítra af síld
RÚSSAR veiða nú um 4 millj-
ónir hektólítra af síld á ári í norð
anverðu Atlantshafi, að því er
norski fiskifræðingurinn Fin Dev
old áætlar í blaðaviðtali. Þetta afla
magn fá þeir í reknet við strendur
Noregs, við Bjamarey, Jan May
en, Færeyjar og ísland.
Devold sagði, að Rússar stund
uðu reknetaveiðar 10 mánuði árs
ins, og væri afiinn allur seldur til
manneldis í Sovétríkjunum, þar
sem þessi síld er eftirsótt vara,
þótt hún sé ekki ódýr.
Það er skoðun Devolds, að Rúss
ar hafi alls 4—500 skip við þessar
miklu reknetaveiðar, þar á meðal
um 30 leitarskip. 2—3 nýtízku rann
sóknarskip. og loks nokkur stór
móðurskip, sem taka við aflanum
% vinna hann. Leitarskipin standa
í stöðugu sambandi við síldarbát
ana og er talsambandið notað svo
mikið, að annarra þjóða skip á
sama svæði komast varla að til eðli
legra samtala fyrir sig. Hafa Norð
menn kvartað undan því.
Vaxandi andstaða
gecn Sukarno
Norrænir jafnaðarmenn
styðja tilraun Wilsons
OSLO, 23. jan. (NTB) — Trygve
Bratteli, formaöur norska Yerka-
mannaflokksins, sagði er tveggja
daga ráðstefnu samstarfsnefndar
verkalýöshreyfinganna á Norður-
löndum lauk í dag, aö á fundun-
um heföi komið frain stuðningur
jufnaóármaiinaflokka og verka-
lýðshreyfinga Noröurlanda við til-
raunir Breta til aö finna lausn á
inarkaðsmálum Evrópu á breiöum
grundvelli.
Jens Otto Krag forsætisráð-
berra sagði, að áskorun sú, sem
yerkamannaflokkurinn og verka-
lýðshreyfingin í Noregi hafa beint
í bréfi til ríkisstjórnarinnar þess
efnis, að hún taki nú þegar af-
1 stöðu með fullri aðilda að Efna-
| hagsbandalaginu, væri í fullu sam
ræmi við sjónarmið danskra jafn-
aðarmanna. Frumkvæði norska
I Verkamannaflokksins er mér mik-
l ið gleðiefni, sagði Krag.
Tage Erlander forsætisráðherra
sagði, að sænsk stjórnarvöld teldu
að halda ætti öllum lciðum opn-
um varðandi aðildina að EBE.
Meðan hin pólitíska hlið EBE er
óljós verður að bíða og sjá hvað
setur, sagði liann.
Varaformaður finnska jafnaðar-
mannaflokksins, Olavi Lindblom,
sagði að afstaða Finna í markaðs-
málum Evrópu væri nú að bíða og
sjá hverju fram yndi.
DJAKARTA, 23. jan. (NTB-Reut-
er) — Gaddavírstálmunum var í
dag komið fyrdr vi» höll Sukarn-
os forseta í Djakarta o'g skriðdrek
ar tóku sér þar stöðu meöan ung-
lingar óku um göturnar í hverjum
vörubXlnum á faJtur öörum og
hrópuöu: „Hengiö Sukarno“.
Unglingarnir óku um mestu
umferðargöturnar og ítrekuðu æ
ofan í æ kröfuna um, að Sukamo
yrði vikið úr embætti og stefnt
fyrir herrétt. Stúdentaleiðtogar
hafa sagt, að þetta sé aðeins upp-
haf fjöldahreyfingar gegn Indó-
nesíuforseta, sem sætt liefur
'harðri gagnrýni úr öllum áttum
síðan hann neitaði fyrir skemmstu
að gefa skýringu á hlutdeild sinni
í hinni misheppnuðu byltingartil-
'raun haustið 1965.
Adam Malik utanríkisráðherra
tók í gær undir kröfuna um, að
Sukarno segði af sér. Hann sagði
blaðamönnum, að það væri eina
leiðin til að binda enda á stjórn-
máladeiluna í landinu. Achmed
Saichu þingfórseti sagði í dag, að
ástandið hefði versnað vegna þess
að forsetinn hefði neitað að gera
grein fyrir fyrri stefnu sinni.
Malik neitaði að segja nokkuð
um það, hverjum yrði falið að
taka við forsetaembættinu. Nokkr-
ir stúdentahópar vilja, að Subarto
hershöfðingi, yfirmaður herafl-
ans, verði næsti forseti landsins.
Þingið bélt í dag fyrsta fund
sinn um eins árs skeið, og meðal
Framhald af 13. siðu.
Árshátíð
KVENFÉLAG Alþýðuflokksins í Reykjavík
heldur árshátíð næstkoraandi þriðjudagskvöld
kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Skemmtiatriði: 1) Sýndar íslenzkar skugga-
myndir. 2) Leikþáttur, Árni Tryggvason og
Klemenz Jónsson. — Sameiginleg kaffidrykkja.
— Félagskonur fjölmennig og takið með ykk
ur gesti.
2 24. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ