Alþýðublaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.01.1967, Blaðsíða 6
æknar svefnleysi LÆKNIll nokkur hringir oft í nn sjúkling sinn og segir: Þér pýuð aö soína. Og hann sofnar og spfur vel. — Þetta byrjaði að sjálf- sýgðu öðru vísi. Yfirlæknirinn gptur dál< itt. Og sjúklingurinn tekur dále íslu. í fyrstu var hann í j rannsók i á spítalanum. Yfir- læknirinn •táleiddi hann og í dá- liéiðslunni sagði hann honum, að þegai' hann seinna skipaði honum að sofna, þá myndi hann sofna. Slðan vakti hann sjúklinginn, tal- aði svoiítið við hann og skipaði hpnum svo að sofna. Það hreif Og eftir að sjúklingurinn kom heim hefur læknirinn alltaf öðru hverju hringt í hann og skipað honum að sofna, en skiptunum fækkar, sem það er nauðsynlegt. Margir þjást af svefnleysi. En dáleiðsla getur verið gagnleg, eins og ofangreint sýnir. Sjúklingur- inn í því tilfelli á sér eftirfarandi sögu: Svefnleysi hans byrjaði fyrir tveimur árum, þegar hann komst í hærri stöðu. Hann var á- nægður, en hann hafði líka á- hyggjur og hann fór að verða and- vaka. Síðan fór hann að nota svefntöflur en hann varð alltaf að taka fleiri og fleiri. Brátt kom að pví, að hann var hálfslappur allan daginn. Hann reyndi að styrkja sig með magnyltöflum, en þær urðu líka fleiri og fleiri og svo komst það svo langt, að hann tók svefn- töflur í stórum skömmtum og magnyl og aspirín í enn stærri skömmtum. Þá fékk kona hans hann til að taka sér vetrarfrí. Sömuleiðis að lofa því að snerta aldrei aftur töflur. Og hann hefur haldið það loforð. En jafnframt átt mjög erfitt með að sofa, en þó verður hann að mæta í vinnu kl. hálf níu á hverjum morgni. Og hann kemur aldrei of seint. Hann hélt því oft fram, að hann sofnaði ekki dúr um næt- ur, en kona hans sagði, að það væri ekki rétt. Maðurinn hrýtur nefnilega svo, að þegar hann loksins sofnaði, þurfti hún ekki !að vera í neinum vafa um hvort hann vekti eða svæfi. En hann átti mjög erfitt með að sofna, kannski sérstaklega vegna þess að hann lá og hugsaði um að hann gæti ekki sofnað. Fyrst varð hann hræddur um að sofna ekki, svo varð hann æstur á taugum, þegar svo reyndist í raun. Og því æst- ari sem hann varð, þeim mun erfiðara varð að hvílast og slappa af. Og svefninn lét því á sér standa. Iætta mun allt hafa or- sakast af vana hans að taka svefn- töflur. Eftir það að læknirinn svo dáleiddi hann, lagaðist svefn- leysið smám saman og þar kom, að læknirinn þurfti ekki að hringja til hans tii þess að segja honum að sofna. — 1 En nú er honum batnað. Hann var næstum orðinn örvita, þegar hann fór til læknisins, sem beitti dáleiðslu við lækningar sínar. Til allrar hamingju var hann einn þeirra manna, sem auðvelt er að dáleiða og hann var dáleiddur nokkrum sinnum. Svo gaf lækn- irinn honum skipunina, hann ætti að sofa fast, þar til vekjara- klukkan hringdi, en vakna þá endurnærður. Og svona er þetta núna. Hann sefur fast á hverri nóttu og er liress og endurnærður allan daginn. En það er mögu- legt, að hægt hefði verið að lækna hann öðruvísi. Með gagnslausum töflum, sem hann hefði haldið að væru svefntöflur, og tekið í góðri trú á hverju kvöldi sem svefn- töflur. Á elliheimili nokkru gekk mörg- um öldungnum illa að sofna, en læknirinn þar fann ráð við því og læknaði gamla fólkið, svo að það svaf nú átta tíma á sólarhring ÚTFiUININGSLAN TILíVANÞRÚAÐRA LANDA VALDA ÉIDIflKUM Útfluíningslán verða æ algeng ari þáttur í þróunarfjárfestingunni Þörf vanþróaðra landa fyrir iðnað arvörur eykst stöðugt, og það er iðnaðarlöndunum áríðandi að auka útflutning á slíkum vörum. Sú tilhneiging hjá ríkisstjórnum iðnaðarlandanna að auðvelda láns sölu á afurðum sínum með sífellt léngri gjaldfresti veldur tvenns konar exT'ðleí:um, segir í ný- birtri skýrslu Sameinuðu þjóð- anna um könnun á útflutningslán um og próunarfjárfestingu. í fyrsta ’agi eiga vanþróuðu lönd in á hættu að safna alltof miklum skuldum, og í öðru lagi ógnar þessi þróun frjálsum viðskiptum á alþjóðlegum markaði. Könnunin leiðir í ljós, að ná- lega öll lönd sem framleiða iðn aðarvörur, bæði í austri og vestri, veita æ lengri gjaldfrest, venju lega eitt til tvö ár, en einnig allt aö tíu og fimmtán árum. Mörg iðnaðarlönd vilja heldur veita útflutningslán en aðstoðar I lán, þar sem þau telja að útflutn ; ingslán — einkanlega með löng um gjaldfresti — örvi hagvöxtinn og séu bæði igagnleg þeirra eigin efnahagslífi og þeirri hjálparstarf semi sem vanþróuðu löndin þurfa I á að halda. ! Þessi tilhneiging hefur þá ihættu í för með sér, að áherzlan á láns verzlunina komi í veg fyrír frjáls viðskipti iá alþjóðamarkaði og leiði til þess að aftur verði horfið að tvíhiiða viðskiptum. Þar að auki ' hefur skuldabyrði íþyngt greiðslu j jöfnuði vanþróuðu landanna og dregið úr getu þeirra til að leggja fram fé til eigin þróunaráætlana segir í skýrslurmi. Hinar „víðtæku áhyggjur" út af þess vandamáli er ekki hægt að einangra frá öðru enn meira vandamáli, sern er í því fólgið að það erlenda fjármagn, sem vanþró uðu löndin eiga kost á, er þegar of litið til að fullnægja þörfum þeirra. Allar hömlur með tilliti til út fluntingslána leiða af sér þörfina á aukinni hjálparfjárfestingu eða öðrum myndum langdrægrar fjár festingar. Þess vegna verður að líta á útflutningslánin sem ómiss andi þátt í samanlögðum fjár- strauminum til vanþróuðu land- anna, en af því leiðir að fjalla verður um þau á alþjóðlegum vett vangi, segir í skýrslunni sem á þessu ári verður tekin til umræðu af Allsherjárþinginu, Efnahags- og félagsmálaráðinu, Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um utanríkis viðskipti og þróunarmál (UNCT AD) og af alþjóðaráðstefnunni um iðnþróun sem haldin verður í Aþ enu í desember. minnst. Hann lét það liggja tíu klukkutíma í rúminu með lokuð augu, hvort sem það gat sofnað eða ekki. Og aftur eftir hádegið í einn til tvo klukkutíma. Þeir einu, sem ekki sofnuðu með þessari a'ðferð voru þeir, sem höfðu lengi vanið sig á að taka svefntöflur. Og það er því greinilegt, að svefn- töflur eru ekki eins meinlausar og fólk heldur. Eitt af einkenn- um ofnæmis eða eitrunar frá i þeim lýsir sér einmitt með svefn- leysi. Þess vegna verður að sýna varkárni. Notkun svefnlyfja má ekki verða að vana. Dáleiðsla liefur oft verið notuð til að ráða bót á svefnleysi. Á stríðsárunum notuðu læknar á sumum spítölum dáleiðslu í stað- inn fyrir svefntöflur. En það er ekki hægt að hjálpa öllum með dáleiðslu. Það eru ekki allir sem láta dáleiðast. Og einnig geta verið aðrar orsakir fyrir svefnleysinu, eins og t d. hjá sjúklingnum, sem viður- kenndi, að hann þyrði ekki að sofna af ótta við að tala upp úr svefninum. Konan hans mátti nefnilega ekki fá að vita eitthvað ljótt, sem hann hafði gert af sér. En hann læknaðist af svefnleys- inu, hann fékk sitt eigið svefn- herbergi. Varar viö bjartsýni MOSKVV, 21. janvar (NTB- AFP) — Sovézki geimfarinn Ghar- man Titov sagði í grein í geim- vísindatímariti í dag, að Rússar yrðu að leysa alvarleg vandamál áður en þcir gælu farið að tala um möguleika á því að senda mann til tunglsins. Sending mannaðs geimfars til tunglsins verður því aðeins mögu- j leg að skotið- ýerði nokkrum geim-’ I skotum. Þetta, tekur tíma og við j verðum að leýsa alvarleg vanda- Imál, segir Titov. f 24. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.