Alþýðublaðið - 24.01.1967, Qupperneq 3
Flugfélaginu ókunnugt
um samvinnuáform SAS
Jörgen Petersen forstjóri dansk
færeyska flugfélagsins Faroe Air
ways fór nú fyrir helgina til Þórs
hafnar til aS byrja samninga um
Færeyjaflug við færeysk stjórnar
völd. Eins og Alþýðublaðið skýrði
frá fyrir helgina liafa dönsk blöð
undanfarið um það rætt, að í upp
siglingu vaéri samvinna milli SAS
og Flugfélags íslands um flug frá
Kaupmannahöfn 4il Færeyja og
áfram til Reykjavíkur. Blöðin
hahla enn áfram að skrifa um
þetta og benda á að hér geti ver-
ið um að ræða byrjun á nánara
Stefán Karlsson
flytur fyrirlestra
Félag íslenzkra fræða hefur feng
i'ð' Stefán Karlsson mag. art., starfs
mann Árnasafns í Kaupmannahöfn
til að halcia tvo fyrirlestra á veg
um félagsins. Fyi’ri fyrirlesturinn
sem nefnist: íslenzk bókagerð fyrir
'■forðmenn á 13. og 14 öld,' verður
haldinn í fyrstu kennslustofu Há
slcóla íslands miðvikudaginn 25.
janúar og hefst kl. 20.
Seinni fyrirlesturinn ,sem nefn
ist: Brot úr tveimur íslenzkum þýð
ingum eftir „Jarteinapostillu“
Kristjáns Péturssonar 1518, verð
ur á sama stað fimmtudaginn 26.
janúar og hefst kl. 20,30.
Öllum er heimilt að koma og
hlýða á fyrirlestrana.
samstarfi milli SAS og FFÍ, og
Finnair. Flugfélagi íslands er ekki
kunnugt um þetta samstarf, sem
dönsk biöð gera sér nú svo tíð
rætt um.
Danska blaðið Aktuelt segir
þannig síðastliðinn föstudag, að
horfa verði lengra fram 1 tímann
varðandi þessa fyi’irhuguðu sam
vinnu og ekki megi þar hugsa um
Færeyjaflugið eitt. Þar segir, að
fyrr eða síðar hljóti að því að
koma ,að SAS beiti sér fyrir auk
inni samvinnu við Finnair, sem
nú er búið að kaupa þotur af gerð
inni DC-8 til flugs h langleiðum
Hljóti í þessu sambandi að vakna
á ný gamlar hugmyndir um stórt
norrænt flugfélag með þátttöku
allra Norðurlanda. Segir í frétt
inni, að stórrekstur sé lausnin á
vandamálum hinna einstöku flug-
félaga, sem ekki geti öðru vísi ráð
ið við kröfur um sífellt stærri og
hraðfleygari vélar, sem kosta gíf
urlegar upphæðir. Ekki er minnzt
á Loftleiðir í þessari frétt.
Faroe Airways hefur fram til
þessa notað gamlar DC-3 vélar á
fflugleiðinni Kaupmannahöfln —
Þórshöfn og hefur félagið haft ein
hverja samninga við SAS um inn
anlandsflug í Danmörku. Þannig
fljúga vélar félagsins nú fyrir
SAS einu sinni á dag til Billud og
annast næturferðirnar til Álaborg
ar og Aarhusa. Fram til þessa
hefur SAS ekki sýnt Færeyjaflug
inu minnsta áhuga og það hafa
bæði Fiugfélag íslands og Faroe
Airways getað notfært sér segir
Aktuelt.
Fyrir sumarið hefur Faroe Air
ways tekið nýja Fokker Friend-
ship flugvél á leigu, og hefur
keypt samskonar vél, sem það
fær afhenta í byrjun nóvember.
Verði niðurstaðan sú, að Faroe
Airways fái ekki leyfi til Færeyja
flugs, gæti það í haust setið uppi
með tvær flugvélar og enga fasta
fiugleið, gæti það orðið því dýrt
spaug, bendir hið danska blað að
lokum ó að framtíð Faroe Airways
sé beinlínis háð því að félagið fái
leyfi til Færeyjaflugs.
SPARA SÉR A
AÐRA MILLJON
þegar áfengisútsalan opnar i Lyjum
Reykjavík, GÓ.
Áfengisútsölurnar í Vestmanna-
eyjum o>g í Keflavík verða opnað-
ar um miðjan næsta mánuð. Bú-
ið er að ráða útsölustjóra á báðum
stöðunum. í Keflavík verður Jón
Bárðarson útsölustjóri, en fhann
gegndi áður sama embætti á ísa-
firði. í hans stað verður Jens Ki-ist
marsson útsölustjóri á ísafirði, en
hann er fyrrverandi útgerðarmað-
ur og skipstjóri.
Auk útsölustjóranna er búið að
ráða einn afgreiðslumann á hvor-
um stað. Vestmannaeyingar fá nií
í fyrsta sinn áfengisútsölu og jafn
framt útsvör af slíkri starfsemi,
sem nemur mörg hundruð þúsund
um króna. Auk þess spara Vest-
mannaeyingar sér hátt á aðra
milljón króna iá. ári í flutnings-
gjöldum á áfengi í póstflutnin^-
um. Dæmi eru til um að Vest-
Framhald á 15. síðu. ii I
iiiiiiinmiii
1111111111111111111111111111
NY GOGN UM SOGU VERKA-
LÝDSHREYFINGARINNAR!
Vildu 21 árs kosningaaldur þegar 1907
Reykjavík, EG
Nýlega eru komin fram í
dagsljósið merk gögn er varöa
iilllllllllllllil
Afkvæðagreiðsla hjá BSRB
um uppsögn kjarasamninga
Samkvæmt löjgum um kjara-
samninga opinberra starfsmanna
ber stjórn BSRB að taka ákvörðun
úm uppsögn kjarasamninnga fyr-
ir ríkisstarfsmenn. Síðan segir í
lögunum: ,,um ákvörðun hennar
skal fara fram allsherjaratkvæða-
greiðsla starfandi ríkisstarfs-
manna er í hlut eiga til samþykkt-
ar eða synjunar."
Samningur sá, sem nú er í gildi
er dómur Kjaradóms, frá 30. nóv.
1965. Er hann uppsegjanlegur á
þessu ári og fellur úr gildi við
næstu áramót, ef honum er sagt
upp.
Stjórn BSRB hefur nú samþykkt
einróma að segja samningnum
upp. En samkvæmt því, sem vitn-
að er til hér að framan, verður
að fara fram allsherjaratkvæða-
greiðsla um þessa samþykkt stjórn
arinnar, þannig að ótvírætt liggi
fyrir liver er vilji meirihluta
starfandi ríkisstarfsmanna í þessu
efni.
Atkvéeðisrétt eiga anir ríkis-
starfsmenn innan BSRB og einn-
ig þeir fastráðnir ríkisstarfsmenn,
sem ekki eru félagsbundnir í BS
RB.
Yfirkjörstjórn BSRB hefur á-
kveðið eftirfarandi fyrirkomulag
á allsherjaratkvæðagreiðslunni:
í Reykjavík, • Kópavogi, Akra-
nesi, ísafirði, Siglufirði, Akureyri,
Vestmannaeyjum, Selfossi, Kefla-
vík, Keflavíkurflugvelli og Hafn-
arfirði fer atkvæðagreiðslan yfir-
leitt fram á hverjum vinnustað og
verður fyrirkomulag svipað og í
utankjörstaðaatkvæðagreiðslu í al-
mennum kosningum. Verður henni
stjórnað af undirkjörstjórnum, er
annast dreifingu kjörgagna sam-
kvæmt kjörskrá og skila atkvæð-
um til yfirkjörstjórnar. Á þessum
kjörsvæðum hefur yfirkjörstjórn
ákveðið, að atkvæðagreiðslan
tíkuli einkum framkvæmd dag-
ana 13, —18. febrúar n.k.
Þeir ríkisstarfsmenn á þessum
kjörsvæðum, sem kunna að hafa
fallið út af kjörskrá geta á sama
tíma neytt atkvæðisréttar á skrif-
stofu BSRB og þar liggur heildar-
kjörskrá nú frammi.
Nú þegar hafa verið póstlögð
kjörgögn til allra ríkisstarfsmanna
sem starfa utan þeirra kjörsvæða
sem fyrr er gelið og nokkurra ein-
staklinga á þessum stöðum. Þurfa
þeir að kjósa strax og þeir fá kjör
gögnin, svo að atkvæðin komist
til yfirkjörstjórnar í Reykjfevík
fyrir febrúarlok, en þá lýkur at-
kvæðagreiðslunni. Ef kjörseðill
hefur elcki borizt ríkisstarfs-
manni úti á landi í febrúarbyrjun,
þá er viðkomandi beðinn að til-
kynna það til skrifstofu BSRB,
Bræðraborgarstíg 9, símar 13009
og 22877, sem jafnframt gefur all-
ar upplýsingar um atkvæðagreiðsl
una.
Þeir, sem eru á kjörskrá í R-
vík, en verða fjarverandi 13,—18.
febrúar, geta greitt atkvæði hjá
undirkjörstjórn fyrir þann tíma,
eða á skrifstofu BSRB. Þar geta
einnig greitt atkvæði þeir ríkis-
starfsmenn utan af landi, sem
kunna að vera staddir í Reykjavík
í febrúar.
Alls munu yfir 5000 ríkisstarfs-
menn hafa atkvæðisrétt varðandi
uppsögn samninganna. Starfs-
mannafélög bæjarstarfsmanna
munu hvert um sig annast at-
kvæðagreiðslu um uppsögn samn-
inga þeirra við viðkomandi bæjar-
félag.
JZ2ZS
sögu íslenzkrar verkalýðshreyf-
ingar, en það er gjörðabók og
fleiri gögn frá Verkamannaf-
sambandi íslands, sem starfaði
á árunum 1907 — 1910 og var
einskonar fyrirrennari Alþýðu-
sambands íslands. Kemur fram
í lögum sambandsins, að með-
al þeirra mála, sem það viidi
vinna að, voru jafnrétti kvenna
og karla, 21 árs kosningaaldur,
aðskilnað ríkis og kirkju, skóla-
skylda, ajúkrasjóðir og stofnun |
pólitísks jafnaðarmannaflokks. É
Alþýðublaðið fékk þær upp- 1
lýsingar í gær hjá Hannihal 1
Valdimarssyni forseta Alþýðu- J
sambands íslands, að Skúli =
Þórðarson sagnfræðingur hefði |
fyrir nokkrum dögum afhent |
þessi gögn til ASÍ, en honum f
höfðu 'verið afhent þau fyrir |
nokkru, er hann var að semjal |
Framhald á 13. siðu. 5
1111 • ■ 1111 ■ i ■ i ■ ■ 11 ■ i ■ ■ ■ i ■ 11 ■ ■ 111 ■ i ■ 111111111 ■ i ■ 111 ■ ■ i ■
iiiiiiiiiiiiiilt
24. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3