Alþýðublaðið - 24.01.1967, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 24.01.1967, Qupperneq 16
^at Matreiðsla á höfðingjum Annað veifið koma upp í folöð- ■unum svokölluð framhaldsmál. t5að eru umræður og jafnvel deil- ur, sem halda áfram viku eftir viku, án þess að nokkur niður- etaða fáist, en niðurstöður fást auðvitað ekki í þessum framhalds- málum, fremur en öðrum deilu- efnum 'hér á landi. Sum framhaldsmál má iireint og beint kalla klassísk og þau geta eðli sínu samkvæmt aldrei tekið enda. Slík mál er helzt að finna í Ibréfadálkum dagblaðanna og koma tiý framlög til þeirra nokkuð reglu lega allan ársins hring, þótt stund um blossi þau upp og verði meira áberandi en áður rétt í svip, en þar kulnar aldrei alveg í glæðun- um. Meðal slíkra mála eru til dæmis skammirnar um Mjólkur- samsöluna og mjólkurhyrnurnar, en þetta hyrnumál verður áreiðan lega eilíft, því að ef aðrar um- búðir en hyrnur verða teknar upp, þá er mjög hætt við að menn haldi samt áfram að skrifa um hyrnurn- ar, en fari aðeins að harma þær í stað þess að skamma. Svo er að sjá sem nýtt fram- 'haldsmál sé nú að bætast í hóp- inn, en þar eru orðræður um það, á hvern veg Gissur jarl var á sín- um tíma matreiddur á Flugumýri og í framhaldi 'á því almennar um- ræður um verðleika jarlsins. Deila um þetta blossaði upp ekki alls fyrir löngu, en þá óraði engan fyrir því að þær deilur 'héldu á- fram, en nú hefur nýtt innlegg í málið verið birt, og er ekki ótrú- legt að það kosti nýja hrinu. Að þessu sinni er það ekki Rang æingur, sem ritar, svo að liann er ekki eins fjandsamlegur Gissuri og 'sagnfræðingurinn, sem kom rifrildinu af stað upphaflega. Hins ve'gar er greinilegt, að hann get- Á Olíufjallinu flutti Kristur tölu, sem frægt er og honum var sómi’ að. Hins vegar fékkst ég ögn við olíusölu, sem einnig er þó nokkuð rómað. Og þannig tengir olían okkur saman sem af ofangreindu má ráða. En þetta finnst mér sem sagt svolítið gaman og sómi fyrir báða. HELGI BERGS ur ekki heldur verið norðlenzkur, því hann tekur upp með augljósri ánægju dálítið vafasöm ummæli um gáfnafar Skagfirðinga, sem auðvitað eru allir af Ásbirninga- kyni. Hins vegar ber hann í bæti- fláká fyrir Sturlu Þórðarson, og bendir það til að hann muni að einhverju leyti að minnsta kosti vera ættaður af Sturlungaslóðum. Það er nefnilega alltaf að sann- ast betur og betur, að viðhorf manna til atburða Sturlungaald- ar markast ekki fyrst og fremst af þeim heimildum, sem til eru um tímabilið, heldur af því hvað- an menn eru af landinu. Á þetta hefur að vísu oft verið bent, og meðal annars er að því vikið í bók þeirri, sem kom öllum hama- gangnum af stað, en umræðurnar um bókina hafa staðfest þetta bet- ur en nokkur fræðileg rök hefðu getað gert. Sjálfsagt eiga fleiri eftir að blanda sér í leikinn, ef úr þessu skyldi verða raunverulegt fram- haldsmál, eins og allar líkur benda til. Og hjá því fer naumast að menn víðar af á landinu eigi eftr ir að sanna uppruna sinn í þeim deilum. Matreiðslan á stórhöfðingj um Sturlungualdar ætti því enn að geta aukizt að fjölbreytni og réttirnir kryddazt með margvís- legu móti. Að slíku mátborði er gott að koma gestur. r paui u Og nú ætlar prófessor Jumbó að útskýra fyrir ykkur undraformúluna x-19. Sigurður Þórarinsson var og er eitt fremsta tónskáld okkar og söngstjóri ... Frijáls þjóð. Ég hitti veraldai’vanan kun.i- ingja minn, sem sagði mér nýj- ustu fréttir ,af minr.i ágætu vinkonu, Bonnie Parker. í framlialdi af því sagðist liann hafa gert þá uppgötvun, að til þess að fá góða þjónustu á veit ingahúsum og í verzlunumi á íplancli, þyrftu memn); 1) að vera útlendir og 2) að greiða með fölskum dollaraávísunum. Kallinn gortar af því hvað hann hafi háar tckjur alla mán uði ársins — nema í janúar . . Ja, það er margur vandinn sem steðjar að æskunni. litil frænka min vildi láta klippa sig eins og strák — en hafði ekki nóg hár til þess . . ,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.